Mesta áhorf í sögu BNA

Ólympíuleikarnir í London eru það einstaka íþrótta- eða skemmtiefni sem mest hefur verið horft á í bandarísku sjónvarpi frá upphafi. Það var NBC sjónvarpsstöðin sem tilkynnti um þetta og sagði að tæplega 220 milljónir Ameríkana hefði horft á útsendingu frá leikunum – sem er nálægt því að vera um 2/3 af allri bandarísku þjóðinni. Útsendingarnar fóru í gegnum fjölmargar stöðvar sem tengjast NBC og stóðu yfir í 17 daga. Þetta er talsvert meira en áhorfstalan fyrir Bejing leikana fyrir fjórum árum en þá horfðu um 215 milljónir á útsendingar frá leikunum. Áhorfið á lokaathöfn leikanna nú á sunnudagskvöld fór fram úr björtustu vonum hjá NBC en þá horfðu um 31 milljón manns á útsendinguna í Bandaríkjunum. Raunar er sú tala ekki alveg óvænt í ljósi þess að meðaláhorf í BNA á hverju kvöldi á útsendingar frá OL var rétt rúm 31 milljón manns.

Sjá meira hér