Fréttir

Frá fundi sendinefndar IFJ og allsherjarþingsins á föstudag

Átak gegn ofbeldi gegn blaðamönnum til Sþ

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) tók nú fyrir helgi fyrsta skrefið í nýrri herferð sem beint er að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem barist er fyrir auknu öryggi fjölmiðlafólks og gegn ofbeldi gegn blaðamönnum. Sendinefnd á vegum IFJ undir forustu Jom Boumelha, forseta samtakanna, hitti á föstudag foseta allsherjarþingsins, Nassir Abdulaziz Al-Nasser frá Quatar, til að undirbúa og upplýsa forustu þingsins um þessar áhyggjur. Þess má geta að nýlega birtust fréttir um að minnst 70 fjölmiðlamenn hafi verið drepnir í vinnunni á fyrri hluta þessa árs, en það er met. Herferðin byggir á tillögum sem settar voru fram á fundi ýmissa manntréttindahópa og samtaka um tjáningarfrelsi sem þinguðu í Doha, höfuðborg Quatar, í janúar á þessu ári. Nassir Abdulaziz Al-Nasser forseti þingsins mun síðana dreifa þessum tillögum til hinna 193 þjóða sem eiga aðild að allherjarþinginu. Jim Boumelha, sagði á föstudag að dráp og ofbeldi gegn fjölmiðlamönnum færðust enn í aukana í heiminum og þrátt fyrir að til staðar séu ýmsar samþykktir og alþjóðleg mannréttindaákvæði, lög og reglur, og alþjóðasamningar ríkisstjórna um aðgerðiðr þá sé slíkt einfalega hunsað af ríkisstjórnum víða um heim. Undir þetta tók svo forseti allsherjarþingsins á blaðamannafundi eftir fundinn en þá sagði Nassir Abdulaziz Al-Nasser að það væri „óásættanlegt að blaðamenn væri myrtir á hverju ári og morðingjarnir væru ekki sóttir til saka.“ Sjá einnig hérSjá tillögurnar hér
Lesa meira

Vel heppnuð skemmtun fjölmiðlakvenna

Skemmtun Félags fjölmiðlakvenna í gærkvöldi þótti takast mjög vel. Sjá má umfjöllun um skemmtunina hér.
Lesa meira
Tilkynning

Vel heppnuð skemmtun fjölmiðlakvenna

Skemmtun Félags fjölmiðlakvenna í gærkvöldi þótti takast mjög vel. Sjá má umfjöllun um skemmtunina hér.
Lesa meira
Mælanleg notkunargjaldskrá hjá Die Welt

Mælanleg notkunargjaldskrá hjá Die Welt

Útgáfufyrirtækið sem gefur út Die Welt í Þýskalandi –útgáfurisinn Axel Springer – vonast til að ný „mælanleg notkunargjaldskrᓠ(Metered paywall) muni gefa tóninn fyrir það hvernig rukkað verði fyrir aðgang að ritstjórnarefni almennt á netinu í framtíðinni. Þessi mælanlega notkunargjaldskrá er nú í þróun og verið að útbúa ýmsa þætti í gjaldtökunni, að sögn Christoph Keese forstöðumanns upplýsingasviðs Axel Springer sem greindi frá þessu á fundi World Editors Forum í vikunni. Reiknað er með að innleiða gjaldtökuna síðar á þessu ári eða snemma á því næsta. Í mælanegri notkunargjaldskrá felst að lesendur geta notað sé ákveðinn kvóta af efni á mánuði án endurgjalds – líkt og New York Times hefur verið að gera – en misjafnt verður eftir því hvaða efni notað er hversu mikið er hægt að skoða endurgjaldslaust. Þannig mun t.d. efni sem byggir á upplýsingum úr samfélagsmiðlum ekki telja inn í kvóta. Einnig felst í þessu að Axel Springer getur kortlagt neyslu og lestrarmynstur lesenda sinna mun nákvæmar en til þessa. Sjá einnig hér
Lesa meira
Davit Isaac í sjónvarpsviðtali árið 2001, skömmu áður en hann var handtekinn.

