Fréttir

Hart sótt að fjölmiðlun í Úkraínu

Alþjóðasamtök blaðamanna og alþjóðlegar eftirlitsstofnanir hafa um árabil gagnrýnt ástand fjölmiðlunar í Úkraínu. Er skemmst að minna sameiginlegrar yfirlýsingar Evrópusambands blaðamanna (EFJ) og fjölmiðlaskrifstofu Evrópuráðsins frá 13. september síðastliðnum. Þar var af gefnu tilefni minnt á aðárásir á blaðamenn séu algengar í Úkraínu og hafi alvarleg áhrif á tjáningarfrelsi landsmanna. Í tilefni EM í knattspyrnu hafa þeir erlendu blaðamenn sem heimsækja landið verið minntir á að huga að aðstæðum félaga sinna í Úkraínu.
Lesa meira

Sérstaða EFJ endanlega staðfest

Ársfundar Evrópusambands blaðamanna (EFJ), sem haldin var um miðjan júní í Bergamo á Ítalíu, verður sjálfsagt helst minnst fyrir það að á fundinum var endanlega smþykkt að aðskilja með formlegum hætti rekstur og starfsemi EFJ og Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ). Með þessu var fundurinn að fylgja eftir stefnumótun og samþykktum aðalfundarins í Belgrad árið áður. Í Bergamo var samþykkt að stofna sérstakan lögaðila (e. legal entity) utan um rekstur EFJ og aðskilja þannig endanlega fjárhag EFJ og IFJ. Til að tillaga um þetta fengi lögmæti þurfti 2/3 hluta atkvæða eða 100 atkvæði af 150 sem var fullkomlega óvíst að fengist. Lyktir atkvæðagreiðslunnar voru þær að tillagan var samþykkt með 101 atkvæði. Munaði þar miklu að Rússar studdu tillöguna en þeir fengu formlega aðild sína að EFJ staðfesta skömmu fyrir aðalfundinn. Þar með eru Rússar orðnir formlegir aðilar að sambandinu með sína 60 þúsund félagsmenn.
Lesa meira

Myrtir og týndir blaðamenn í Úkraínu

Nú þegar sannkölluð knattspyrnuveisla er í Úkraínu er ástæða til að minna á að margt skortir á til að tryggja lýðræðislega starfshætti í landinu. Þar munar miklu um störf blaðamanna sem búa við mjög erfið starfsskilyrði í Úkraínu. Morð á blaðamönnum hafa verið nokkur undanfarin ár þó stjórnvöld neiti því staðfastlega. Í sumum tilvikum eru þau talin eiga þar hlut að máli. Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur beint þeirri áskorun til alþjóðasamfélagsins að það horfi til aðstæðna blaðamanna nú þegar menn gleðjast yfir EM í knattspyrnu. Rétt eins og átti við um Aserbaídsjan, þegar söngvakeppni Evrópu átti sér stað, þá er brýnt að stoppa við ogskoða málin.
Lesa meira

Minna á fangelsun blaðamanna

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) samþykkti á ársfundi sínum í Bergamo um síðustu helgi ályktun er varðar fangelsun blaðamanna. Sérstaklega var mótmælt hinu óvenjulegaástandi sem ríkir í Tyrklandi.EFJ kaus á aðalfundi sínum að minnast sérstaklega þriggja sænskra blaðamanna sem eru nú í haldi í Eþíópíu. Þessir blaðamenn eru: Dawit Isaak sem er af eþíópískum ættum en starfað fyrir sænska fjölmiðla. Hann hefur verið í fangelsi í Eritreíu í 11 ár án þess að um hans mál hafi verið réttað. Bæði Alþjóðasamband blaðamanna og EFJ berjast fyrir því að honum verði sleppt enda hefur heilsu hans hrakað mjög í fengelsinu. Þá eru þeir Johan Persson og Martin Schibbye í haldi í Eþíópíu. Þeir eru báðir sjálfstætt starfandi blaðamenn og ljósmyndarar. Þeir hafa verið sakaðir um að koma ólöglega inn í landiðog styðja hryðjuverkahópa. Fyrir það voru þeir dæmdir í 11 ára fangelsi á síðasta vetri. Aðalfundur EFJ krefst þess að þeir verið frelsaðir þar sem þeir hafi einugis verið að sinna störfum sínum sem blaðamenn.
Lesa meira

