Fréttir

Fatima Nabil. Mynd: BBC

Islömsk gildi fá sess í sjónvarpi

„Loksins hefur byltingin ná inn í ríkisstjónvarpið hér,“ sagði egypska blaðakonan og fréttaþulurinn Fatima Nabil í samtali við BBC eftir að hún hafði lesið fréttir í sjónvarpinu með slæðu sem huldi hár hennar. Þetta var í fyrsta sinn síðan stöðin opnaði árið 1960 af fréttaþulur með höfuðslæðu birtist á skjánum. Þetta er ein birtingarmynd arabíska vorsins, en mubarak fyrrum forseti hafði bannað að konur væru með höfuðslæður í sjónvarpi og þrátt fyrir að slíku hafi margoft verið vísað til dómstóla sem úrskurðuðu að það væri réttur fóks að bera slíkar slæður, hvoru dómsúrskurðirnir hunsaðir. Samkvæmt BBC var það eitt af mörgu sem kyntu undir óánægju í landinu. Nú hefur Múslimska bræðaralagið heimilað þennan slæðuburð. Búist er við að í framhaldinu muni það breiðast hratt út að konur beri höfuðslæður í sjónvarpi í fréttatímum og í verðurfréttatímum en um 70% kvenna í Egyptalandi bera slíkar slæður dags daglega og í öðrum arabalöndum eru þessar slæðurnar algegnar í sjónvarpi.Sjá einnig hér
Lesa meira
Magnús Bjarnfreðsson. Mynd: Rúv

Magnús Bjarnfreðsson látinn

Magnús Bjarnfreðson, fyrrumfréttamaður er látinn. Hann lést á líknardeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri. Magnús var einn af fyrstu fréttamönnum sjónvarpsins, vann að undirbúningi að stofnun þess árið 1966 og vann sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár. Á facebook-síðu sinni segir Margrét Heinreiksdóttir lögfræðingur og fyrrum blaða- og fréttamaður til áratuga og samstarfskona Magnúsar þetta:"Nú er skammt stórra högga á milli. Fyrst Gísli Ástráðs og nú Magnús Bjarnfreðs, báðir frábærir blaða- og fréttamenn og miklir yndælismenn og öðlingar. Vekur upp margar minningar frá liðnum dögum og minnir á að mjög styttist nú heimsreisan okkar sem eftir eru þessarar kynslóðar fjölmiðlafólks. Mér verður þungt um hjarta og raki í augum byrgir sýn. Megum þó þakka fyrir að hafa fengið að lifa merkilega tíma og margvíslegar breytingar sem okkur hefði aldrei órað fyrir þegar við hófum ferilinn um miðja síðustu öld." Sjá einnig hér
Lesa meira
Brian Levenson lávarður

Búist við svartri skýrslu um breska fjölmiðla

Búist er við mjög svartri skýrslu frá Brian Levenson, lávarði, en honum var falið að stýra rannsókn á breskum fjölmiðlum, gæðum þeirra og siðferðilegum viðmiðum. Rannsóknin var sett af stað í kjölfar hneykslismála sem tengdust News Corp fyrirtæki Rupert Murdochs. Ljóst þykir að víða verður komið við í skýrslunni og m.a. tekið á málum snerta rétt fólks til einkalífs og vernd þess réttar og svo sjálfsaga fjölmiðlafólks og þess að blaðamenn setji sér sjálfir reglur og viðmið (self-regulation). Dagblaðið Guardian greinir frá útdrætti úr skýrslunni upp á fimm síður sem stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja hafa fengið að sjá. Samkvæmt Guardian þá segja menn sem fengið hafa að sjá þennan útdrátt að gagnrýnin sé gríðarleg á breska fjölmiðla svo jaðri við fordæmingu. Hefur blaðið eftir viðmælanda að skýrslan sé „afhjúpandi“. Fréttir um skýrsluna fóru að leka út eftir að ýmsir sem í henni eru fóru að fá bréf þar sem þeim var boðið að nýta sér andmælarétt sinn. Búist er við að skýrslan komi út í sinni endanlegu mynd í október. Sjá einnig hér
Lesa meira
Starfsmenn hafa yfirtekið ritstjórnarskrifstofur og mótmæla uppsögnum

