Fréttir

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Brýnt erindi eða ljótur jakki?

“Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki?” er yfirskrift erindis sem Guðbjörg Hildur Kolbeins mun flytja á fundi hjá Femínistafélagi Íslands nú á fimmtudaginn,1. nóvember. Erindið fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í kosningabaráttu og hlutfall kynjanna í kosningaumfjöllun fjölmiðla. Hin óvenjulega yfirskrift er sótt í umræðu sem orðið hefur um grænan jakka sem Angela Merkel klæddist í sumar og vakti mikla athygli. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti 5 og hefst kl. 20:00 Sjá einnig hér
Lesa meira
Fjölmiðlar breyttust eftir hrun

Fjölmiðlar breyttust eftir hrun

„Breyttust fjölmiðlar eftir hrun?“ Þetta er spurning sem þær Valgerður Anna Jóhannsdóttir umsjónarmaður meistaranáms í Blaða- og fréttamennsku við HÍ og María Elísabet Pallé svöruðu í erindi á Þjóðarspegli fyrir helgi. Erindið byggði á meirstararitgerð Maríu. Í stuttu máli er svar þeirra já, fjölmiðlar breyttust eftir hrun hvað varðar umfjöllun þeirra um bankana. Rannsóknin byggði á því að bera saman umfjöllun árið 2011 við það sem var á árunum 2006-2008 en í fylgiriti með Rannsóknarskýrslu Alþingisvar gerð grein fyrir rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um fjármálastofnanir fyrir hrun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ritstjórnir prentmiðla hafi gefið þessum fréttaflokki meira vægi á árinu 2011 heldur en á árunum 2006-2008 þar sem þess konar fréttir birtast hlutfallslega oftar á forsíðum og eru burðarfréttir á innsíðum. Sjálfstæð efnisöflun og greinandi umfjöllun hefur einnig aukist hlutfallslega milli tímabilanna sem borin voru saman. Niðurstöðurnar benda til þess að vinnubrögð prentmiðla hafi tekið jákvæðum breytingum eftir hrun íslenska fjármálakerfisins árið 2008. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mannrétt

Staða íslenskra blaðamanna styrkist

Eiríkur Jónsson, formaður Fjölmiðlanefndar segir að nýlegur sýknudómur Hæstaréttar í máli gegn blaðamanni DV, sé til marks um að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu í sumar sé farinn að hafa áhrif og búast megi við að tjáningarfrelsi aukist í kjölfarið. Eiríkur var annar tveggja framsögumanna á síðdegisfyrirlestri LOGOS á dögunum þar sem fjallað var um áhrif dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum íslenskra blaðakvenna gegn ríkinu.  Eiríkur segir að dómar Mannréttindadómstólsins og nú fjölmiðlalög styrki stöðu íslenskra blaðamanna. Sjá frétt RÚV um málið hér
Lesa meira
Óhlutdrægir áhorfendur

Óhlutdrægir áhorfendur

Á Þjóðarspegli, ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísidnum, sem haldin er í HÍ í dag kynnir Guðbjörg Hildur Kolbeins forniðurtöður úr rannsókn sem gerð var meðal íslenskra blaðamanna í vor. Rannsóknin kannaði meðal annars  ýmiselgt varðandi   siðferði og  starfsumhverfi íslenskra blaða- og fréttamanna  og er þetta hluti af  84 landa samanburðarrannsókn.  Niðurstöður sýna að íslenskir blaða- og fréttamenn telja mikilvægt fyrir starf sitt að vera óhlutdrægir áhorfendur sem skýri og greini frá atburðum líðandi stundar, segi frá hlutunum eins og þeir eru og sem leyfi fólki að koma skoðunum sínum á framfæri.  Í útdrætti af erindi sínu segir Guðbjörg Hildur það vekja athygli að tæplega átta af hverjum tíu þátttakendum sögðu að sjálfsritskoðun hefði nokkur, töluverð eða mjög mikil áhrif á starf sitt. Enn fremur telja þeir að aðgangur að upplýsingum, aðgangur að auðlindum til fréttaöflunar (mannafla, fjármagni og tíma) og tímamörk hafi mestu áhrifin á störf sín en að áhrif skipulagsheildarinnar (eigenda og stjórnenda) séu lítil. Forniðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á svörum 179 blaða- og fréttamanna en í þýðinu voru 350 manns. Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur, á pappír eða með netkönnun, vorið 2012. Málstofan umþróun fjölmiðla hefst kl 15:00 í Aðalbyggingu 225
Lesa meira
Frá verðlaunaafhendingunni.F.v. Asmaa al-Ghoul, Khadija Ismayilova og Zubeida Mustafa. Reeyot Alemu …

