Reddit Edit gerir auðveldara að finna fréttamál

Freelance blaðamaður og forritari hjá Guardian og New York Times, hefur útbúið sérstaka ritstýrða útgáfu af safnsíðunni „Reedit" sem hann kallar „Reddit Edit". Reddit er sem kunnugt er víðfræg safnsíða þar sem fréttum víða að úr heiminum og frá aðskiljanlegustu uppsprettum er safnað saman en lesendur geta síðan kosið hvort við komandi efni sé áhugavert eða ekki og niðurröðun efnisins miðast við hvað lesendur segja. Í hinni nýju útgáfu er aðgengi og flokkun á fréttum gerð enn aðgengilegri og er hugsuð sem skjót leið fyrir blaðamenn til að kynna sér og ákveða efni til að skrifa um og byggja á.

Reddit vakti sérstaka athygli heimspressunnar á dögunum þegar morðin voru framin í kvikmyndahúsi í Aurora í Colorado á frumsýningu Batman myndarinnar, fyrir það hvernig stórviðburður heimsfréttanna var dekkaður þar. Þannig talaði Keith Wagstaff hjá Time m.a. um að enginn frétta eða samfélagsmiðill hefði fjallað um þann atburð á hraðari og ítarlegri hátt en einmitt Reddit.