Dagblað fer á netið og 100 missa vinnu

Netvæðing dagblaðanna tekur víða sinn toll í störfum og í vikunni misstu meira en 100 starfsmenn, líka blaðamenn, á ritstjórn dagblaðs í Uruguay vinnuna þegar blaðið hætti að koma út á prenti og flutti sig alfarið á netið. Dagblaðið Unoticias hafði komið út í 30 ár of var talið eit af öflugri blöðunum í landinu og breytingin kom öllum í opna skjöldu, jafnt almennu starfsfólki sem yfirmönnum. Útgefandinn segir einfaldlega að breytingar á neytendamarkaði séu slíkar að fólk fari einfaldlega á netið til að ná sér í fréttir og umfjöllun en ekki í prentaða útgáfu af dagblöðum. Starfsmenn blaðsins hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega og settust í upphafi vikunnar að á ritstjórnarskrifstofunum í mótmælaskyni. Starfsfólkið nýtur stuðnings stéttarfélags þar á meðal blaðamannafélagsins í landinu og Samtök blaðamanna í Rómönsku Amer´kuhafa einnig lýst stuðningi við félaga sína í Uruguay. Sjá einnig hér
Lesa meira
Stéttaskipting í samfélagi samfélagsmiðla

Stéttaskipting í samfélagi samfélagsmiðla

Hafi mennn saknað stéttaskiptingar í samfélagi samfélagsmiðla þá er kominn fram vísir að slíku. Sænski vefhönnuðurinn Erik Wachtmeister tilkynnti í upphafi vikunnar um opnun nýs samfélagsvefjar þar sem markhópurinn er efsta „prósentið í samfélagsstiganum“ og ber vefurinn heitið „Best of all worlds“. Vefurinn opnaði formlega sl mánudag og strax þá voru um 20 þúsund manns búnir að skrá sig inn á hann. Erik Wachtmeister þróaði strax 2004 frægan samfélagsvef sem kom fram um svipað leyti og Facebook, sem hét SmallWorld og var sá vefur nefndur í Wall Street Journal „MySpace fyrir milljónamæringa“. Síðan yfirgaf Wachtmeister fyrirtækið og kemur nú aftur fram á sjónarsviðið. Hann segir að nýi vefurinn sé ekki eingöngu hugsaður fyrir ríka fólkið heldur ekki síður þá sem eru fágaðir, menntaðir og hafa góðan smekk. Vefurinn hefur það að markmiði að safna saman slíku samfélagi en ekki endilega að ná sem flestum inn á hann að sögn Wachtmeisters, en þar er hann að vísa til þess hve stór Facebook vefurinn er. Sjá einnig hér
Lesa meira
Neikvæð umfjöllun um frambjóðendur í BNA

Neikvæð umfjöllun um frambjóðendur í BNA

Nýbirt skýrsla frá verkefni Pew Rannsóknarmiðsöðvarinnar um gæði í blaðamennsku sýnir það sem marga hefur grunað varðandi upphaf kosningabaráttu þeirra Baraks Obama og áskorandans Mitt Romney, að slagurinn í fjölmiðlum hefur verið álíka neikvæðum nótum og upphaf forsetakosningabaráttu í undanfarin skipti. Obama hefur fengið um 28 prósent jákvæða umfjöllun og 72% neikvæða, en Romney 29% jákvæða umfjöllun en 71% neikvæða. Teið er fram að vegna skekkjumarka í mælingunni sé ekki hægt að sjá að umfjöllunin um annan frambjóðandann sé jákvæðari eða neikvæðari en hinn. Pew hefur í undanförnum forsetakosningum gert rannsóknir á umfjölluninni um frambjóðendur í fréttum og í ár var þessu haldið áfram með þvíað gera innihaldsgreiningu á efni nokkurra valinna miðla frá því í lokk maí fram til 5.ágúst. Eins og áður hefur komið fram í könnunum af þessu tagi þá skiptir það miklu máli hvaða miðill er til skoðunar þegar kemur að því að sjá hvort umfjöllun er jákvæð eða neikvæð. En til viðbótar við það að munur er milli einstakra miðla þá kemur greinilega fram að tegun miðils skiptir máli. Þannig er heildarniðurstaðan sú að umfjöllun í dagblöðum sé í mestu jafnvægi allra miðla, þar með talið vefmiðlum. Sjá nánar hér
Lesa meira
Mynd: Journalisten

