70 blaðamenn drepnir á fyrri helmingi 2012

Að minnsta kosti 70 blaðamenn og aðrir starfsmenn fjölmiðla hafa verið drepnir í vinnunni á fyrri hluta þessa árs. Þar með eru fyrstu sex mánuðir ársins 2012 að verða eitthvert blóðugasta tímabil sögunnar hvað þetta varðar. Í Sýrlandi einu hafa fimmtán verið drepnir á þessum tímabili samkvæmt upplýsingum frá News Safety Institute (INSI) í Cardiffháskóla. Á eftir Sýrlandi hafa flestir verið drepnir í Nígeríu þar sem sjö hafa látið lífið, Brasilía, Sómalía, og Indónesía þar sem fimm hafa látist.

Til samanburðar voru allt árið 2011 drepnir 124 blaðamenn við störf sín og þar af 56 á fyrstu 7 mánuðum ársins.

Það vekur athygli í þessari úttekt að flest dauðsföllinn verða í löndum þar sem formlega er friðarástand en yfir fjörtíu blaðamenn voru drepnir í löndum sem ekki áttu í neins konar stríði. Í flestum tilfellum var þar um að ræða ofbeldi af hálfu glæpahópa sem iðulega njóta þegjandi samþykkis stjórnvalda eða valdamikilla stofnana í viðkomandi þjóðfélögum.

Sjá einnig hér