Rúnar Pálmason fær fjölmiðlaverðlaun

Rúnar tekur við verðlaununum frá Svandísi Svavarsdóttur unhverfisráðherra.
Rúnar tekur við verðlaununum frá Svandísi Svavarsdóttur unhverfisráðherra.

Rúnar Pálmason blaðamaður á Morgunblaðinu fékk í gær, á degi íslenskrar náttúru, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir umjöllun sína um utanvegaakstur og umgengni við náttúru Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Með skrifum sínum hefur hann vakið athygli á skemmdum sem unnar hafa verið með utanvegaakstri víða um landið, bæði á hálendi Íslands og á láglendi. Má þar nefna ítrekaða umfjöllun um utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi og á hálendinu norðan Vatnajökuls; hann hefur fjallað um skemmdir sem unnar hafa verið með torfæruakstri á fjöllum og útivistarsvæðum í nágrenni Reykjavíkur, á láglendi sunnanlands og víðar."

Aðrir sem voru tilnefndir til verðlaunanna voru tímaritið Fuglar fyrir umfjöllun um fugla í náttúru Íslands og Herdís Þorvaldsdóttir fyrir heimildamynd sína „Fjallkonan Hrópar á vægð". Í dómnefnd sátu María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir.

Sjá meira hér