Þrjú mikilvægustu fjölmiðlamálin í Danmörku

Í vefútgáfu danska Blaðamannsins er áhugaverð úttekt á þeim þremur málefnum sem varða blaðamenn og fjölmiðla miklu og verða á komandi hausti afgreidd með einhverjum hætti af stjórnmálamönnum á Folketinget í Kristjánsborg. Þessi atriði eru áhugaverð, ekki síst í ljósi þess að umræðan á Íslandi hefur að undanförnu snúist að nokkru leyti um svipuð atriði. Þau þrjú mál sem danski Blaðamaðurinn telur upp eru: Pressenævn (siðanefndin), fjölmiðlastyrkir og upplýsingalög. Varðandi málefni siðanefndarinnar (sem er að hálf opinber og byggð á lagaákvæðum í Danmörku) þá hafði verið boðað, að á þinginu í haust myndi hugsanlegakoma fram tillaga um strangari viðurlög við við brotum blaðamanna á siðareglum. Þetta hefur eðlilega mætt mikilli andstöðu og líkurnar á því að eitthvað þessu líkt komi fram hafa raunar minnkað. Þar munar mest um að Blaðamannafélagið og helsu talsmenn fjölmiðla hafa bent á – meðal annars fyrir þingnefndum - að betra sé að hafa ábyrgðina inni í faggreininni sjálfri. Jafningjaeftirlit innan stétarinnar sé mun áhrifaríkara en valdboð að ofan. Kunnugleg umræða héðan frá Íslandi! Varðandi fjölmiðlastyrkina þá eru uppi hugmyndir um að breyta þeim og viðvarandi ágreiningur er um að hvort þessir styrkir séu í raun rekstrarstyrkir eða lýðræðisstyrkir. Þá er ekki síður mikilvægt hverjir fá styrki og hvaða skilyrði eru sett fyrir því að fá þá. Nokkuð kunnugleg umræða í fjársvelti og rekstrarerfiðleikum íslenskra fjölmiðla! Varðandi upplýsingalögin þá vill Blaðamaðurinn danski taka það mál upp og endurskoða ákvæði um heimildir stjórnmálamanna til að halda upplýsingum leyndum, en dómsmálaráðherrann Bödskov hefur vísað slíku á bug. Kunnugleg umræða um endurskoðun upplýsingalaga héðan frá Íslandi! Sjá úttekt hér
Lesa meira
Postmedia Network Inc. Paul Godfrey forstjóri er hér á ritstjórnarskrifstofum National Post í Toront…

Kanadísk blöð hefja gjaldtöku fyrir vefútgáfu

Enn bætist í hóp þeirra dagblaða í Norður Ameríku sem rukka fyrir aðgang að ritstjórnarefi á netsíðum þeirra. Nú hafa fjögur vinsæl og víðlesin dagblöð í Kanada, sem öll tilheyra útgáfukeðjunni Postmedia, tilkynnt að þau muni krefja lesendur um greiðslu fyrir ristjórnarefni á vefsíðum blaðanna. Þetta eru blöðin Ottawa Citizen, Vancouver Province, Vancouver Sun og National Post, en til að byrja með í að minnsta er hugmyndin að krefjast aðeins vægs gjalds, eða 99 centa á mánuði fyrir fullan aðgang að síðum blaðanna og „iPad appa". Eftir sem áður geta allir sem þess óska lesið helstu fréttir (breaking news) og annað slíkt frítt, en vilji menn meira unnið efni þurfa þeir að borga. Þó verður eins konar gjaldfrjáls kvóti því allir munu geta lesið 15 unnin efnisatriði á mánuði án þess að greiða fyrir. Talsverður fjöldi dagblaða í álfunni hefur á umliðnum misserum breytt um stefnu hvað varðar gjaldtöku fyrir ritstjórnarefni á vefnum og leitað leiða til að bæta upp minni auglýsingatekjur blaðanna. Bæði í Kanada og Bandaríkjunum hafa útgáfur fylgst grannt með velgengni New York Times í þessum efnum sem nú þegar er komið með um hálfa milljón áskrifenda að vefsíðum sínum sem skapar fyrirtækinu tekjur sem skipta það máli. Sjá meira hér.
Lesa meira
Kollegi myndatökumanns TV2 hjá DR smellti mynd af viðtalinu fræga.