Einsleitni á kanadískum fjölmiðlamarkaði

Niðurskurður og þrengingar á fjölmiðlamarkaði í Kanada hafa leitt til þess að helstu fréttamiðlar eru óbeint að borga fyrir fréttir til keppinauta sinna og einsleitni fjölmiðlaefnis eykst. Þetta kemur til vegna þess að flestir helstu fréttamiðlar í landinu kaupa mikið af sínu efni frá sömu fréttaveitunni, Canadian Press agency (CP). Þannig halda miðlarnir þessari fréttaveitu uppi og gera henni kleift að framleiða fréttaefni jafnt fyrir viðkomandi miðila og samkeppnisaðila þeirra.Canadian Press Agency er nú helsta uppspretta frétta fyrir næstum alla nema einn landsdekkandi miðla í Kanada sem og fjölmarga staðbundna miðla. Þetta á við um um bæði sjónvarp, útvarp og blöð, og líka CBS, Kanadíska ríkisútvarpið. Upphaflega var CP stofnað sem félag sem ekki starfaði í hagnaðarskyni árið 1917. Hins vegar keyptu þrjár fjölmiðlasamsteypur fyrirtækið árið 2010 og reka það sem sjálfstæða fréttaveitu. Í samdrættinum sem einkennt efur markaðinn að undanförnu hefur fyrirtækið síðan styrkst og framleiðir nú fréttir og ritstjórnarefni fyrir stöðugt fleiri miðla, á sama tíma og ritstjórnir miðlanna minnka og hafa minna svigrúm.Sjá einnig hér 
Lesa meira

Óskað eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlaunaverðlauna

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tveggja verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn verður hátíðlegur öðru sinni þann 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins voru veitt í fyrsta skipti á Degi íslenskrar náttúru í fyrra en þá fékk þau Ragnar Axelsson. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru.
Lesa meira

Íslendingar horfa minna á sjónvarp en Evrópubúar

Þrír af hverjum fjórum Íslendingum horfa á sjónvarp af sjónvarpsskjá daglega eða næstum daglega samkvæmt gögnum frá Standard Eurobarometer 76 sem voru til umfjöllunar á málþingi við Háskólann á Akureyri fyrir helgi. Þetta hlutfall er mun lægra en hjá löndum Evrópusambandsins og umsóknarlöndum, en þessi lönd eru inni í mælingum Eurobarameter, og er einungis Lúxemborg með minna daglegt áhorf en Íslendingar. Meðaltal ESB landa er vel yfir 80%. Hins vegar eru Íslendingar duglegri en flestir í að nota ýmsa rafræna miðla. Þá kom frama ð greinilegt kynslóðabil er í fjölmiðlanotkun á Íslandi, þar sem fólk undir fertugu notar marktækt meira samfélagsmiðla, netið og netsjónvarp en fólk yfir fertugu, en fólk yfir fertugu notar marktækt meira hefðbundna miðla s.s. sjónvarp af sjónvarpsskjá, dagblöð. Þetta er hægt að skoða frekar á glærum Kjartans Ólafssonar og Birgis Guðmndssonar frá málþinginu. Glærur KjartansGlærur BirgisHljóðupptaka af málþinginu í heild
Lesa meira

Fjölmiðlun á Íslandi og í Evrópu

Íslendingar eru Evrópumeistarar í notkun samfélagsvefja samkvæmt gögnum sem fram koma í upplýsingagrunninum EUROBARAMETER þar sem ýmsar kennitölur um fjölmiðla og fjölmiðlanotkun á Íslandi og í ESB löndum koma fram. Um 54% Íslendinga nota samfélagsvefi daglega eða næstum daglega en meðaltal Evrópusambandsríkja er 20%. Notkunin er mest í Skandinavíu og Eystrasaltsríkjum en minnst í Austur Evrópu, Portúgal, Írlandi og Ítalíu. Upplýsingar úr þessum gagnagrunni verða m.a. til umræðu á málþingi sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri á föstudag, 8. Júní frá kl 13:00 – 16:30, undir yfirskriftinni: Fjölmiðlun á Íslandi og í Evrópu.
Lesa meira

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2012 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur. Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi.Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps-eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum.Í tilefni af sextíu ára afmæli Norðurlandaráðs árið 2012 verður við úthlutun sérstök áhersla á norrænt þingmannasamstarf og afmælisþing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðkjörinna þingmanna og er sem slíkt ráð allra Norðurlandabúa. Hvaða þýðingu hefur samstarfið fyrir Íslendinga og aðra Norðurlandabúa og hvað er hægt að gera til að efla þýðingu þess enn frekar?
Lesa meira

Bætur á grunni ákvæðis sem fallið er úr gildi

Jón Bjarki Magnússon blaðamaður var í gær dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar vegna ummæla sem hann hafði eftir nafngreindu fólki í frétt í DV, fólki sem jafnframt staðfestir að ummælin hafi verið höfð rétt eftir sér. Málið tengist forsjárdeilumáli. Hæstiréttur lækkar þó um helming upphæð miskabótanna, í 250.000 kr. og fellir niður málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómurinn er að öðru leyti staðfesting á dómi héraðsdóms og byggir á höfundarákvæðum prentlaga frá 1956 en þessum ákvæðum hefur verið breytt með nýju fjölmiðlalögunum. Hæstiréttur telur hins vegar að dæma beri í svona tilfellum eftir gömlu lögunum þrátt fyrir ákvæði um af refsingu eigi ekki að gera fólki ef lögum hefur breytt þannig að gjörningur verði refsilaus. Þetta er vegna þess að greiðsla miskabóta og ómerking ummæla eru ekki „refsing“ í skilningi laga.Sjá dóminn hér
Lesa meira