Hugrakkar blaðakonur

Pistlahöfundurinn Reeyot Alemu, sem var fangelsuð á grundvelli umdeildra hryðjuverkalaga í Eþíópíu, rannsóknarblaðakonan  Khadija Ismayilova  sem starfar í útvarpi í Aserbaijan og hefur mátt búa við stöðugar hlernir og njósir m.a. á heimili sínu, og palestínski bloggarinn og sjálfstætt starfandi blaðakonan , Asmaa al-Ghoul,  sem hefur verið  barin og pínd fyrir að flytja fréttir af mótmælum á Gaza, fá allar viðukenninguna „Hugrekki í blaðamennsku“ sem  samtök kvenna í fjölmiðlum, Women's Media Foundation, veita.   Við verðlaunaafhendinguna í  New York í fyrradag var hinni sjötugu pakistönsku blaðakonu Zubeida Mustafa einnig veitt viðurkenning fyrir ævistarf sitt. Hún var fyrsta konan sem starfaði í hefðbundnum fjölmiðlum í Pakistan og hún vann alla tíð ötullega að því að greiða fyrir og breyta ráðningarmálum á fjölmiðlum í því skyni að fjölga konum. Sjá meira hér og einnig hér
Lesa meira
Til varnar blaðamennsku í Tyrklandi

Til varnar blaðamennsku í Tyrklandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambands blaðamanna hefur ákveðið að hið árlega átak  „Til varnar blaðamennsku“, sem jafnan fer fram þann 5. nóvember, verði helgað áframhaldandi báráttu fyrir því að frelsa tyrkneska blaðamenn úr fangelsi.  Framkvæmdastjórnin segir að þrátt fyrir að ástandið í Tyrklandi sé hugsanlega að versna og þrýstingur á blaðamenn og aðra gæslumenn mannréttinda sé að aukast, þá hafi komið fram ákveðin merki um að átak EFJ og aðildarsamtaka þess um að „ættleiða“ tyrkneskan blaðamann hafi borið árangur. Margir hinna „ættleiddu“ blaðamanna hafa verið látnir lausir þó svo að enn eigi raunar eftir að rétta í máli margra þeirra. Þessar fréttir hafa ýtt undir frekari  aðgerðir af hálfu EFJ í Tyrklandi. Líkt og fyrir tveimur árum hefur EFJ nú hvatt aðildarfélög sín og félaga þeirra til að senda bréf til tyrkneskra sendiráða vítt um Evrópu og beina þannig athyglinni að þessu vandamáli og er hægt að nálgast form fyrir bréfið á heimasíðu EFJ hér.  Síðan mun EFJ, daginn eftir baráttudaginn sjálfan (sem er 5. nómvember) –  eða þann 6. nóvember, standa fyrir aðgerðum utan við Evrópuþingið. Þetta mun gerast að afloknu málþingi sem Evrópuþingið er mun standa fyrir um fjölmiðlafrelsi, þar sem Arne König forsti EFJ verður meðal ræðumanna. Þá hyggjast félagar úr EFJ og aðildarfélögum þess standa fyrir utan þingið og dreifa plaggi sem þeir kalla „Arrested Gasette“ sem þýða mætti sem hin „Handteknu tíðindi“. Í því dreifibréfi verða birtir útdrættir úr ýmsum skrifum þeirra blaðamanna sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi. Hér má sjá á ensku hin „Handteknu tíðindi“
Lesa meira
Tilkynning