4000 dagar í fangelsi!!

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gekk í gær formlega til liðs við baráttuátak Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) fyrir því að blaðamenn í Eritreu yrðu látnir lausir. Þar á meðal er blaðamaðurinn og sænski ríkisborgarinn Dawit Isaac. „Í dag er er Dawit Isaac búin að vera 4000 daga í fangelsi, og hann er aðeins eitt af mörgum fórnarlömbum kúgunar stjórnvalda í Eritreu á sjálfstæðri fjölmiðlun frá 2001,“ segir Arne König, forseti EFJ og samlandi Dawits. „Á þessum skelfilegu tímamótum viljum við nota tækifærið til að krefjast lausnar hans og að minnsta kosti 17 annarra blaðamanna sem eru í haldi í landinu um þessar mundir við skelfilegar aðstæður og án alls tillits til grundvallarréttinda þeirra,“ segir König ennfremur. Samkvæmt upplýsingum frá IFJ hafa að minnsta konsti 18 blaðamenn verið í fangelsi í Eritreu án dómsmeðferðar síðan 2001 og er Dawit Isaac einn þeirra en hann hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, í Eritreu og Svíþjóð. Hann var í landinu að aðstoða við að koma á fót fyrsta sjálfstæða dagblaðinu, Setit, þegar hann var tekinn fastur. Frá því hann var handtekinn hafa mjög takmarkakðar fréttir fengist af ástandi hans og fjölskyldu hans hefur verið neitað um að koma í heimsókn. Nýlegar fréttir frá Eritreu benda til að einhverjir þeirra 18 blaðamanna sem í haldi hafa verið séu látnir, en þetta mátti skilja af ummælum embættismanna fyrir nokkru, en engin nöfn voru þó nefnd og engar frekari upplýsingar gefnar. Í þessari viku hafa sænskir fjölmiðlar skipulagt átak á Facebook og Twitter til stuðnings Dawit Isaac undir yfirskriftinni „#fyratusen“ (#fjögurþúsund) og vísar nafnið til lengdar fangavistar hans. Fólk er beðið um að segja hvað það hefur vrið að gera síðustu 4000 daga! Um Davit Isaac
Lesa meira
Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mynd: mbl.is

Segja RÚV gagna gegn þjónustuhlutverki sínu

Allir 10 þingmenn Suðurkjördæmis hafa sent þeim Páli Magnússyni og Óðni Jónssyni bréf þar sem þeir óska eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að segja upp verktakasamningi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttaritara á Suðurlandi og draga þannig úr fréttaþjónustu á svæðinu. Er það skoðun þingmannanna að með þessu sé RÚV að gagna gegn þjónustuskyldum sínum á svæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Sunnlenska.Þess má geta að stjórnmálamenn á Alþingi töldu RÚV einnig vera að ganga gegn þjónustuhlutverki sínu á landsbyggðinni fyrir nokkrum misserum þegar svæðisútvörpin voru aflögð. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Fjölmiðlakonur hittast

Kæru fjölmiðlakonur. Loksins er komið að því að halda partý. Takið laugardaginn 8. september frá. Nánar síðar. Stjórnin
Lesa meira
Prentmiðla skyldi ekki að vanmeta

