Fréttir

Brewster Kahle

Stærsti sjónvarpsfréttabanki heims!

Í San Francisco í Kaliforníu er staðastt stafrænt skjalasafn sem heitir einfaldlega "Internet Archive". Stjórnandi skjalasafnsins og einn stofnandi þess, Brewster Kahle, hefur háar hugyndir um möguleika safnsins sem nú þegar er eitt risavaxnasta stafræna skjalasafn í veröldinni. „ Við viljum safna saman öllum bókum, tónlist og myndböndum sem framleidd hafa verið," segir Kahle, en frá og með deginum í gær býður "Internet archive" upp á safn yfir 350 þúsund fréttatíma og fréttaþátta frá um 20 ólíkum sjónvarpsstöðvum og eru það allir fréttaþættir sem til eru á þessum stöðvum. Þetta er lang stærsti sjónvarpsfréttabanki í heimi. Þessir fréttatímar munu nú verða aðgengilegur gjaldfrítt frétta- og fræðimönnum en auk þess gerir Brewster Kahle ráð fyrir að almenningur muni fletta upp á síðunni og verða umtalsverður hluti af þeim áætluðu 2 milljón daglegu heimsóknum á vefinn. Flestar helstu fréttastofur Bandaríkjanna eru í boði á safninu s.s. CNN, Fox News, NBC News, og PBS. Sjá einnig hér
Lesa meira
EFJ fordæmir fangelsun blaðamanna í Tyrklandi

EFJ fordæmir fangelsun blaðamanna í Tyrklandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur í samstarfi við nokkur samtök um fjölmiðlafrelsi sent frá sér yfirlýsingu þar sem áréttuð er gangnrýni á síversnandi stöðu fjölmiðlamála í Tyrklandi. Í yfirlýsingunni er fordæmd áframhaldandi fangelsun 76 blaðamanna á grundvelli ásakana, sem eru augljóslega byggðar pólitískum forsendum. Jafnframt er lýst þungum áhyggjum vegan viðvarandi þrýstings á sjálfstæða og gagnrýna blaðamenn sem hefur leitt af sér andrúmsloft ótta og sláandi minna frelsi og svigrúm fyrir fjölmiðla í landinu. Sjá meira hér
Lesa meira
Rúnar tekur við verðlaununum frá Svandísi Svavarsdóttur unhverfisráðherra.

Rúnar Pálmason fær fjölmiðlaverðlaun

Rúnar Pálmason blaðamaður á Morgunblaðinu fékk í gær, á degi íslenskrar náttúru, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir umjöllun sína um utanvegaakstur og umgengni við náttúru Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Með skrifum sínum hefur hann vakið athygli á skemmdum sem unnar hafa verið með utanvegaakstri víða um landið, bæði á hálendi Íslands og á láglendi. Má þar nefna ítrekaða umfjöllun um utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi og á hálendinu norðan Vatnajökuls; hann hefur fjallað um skemmdir sem unnar hafa verið með torfæruakstri á fjöllum og útivistarsvæðum í nágrenni Reykjavíkur, á láglendi sunnanlands og víðar." Aðrir sem voru tilnefndir til verðlaunanna voru tímaritið Fuglar fyrir umfjöllun um fugla í náttúru Íslands og Herdís Þorvaldsdóttir fyrir heimildamynd sína „Fjallkonan Hrópar á vægð". Í dómnefnd sátu María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Sjá meira hér
Lesa meira
Úr kvikmyndinni

Fyrsta lit-kvikmyndin komin fram

Breska fjölmiðlasafnið (National Media Museum) í Bradford á Englandi upplýsti í síðustu viku um að fundist hefði fyrsta litkvikmyndin sem gerð var í heiminum og hafði hún þá verið endurnýjuð þannig að hægt var að sýna hana – um 110 árum eftir að hún var búin til. Myndin var tekin einhvern tíma á á bilinu 1901-1902 af breska ljósmyndaranum Edward Turner, en hann fann upp flókna þriggja lita samsetningu, löngu áður en Tecnicolor náði augum áhorfenda. Turner þessi dó skyndilega aðeins 29 ára gamall árið 1903, en ann notaði þá aðferð að mynda í gegnum filtera sem voru rauðir, grænir og bláir og setti svo myndirnar saman hverja ofna á aðra til að ná fram litum. Hér má lesa meira um málið. En með því að smella á "meira" er hægt að skoða video frá safninu þar sem sýnd eru brot úr myndinni og upplýsingar um endurgerð hennar. Myndin verður sýnd í heild á safninu frá og með morgundeginum. Hér má sjá kynningarmynd frá Breska fjölmiðlasafninu
Lesa meira
Erla Hlynsdóttir

