Fyrsta lit-kvikmyndin komin fram

Úr kvikmyndinni
Úr kvikmyndinni

Breska fjölmiðlasafnið (National Media Museum) í Bradford á Englandi upplýsti í síðustu viku um að fundist hefði fyrsta litkvikmyndin sem gerð var í heiminum og hafði hún þá verið endurnýjuð þannig að hægt var að sýna hana – um 110 árum eftir að hún var búin til. Myndin var tekin einhvern tíma á á bilinu 1901-1902 af breska ljósmyndaranum Edward Turner, en hann fann upp flókna þriggja lita samsetningu, löngu áður en Tecnicolor náði augum áhorfenda. Turner þessi dó skyndilega aðeins 29 ára gamall árið 1903, en ann notaði þá aðferð að mynda í gegnum filtera sem voru rauðir, grænir og bláir og setti svo myndirnar saman hverja ofna á aðra til að ná fram litum. Hér má lesa meira um málið.

En með því að smella á "meira" er hægt að skoða video frá safninu þar sem sýnd eru brot úr myndinni og upplýsingar um endurgerð hennar. Myndin verður sýnd í heild á safninu frá og með morgundeginum.

Hér má sjá kynningarmynd frá Breska fjölmiðlasafninu