Fréttir

Fyrirhugaðar breytingar á reglum um eignarhald á fjölmiðlum

Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á reglum um eignarhald á fjölmiðlum sem nú standa fyrir dyrum í Bandaríkjunum. Hvetur IFJ viðeigandi stjórnvöld í Bandaríkjunum til að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa í einu og öllu um hvað í raun standi til að gera. Að mati IFJ munu hinar nýju eignarhaldsreglur, sem slaka m.a. verulega á skilyrðum varðandi það að sama aðili geti átt bæði prent- og ljósvakamiðla, auka líkur á samþjöppun og gefa eigendum tækifæri til að herða tak sitt á einum stærsta fjölmiðlamarkaði í heimi – Bandaríkjunum. IFJ talar m.a. um að þetta geti “markað hættuleg þáttaskil í veldi fjölmiðla sem verði á kostnað fjölbreytileika og lýðræði.”.
Lesa meira

Kosningafundi Davíðs Oddssonar á Vestfjörðum

Fréttaflutningur fréttastofu ríkisútvarpsins af kosningafundi Davíðs Oddssonar á Vestfjörðum á dögunum kom til umræðu í útvarpsráði í gær og kom þar fram að Gunnlaugur ævar Gunnlaugsson hafði kvartað undan fréttamennskunni við Boga Ágústsson yfirmann fréttasviðs. já hér á eftir úr fundargerð........
Lesa meira

Nýkjörinn formaður Blaðamannafélagsins

Í ávarpi til félagsmanna sem Róbert Marshall nýkjörinn formaður Blaðamannafélagsins hefur sent press.is til birtingar kemur m.a. fram að hann stefnir að því að BÍ taki upp þessi "fagverðlaunum sem við höfum verið að tala um svo lengi í verk á þessu starfsári." Annars kemur Róbert víða við í grein sinni, en hana má lesa í heild hér á vefnum.
Lesa meira

Fjölbreytni verði eitt af grundvallargildum ESB

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur farið formlega fram á það við Framtíðarráðstefnu Evrópusambandsins sem nú stendur yfir, að inn í stjórnarskrá ( 2. grein) Evrópusambandsins, sem er í smíðum verði bætt ákvæði um að fjölbreytni verði eitt af grundvallargildum ESB.
Lesa meira

70% sjónvarpsáhorfenda skiptir um rás stundum, oft eða mjög oft

Um 70% sjónvarpsáhorfenda skiptir um rás stundum, oft eða mjög oft samkvæmt könnun sem nemar í fjölmiðlafræði við H.Í. hafa gert undir stjórn Guðbjargar Hildar Kolbeins lektors. Þetta kom fram á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum í H.Í. um helgina.
Lesa meira