Launakönnun BÍ af stað

Blaðamannafélag Íslands hefur undanfarin ár gert reglulega launakönnun á meðal fastráðinna félaga í BÍ. Nú er ein slík könnun í bígerð og munu blaðamenn á næstunni fá senda slóð á vefsvæði þar sem þeir geta svarað könnuninni. Könnunin er gerð af fyrirtækinu Intellecta sem er sérhæft í gerð slíkra kannana. Tryggt er að svör eru ekki rekjanleg til einstaklinga eða einstakra vinnustaða og sér Intellecta alfarið um að vinna úr svörunum og skila niðurstöðum til félagsins. Afar mikilvægt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo raunsönn mynd fáist af kjörum félagsmanna og samninganefndin geti haft niðurstöðurnar til samanburðar við aðrar upplýsingar sem eru til um kjör í stéttinni og hver þróunin hefur orðið frá því síðasta könnun var gerð fyrir þremur árum síðan. Hvert og eitt ykkar fáið einnig mikilvægar upplýsingar í hendurnar um það hvað verið er að greiða öðrum í sambærilegum störfum og með sambærilegan bakgrunn hvað varðar menntun, reynslu og ábyrgð.
Lesa meira
Tilkynning

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill HÍ

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill í HÍ: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir og Þorbjörn Broddason: "Hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu". Andri Már Sigurðsson: "Adapt or die: Media innovations and the erosion of media boundaries". María Elísabet Pallé og Valgerður Anna Jóhannsdóttir: "Breyttust fjölmiðlar eftir hrun? Umfjöllun prentmiðla um fjármálastofnanir". Guðbjörg Hildur Kolbeins: "Siðferði og starfshættir íslenskra blaða- og fréttamanna"   Sjá nánar: http://www.fel.hi.is/sites/fel.hi.is/files/dagskra_2012_rod2.pdf
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélagsins

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélags Íslands verður haldinn 8. nóvemberl nk. kl. 20.00 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23.  Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skipun stjórnar og lagabreytingar ef einhverjar tillögur koma fram. Einnig verður farið yfir greinargerð frá nefnd vegna sýningarinnar og svo önnur mál.
Lesa meira
Nýtt vefsetur Blaðamannafélagsins

Nýtt vefsetur Blaðamannafélagsins

Eins og lesendur press.is hafa séð hefur vefsetri Blaðamannafélagsins verið gjörbreytt og það endurnýjað frá grunni. Breytingarnar hafa staðið yfir í talsverðan tíma og á að vera tryggt að allt sem máli skiptir af gamla vefnum hafi flust yfir á nýja vefinn. Markmiðið með breytingunum var að gera vefinn einfaldari og skýrari og þar með auðvelda fólki að finna hina einstöku þætti sem vefurinn hefur að geyma. Samhliða hefur verið bætt við ýmsum nýjungum og munar þar trúlega mest um nýjan orlofsvef sem tekur gamla kerfinu langt fram að öllu leyti. Á nýja vefnum geta félagsmenn þannig sjálfir séð hver staðan er á útleigu orlofshúsa, hvað er laust og hvað ekki, og síðan pantað hús eða bústað eftir atkvikum á vefnum. Einnig eru ýmsar aðrar upplýsingar mun aðgengilegri á þessum vef en þær voru áður. Áfram verður félagið að sjálfsögðu með viðveru á samfélagsmiðlum og auðveldara á nú að vera að deila upplýsingum af press.is á slíkum miðlum en áður.  Það er von  stjórnar og forustu B.Í. að þessar breytingar falli félagsmönnum vel í geð og að þær verði til þess að gera upplýsingagjöf og upplýsingastreymi enn skilvirkara en áður.      
Lesa meira