Prentmiðla skyldi ekki að vanmeta

Larry Kilman, talsmaður Alþjóðlasambands dagblaða og útgefenda (WAN-IFRA) sagði á ársþingi samtakanna í Kiev í vikunni að menn skyldu varast að gera of lítið úr mikilvægi prentmiðla í þeirri umbyltingu sem er nú á fjölmiðlamarkaði. Um 2,5 milljarðarðar manna lesa prentaðar dagblaðafréttir daglega á sama tíma og „aðeins“ um 600 milljónir lesa dagblað fréttir á netinu. Útbreiðsla dagblaða á heimsvísu er líka að aukast, og í fyrra jókst hún um 1,1%. Hins vegar er þróunin nokkuð skýr og notendum netútgáfa dagblaða fjölgar hratt. Áskorunin sem blasir við dagblöðum á netinu er að fjölga tíðni heimsókna og ákafa fólks í að skoða fréttasíðurnar, en samkvæmt skýrslu WAN-IFRA virðist áhugaleysi almennings á fréttasíðum vera vandamál þegar þetta er skoðað í alþjóðlegu samhengi. Fram kemur að þetta „áhugaleysi“ (e. "lack of intensity“) á netfréttum hái rekstrarlegum forsendum þessarar tegundar miðlunar. Bæði birtist þetta í því að auglýsendur vilja síður auglýsa og eins hafa lesendur ekki verið áfjáðir í að kaupa aðgang að slíkum síðum. Þannig kom aðeins um 2.2% auglýsingatekna dagblaða á heimsvísu frá netútgáfum á síðasta ári samkvæmt skýrslu WAN-IFRA, en skýrslan byggir á gögnum frá 76 löndum. Sjá meira hér
Lesa meira
Úr Aftenposten. Mynd:Journalisten

Málaði Aftenposten sig út í horn?

„Aftenposten málar sig út í horn“, segir í fyrirsögn á umfjöllun á vefsíðu norska Blaðamannafélagsins. Tilefnið er umræða um tengsl auglýsinga og ritstjórnarefnis og hvað felist í raun og veru í hugmyndinni um sjálfstæði ritstjórna. Tilefnið er að í húsnæðisblaði eða kálfi Aftenposten fyrir nokkru er verið að fjalla um helstu strauma og stefnur varðandi sólpalla og þar er m.a. verið að fjalla um hvernig best sé að mála þá. Allar myndirnar sem notaðar eru eru fengnar frá málningarframleiðendunum Norsjöog Jotun. Hins vegar segir ekkert um slíkt í blaðinu.Á almannatengsladeildum þessara fyrirtækja fengust hins vegar þær upplýsingar að þar sé hægt að fá margar myndir, sem séu öllum frjálsar til afnota svo framarlega sem tekið sé fram hvaðan þær koma og nafnið og númerið á litunum sem eru á myndunum sé nefnt. Í Aftenposten var stundum tekið fram nafnið á litunum en ekki númerið og ekki tekið fram að myndirnar væru frá viðkomandi fyrirtækjum þó vörumerkin væru tekin fram í texta. Fréttastjóri á Aftenposten, Ole Erik Almlid, segir að um þjónustugrein á forsendum ritstjórnarinnar sé að ræða og engin hagsmunatengsl séu við málningafyrirtækin. Framkvæmdatstjóri norska Blaðamannafélagsins, Per Edgar Kokkvold segir að vissulega sé þetta ekki stórt mál og í raun ekkert því til fyrirstöðu að nota myndirnar frá málningafyrirtækjunum. Hins vegar horfi málið öðruvísi við þegar verið sé að nota myndirnar gegn ákveðnum skilyrðum, t.d. um að birta nöfn lita og númer og hver framleiðandinn sé. Kokkvold segist sjálfur hafa hafnað því að nota myndirnar gegn þessum skilyrðum ef hann hefði verið í stóli ritstjóra, en í grunninn snúsist þetta um sjálfstæði ritstjórna og tengslin við hagsmunaaðila. Vandinn sé að á tímumum niðurskurðar og sparnaðar séu menn e.t.v. tilbúnari en ella að feta slóðir sem þeir annars myndu ekki fara. Þessi umræða í Noregi er áhugaverð í ljósi íslenskra aðstæðana, þar sem fjölmiðlar glíma líka við aðhald og sparnað en eru samhliða að skrifa neytendavænar þjónustufréttir. Mörkin eru ekki alltaf skýr og spyrja má hvort sambærilegt atvik og þetta í Noregi hefði vakið upp svipaða umræðu á Íslandi? Sjá einnig hér
Lesa meira

Fjölmiðlakonur- takið laugardaginn frá!

Kæru fjölmiðlakonur. Loksins er komið að því að halda partý. Takið laugardaginn 8. september frá.Stjórnin
Lesa meira