Fréttir

EFJ aðalfundur í skugga óvissu blaðamennsku

Aðalfundur Evrópusambands blaðamanna verður haldinn 15-17 júní næstkomandi í Bergano á Ítalíu. Fundurinn er haldinn nú þegar talsverð óvissa og óöryggi blasir við blaðamennsku í Evrópu, bæði vegna fækkunar fastra starfa í blaðamennsku og minnkandi faglegra gæða. Kastljósi Evrópusambands blaðamanna á umliðnum mánuðum hefur verið beint að þeim stöðum þar sem staðan hefur verið hvað alvarlegust, s.s. Tyrklandi og Ungverjalandi, en afsláttur af gæðum og umtalsverðar uppsagnir blaðamanna hafa einnig verið að grafa um sig víðar í álfunni, eins og í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu. Fjármálakreppan og aðhaldsaðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar hennar hafa í mörgum tilfellum haft skelfileg áhrif á störf og aðstæður blaðamanna.
Lesa meira

Bág staða fjölmiðlamanna í Aserbaídsjan

Alþjóðasamband blaðamanna( IFJ) hefur sent frá sér áskorun til evrópskra blaðamanna um að beina kastljósinu að fjölmiðlafrelsi og slæmri meðferð blaðamanna í Aserbaídsjan í tilefni af Söngvakeppni evrópskra sjónarvarpsstöðva. “Blaða- og fréttamenn hvaðan æva úr Evrópu, sem nú streyma til Bakú til að fjalla um vinsælasta tónlistarviðburð álfunnar ættu einnig að beina kastljósi sínu að meðferð gestgjafanna á kollegum þeirra í Azeraijan,” segir Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ. Enn er óupplýst morðið á blaðamanninum Rafig Tagi frá í nóvember 2011 og um sex blaðamenn eru annað hvort í fangelsi eða á leiðinni þangað. Blaðamannfélag Aserbaídsjan (JUHI) hefur nú ýtt úr vör átaki gegn vaxandi ofbeldi gegn starfsfólki fjölmiðla og hefur félagið nefnt um 30 ólík mál í því sambandi á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
Lesa meira

Blaðamannastörf um allan heim

Evrópska blaðamannamiðstöðin (EJC) hefur sett upp miðlægan vef, JournaJobs.eu, þar sem blaðamenn heimsins – sem nota hin ýmsu tungumál – geti séð á einum stað hvaða störf eru í boði. Þarna eru skráð bæði tímabundin verkefni og fastar stöður af öllu tagi. Íslenskum blaðamönnum sem öðrum gefst þarna tækifæri á að skoða hvaða störf eru í boði út um allan heim ef þeir á annað borð treysta sér til að vinna á því tungumáli sem gildir á viðkomandi vinnustað.Sjá hér
Lesa meira

Danir og áskrift blaða á netinu

Danir ræða nú hvort og hvernig dagblöðin muni fara að rukka fyrir fréttir og ritstjórnarefni sem birt er á vefnum. Á heimasíðu danska Blaðamannafélagsins er meðal annars umfjöllun um málið og vitnað til greinar sem fræðimaður við Hróarskelduháskóla, Ida Willing, skrifaði í Berlinske. Hún telur þrjú atriði benda til þess að danskir fjölmiðlaneytendur séu tilbúnir til að greiða fyrir ritstjórnarefni á netinu. Í fyrsta lagi segir hún að Danir séu þegar að borga háar upphæðir fyrir ritstjórnarefni í blöðunum – líka þeir sem ekki eru áskrifendur að þeim. Þetta gera skattgreiðendur í gegnum styrkjakerfið sem nemur um 6 milljörðum danskra króna. Þrátt fyrir óvissu sem þetta þýddi varðandi áskrifendur væri ljóst að þessir miðlar nytu áfram umtalsverðs stuðnings frá skattgreiðendum.
Lesa meira

Fallinni hetju vottuð virðing

Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna hafa sent blaðamönnum í Úkraínu samúðarkveðjur vegna fráfalls fyrrum leiðtoga úkraínskra blaðamanna, Igors Luvchenko. „NUJU, Blaðamannafélag Úkraínu, hefur misst sinn mesta leiðtoga og öflugasta baráttumann. Igor barðist allt sitt líf fyrir málstað blaðamanna í Úkraínu. Ég vil fyrir hönd hinnar stóru blaðamannafjölskyldu heimsins votta þessari hetju virðingu okkar og færa vinum og ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Jim Boumella forseti Alþjóða blaðamannasambandsins, IFJ.Sjá einnig hér
Lesa meira