Mál Erlu tekið fyrir í Strassborg

Mál sem Erla Hlynsdóttir blaðamaður höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg er komið í gegnum síu dómstólsins og mun verða tekið þar fyrir. Þetta er annað málið sem Erla höfðar sem tekið er fyrir hjá Mannréttindadómstólnum. Málinu sem hér um ræðir var skotið til Mannréttindadómstólsins árið 2010 eftir að dómur hafði fallið í máli Rúnars Þórs Róbertssonar gegn Erlu Hlynsdóttur og Sigurjóni M. Egilssyni. . Þessar upplýsingar koma fram í tilkynningu frá lögmönnum Erlu. Sjá hér
Lesa meira
EFJ fagnar skýrslu Evrópuþings um höfundalaun

EFJ fagnar skýrslu Evrópuþings um höfundalaun

Evrópusamband blaðamanna ásamt nokkrum hópi samtaka skapandi listamanna s.s. handritshöfunda, leikstjóra, tónskálda, og popplistafókls hafa sameiginlega sent frá sér ályktun þar sem skýrslu á vegum Evrópuþingsins um höfundalaun er fagnað. Skýrslan heitir "Online Distribution of Audiovisual Works" , eða Dreifing mynd- og hljóðefnis á netinu, og fjallar m.a. um höfundarétt og höfundalaun. Þar er mjög skýrt kveðið á um að taka þurfi upp mun strangari ákvæði um höfundalaun þannig að höfundum séu tryggð eðlileg höfundalaun í hlutfalli við notkun á efni þeirra. Þetta felur m.a. í sér að tekið verði fyrir eingreiðslur fyrir höfundarétt, en algengt er að þessum skapandi stéttum sé boðin eingreiðsla fyrir efni sem síðan er notað í mjög fljölbreyttu fjölmiðlalandslagi án þess að höfundum sér greitt neitt frekar fyrir. Arne König forseti Evrópusambands blaðamanna segir að þessi skýrsla taki á málum sem séu mjög mikilvæg fyrir blaðamenn. „Sú útbreidda venja að nota svokallaða „uppkaupasamninga" eða eingreiðslusamninga og ýmsar aðrar ósanngjarnar samningaleiðir þegar samnið er við blaðamenn hefur stórlega skaðað þróunina og fjölgun starfa í mynd- og hljóð geiranum og raunar víðar. Skýrslan viðurkennir þetta með skýrum hætti og því getur umræða um höfundarétt í Evrópusambandinu ekki lengur litið framhjá því fólki sem fyllir hinar skapandi stéttir." Nú er beðið eftir því að sjá hvort þingið og Framkvæmdastjórnin taki innihald skýrslunnar og setji inn í lagabálka ESB, en fari svo mun málið á endanum koma til með að hafa áhrif á Íslandi líka vegna EES samningsins. Sjá skýrsluna hér
Lesa meira
Johan Persson og Martin Schibbye.

IFJ fagnar lausn sænskra blaðamanna

Sænsku blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru látnir lausir úr fangelsi í Eþíópíu í vikunni ásamt fleiri föngum, sem voru náðaðir af stjórnvöldum í tilefni af áramótum í landinu. Þeir höfðu verið í fangesli í rúmlega eitt ár en þeir voru hnepptir í varðhald á mjög hæpnum forsendum þegar þeir voru að vinna fréttir um uppreisnarmenn. Þeir höfðu verið í fylgd flokks uppreisnarmannanna þegar flokkurinn kom ólöglega inn í landið. Jim Boumelha forseti Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ) sagði IFJ fagna lausn blaðamannana og að þetta væri mikill léttir fyrir fjölskyldur þeirra og vinnufélaga. Þeir eru búnir að dúsa í meiera en ár í fangelsi á mjög hæpnum ákærum og nú er kominn tími til að halda áfram að lifa lifinu.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Alan Rusbridger, með prentútgáfu Guardian í höndunum