Tók viðtal við ráðherra sinn fyrir TV2 í Danmörku

Athyglisverð uppákoma átti sér stað í dönskum fjölmiðlaheimi í vikunni þegar blaðafulltrúi danska dómsmálaráðherrans tók viðtal við ráðherra sinn fyrir landsdekkandi sjónvarpsstöð, TV2/Lorry. Málið hefur vakið miklar umræður um stöðu blaðamanna, niðurskuð á fjölmiðum og siðareglur. Framkvæmdastjóri danska Blaðamannsins segir þetta hafa verið mikil ritstjórnarleg mistök hjá stöðinni að gera þetta. Kringumstæðurnar voru þannig að TV2 hafði sent myndatökumann á staðinn en engan fréttamann. Myndatökumaðurinn fékk hins vegar með sér spurningar á blaði sem hann átti að lesa upp fyrir ráðherrann. Þegar til kom tók blaðafulltrúi ráðherrans það að sér að lesa upp spurningarnar sem ráðherrann síðan svaraði. Innan ráðuneytisins fullyrða menn að þetta sé í fyrsta sinn sem viððtal við ráðherra fyrir stóran fjölmiðil sé tekið af starfsfólki ráðuneytisins. Spurningarnar sem hér vakna snúast m.a. um hvar mörkin liggja í svona máli og hver það hafi í raun verið sem spurði spurninganna – sá sem las eða sá sem skrifaði miðann? Eins hefur því verið varpað fram hvort munur sé á því að fá svar með þessum hætti eða því að senda tölvupóst t.d.? Hefði verið siðferðilega réttara að upplýsa um hver það var sem las spurningarnar (tók viðtalið)? Loks er þetta talið benda á erfiða stöðu fjölmiðla vegna undirmönnunar. Sjá meira hér
Lesa meira
Vilja þrengja upplýsingalög í Hollandi

Vilja þrengja upplýsingalög í Hollandi

Ríkisstjórnin í Hollandi hefur nú uppi áform um að takmarka gildi upplýsingalaganna þar í landi, sem ganga undir nafninu WOB eða lög um fresli til upplýsinga. Á grundvelli laganna hafa blaðamenn, fræðimenn og almenningur getað óskað eftir gögnum úr stjórnkerfinu með nokkuð víðtækum hætti og mun víðtækari en t.d. hér á Íslandi. Fyrir vikið hafa á umliðnum misserum komið fram fréttir og uppljóstranir m.a. um kostnað vegna hollensku konungsfjölskyldunnar, risnukostnað ráðherra og innrásina í Írak. Ríkisstjórnin fullyrðir nú að blaðamenn séu a misnota þessa löggjöf og vill fá heimildir til að hafna óréttmætum beiðnum um upplýsingar, og að þurfa ekki að birta gögn af lokuðum fundum og að sett verði ýmis skilyrði fyrir því hvernig upplýsingar eru notaðar og viðurlög við ólöglegri notkun geti verið allt að árs fangelsi. Blaðamenn og fleiri eru slegnir yfir þessum hugmyndum og benda á að lagabreytingarnar muni gera fjölmiðlum og fræðimönnum erfitt fyrir ef ekki ógerlegt að veita stjórnvöldum það aðhald sem eðlilegt og nauðsynlegt er. Hér má sjá myndband frá Aðþjóðadeild hollesnka útvarpsins.
Lesa meira