Blaðamannafélagið um RÚV-frumvarpið

Blaðamannafélagið hefur sent nefndarsviði Alþingis umsögn sína um frumvarp um RÚV. Í umsögninni er því m.a. fagnað að í frumvarpinu er kveðið á um að málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir brottrekstri blaðamanna, "enda nauðsynlegt að tryggja sem best starfsöryggi blaðamanna." Sjá umsögnina í heild hér
Lesa meira

Globe and mail mun rukka fyrir netaðgang

Stærsta dagblaðið í Kanada, Globe and Mail, hefur nú ákveðið að rukka áskrift fyrir aðgang að blaðinu á netinu. Fylgir kanadíska blaðið þar fordæmi ýmissa annarra stórblaða s.s. New York Times sem á undanförnum misserum hafa farið þessa leið. Netáskriftir eru nú að verða eins konar lausnarorð hjá grónum dagblöðum sem hafa á undanförnum árum staðið frammi fyrir stöðugt minni lestri á prentútgáfum blaðanna. Globe and Mail tilkynnti í síðustu viku að frá og með haustinu yrði farið að rukka fyrir aðgang að efni blaðsins, en eins og t.d. hjá New York Times verður eftir sem áður ákveðinn hluti af ritstjórnarefninu á vefnum í ókeypis aðgangi.Sjá meira hér
Lesa meira
Larry Kilman

Tæknibreytingar og blaðamennska

World Editors Forum, sem er hópur innan Alþjóðasamtaka blaðaútgefenda fundaði á svokölluðum yfirmannafundi ritstjórna (Newsroom Summit) í Hamborg á föstudag. Þar var sérstaklega verið að fjalla um þær breytingar sem ritstjórnir og fréttastofur standa frammi fyrir vegna örra tæknibreytinga og nýrra miðlunarmöguleika, sem og breyttrar notkunar fólks á fjölmiðlum. Larry Kilman hefur á bloggi sínu tekið saman  nokkur ummæli helstu forustumanna á þessu sviði sem féllu á fundinum. Ein ummælin eru frá Paul Lewis verkefnaritstjóra hjá Guardian í Bretlandi. Hann segir: „Aldrei fyrr höfum við haft aðgang að eins miklum upplýsingum og það hafa aldrei áður hafa möguleikarnir til að stunda blaðamennsku verið jafn ótakmarkaðir“.  Sjá meira hér
Lesa meira

IFJ: Frelsi fyrir fangelsaða blaðamenn

IFJ Marks World Press Freedom Day by Calling for Release of Jailed Journalists The International Federation of Journalists (IFJ) and its affiliates are marking this year’s World Press Freedom Day by calling for the release of journalists held for their professional activities. The IFJ says that reform of criminal defamation law and anti-terror legislation is urgently needed as they account for the majority of reporters’ detention cases.  “We are witnessing unprecedented levels of criminal litigation against journalists in many countries,” said IFJ President, Jim Boumelha. “This is one of the worst forms of censorship facing media and governments must repeal criminal defamation law and review the anti- terror laws which represent a major obstacle to genuine press freedom.”  Over 150 journalists are in currently in jail around the world, some of whom have been detained for years without trial. In China, over 20 journalists have been arrested as the authorities continue their attempts to control and censure independent reporting.
Lesa meira

EFJ: Tyrkland enn í kastljósinu

World Press Freedom Day: in Europe Turkey Still in Focus The European Federation of Journalists (EFJ), the European group of the International Federation of Journalists (IFJ), marks World Press Freedom Day by focusing on the severe threats to press freedom in Europe, with a special focus on over 100 imprisoned journalists in Turkey .     The EFJ also marked the day by calling for EU action to support the campaign for press freedom in Hungary. "Hungary has shown that the mobilisation of democratic forces can have some impact on the public, but our Hungarian colleagues still have a long way to go due to the unprecedented pressure of its government. Much more is needed to guarantee journalists' rights" said EFJ President Arne König. The EFJ is calling on the Council of the European Union, with support from the European Parliament and the European Commission, to take action against Hungary under Article 7 of the EU Treaty, on the grounds that deteriorating media freedom in the country constitutes a clear risk of a breach of common EU values. Under that provision, the council may suspend rights of the offending member state, including the voting rights of its representatives in the council.
Lesa meira