Alþjóðleg ljósmyndakeppni EJC

Vinningsmyndin í fyrra þegar þemað var
Vinningsmyndin í fyrra þegar þemað var "Aðstoð" eða "Aid".

Evrópska blaðamennskumiðstöðin (EJC) hefur nú kynnt fjórðu alþjóðlegu ljósmyndakeppnina „Smelltu um það" (Click about it) og er þemað að þessu sinni „Kreppa og hamfarir".

Keppnin er haldin í samstarfi við ýmsar stofnanir og ráðuneyti vítt um heim og er hugmyndin að draga fram bestu myndirnar annað hvort frá áhugaljósmyndurum eða atvinnumönnum sem tengjast þessu þema. Þemað gæti hentað íslenskum ljósmyndurum vel, og er keppnin því sérstaklega áhugaverð að þessu sinni.

Eftirfarandi viðfangsefni flokkast undir þema keppninnar:

-Náttúruhamfari s.s. flóð, jarðskjálftar hvirfilbilir eða eitthvað af þeim toga.

- Pólitískar óeirðir eða mótmæli af einhverjum toga, allt frá friðsamlegum mótmælum upp í hatrömm átök.

-Vopnuð átök, stríð og uppreisnir ýmist alþjóðleg, svæðisbundin eða staðbundin.

- Fjármálakreppan, hvernig fjármálakreppa getur birst í hinum ýmsu myndum og haft áhrif á líf almennings.

-Þróunarkreppa, hvernig kreppur og vandamál geta skapast í tengslum við heilsuspillandi umhverfi, vatnsskort,og skort á hreinlæti og menntun.

-Borgarlíf, hvernig mannfjölgunarsprengjan getur haft áhrif á líf fólks í borgum.

-Loftslagsbreytingar, merki um það hvernig loftslagbreytingar eru að eiga sér stað, ekki síst ummerki í nágrenni við daglegt líf almennings.

Alls verða veitt sjö verðlaun, en tvenn aðalverðlaun eru þó í boði. Þau felast í skoðunarferð sem tengist þema keppninnar, en fimm aukaverðlaun munu jafnframt veitt, en þau eru 200 dala ávísun á bækur eða varning frá Amazon.

Tekið er á móti myndum í keppnina fram til 29. október næst komandi og alþjóðleg dómnefnd mun velja myndirnar og verðlaunamyndir verða kynntar þann 23.nóvember.

Sjá nánar hér