Skilgreina þarf blaðamennsku upp á nýtt

Blaðamennskan er að ganga í gegnum einhverjar mestu breytingar frá því Gutenberg umbylti prentlistinni.“ Þetta sagði Alan Rusbridger, ritstjóri Guardian í ræðu í síðustu viku, sem hann hélt hjá Sciences Po háskólanum í París, en þess má geta að Rusbridger stýrir blaði sem er með 15 sinnum fleiri lesendur á netinu en í prentútgáfunni. Hann segir brýnt að fjölmiðlar og blaðamenn átti sig á því hvað felist í raun i hugtakinu blaðamennska og hver sé munurinn á því sem fólk úti í bæ geti framleitt af upplýsingum og fjölmiðlaefni og því sem blaða og fréttamenn geta gert. Þetta verkefni verði fólk að nálgast fordómalaust, en allt of algent sé að blaðamenn líti ekki á bloggara eða lesendur/áhorfaunvendur sem raunverulega samkeppni eða framleiðendur ritsjtórnarefnis. Slík afneitun er beinlínis hættuleg, segir Rusbridger. Hann bendir á mikilvægi "opinnar blaðamennsku" og minnir á að það séu ekki einvörðungu einstaklingar sem séu að bjóða upp á hvers kyns efni inn á fjölmiðlagáttir heldur sé þetta aragrúi samtaka, hagsmunaaðila, áhugamannafélaga, verslana, menningarstofnana o.fl. o.fl. Hann telur að framtíðin felist í því að virkja alla þessa aðila til þátttöku í fjölmiðluninni og fyrirtæki sem vilji þróast til framtíðar verði að vinna á opinn hátt - með opinni blaðamennsku - frekar en að loka sig af og jafnvel skerma sig af með mikilli gjaldtöku á vefnum. Segir hann að reynsla Guardian og velgengni í slíku opnu samstarfi á ýmsum sviðum sýni að þetta sé skynsamleg leið. Hér má sjá útdrátt úr erindi Rusbridgers.Hér er samantekt World Editors Fournum um "opna blaðamennsku".
Lesa meira
Mikil fjölgun í danska Blaðamannafélaginu

Mikil fjölgun í danska Blaðamannafélaginu

Forsvarsmenn danska Blaðamannafélagsins eru sáttir við uppgjörstölur fyrir fyrri helming ársins, en reksturinn gengur framar öllum vonum. Það sem vekur athygli er að bætta rekstrarstöðu má fyrst of fremst rekja til þess að borgandi meðlimum í félaginu hefur fjölgað mun meira en gert var ráð fyrir. Í ágúst var fjölgunin nánast orðin sú sem spáð hafði verið fyrir allt árið. Ástæðurnar fyrir þessari fjölgun eru ýmsar og þó sviptingar hafi verið á dönskum fjölmiðlamarkaði þá hefur starfandi blaðamönnum fjölgað nokkuð og það sem meira er, þessir blaðamenn koma inn í félagið, en eru ekki ófélagsbundnir verktakar. Blaðamannafélagið í Danmörku hefur allt þetta ár verið með herferð í gangi til að hvetja fólk til að ganga í félagið og tryggja sér þannig ákveðin réttindi og réttindagæslu. Þetta virðist vera að bera árangur eins og sést á þessari fjölgun félagsmanna.Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá afhendingu verðlaunanna í fyrra, en þá fékk Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu verðlau…

Tilnefningar til verðlauna umhverfisráðuneytis

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september næstkomandi. Tilnefningarnar fengu: Tímaritið fuglar fyrir umfjöllun um fugla, Rúnar Pálmason á Morgunblaðinu fyrir umfjöllun um utanvegaakstur, og Herdís Þorvaldsdóttir fyrir mynd sína „Fjallkonan hrópar á vægð. Sjá einnig hér
Lesa meira