Fréttir

Uppsagnir á El Pais vekja hörð viðbrögð

Uppsagnir á El Pais vekja hörð viðbrögð

Efnahagserfiðleikarnir á Spáni hafa ekki látið fjölmiðla þar ósnortna og nú hefur verið tilkynnt að stærsta blað landsins, El Pais, muni skera niður hjá sér þriðjung stöðugilda og lækka laun yfir línuna í tilraun til að mæta þeim erfiðleikum sem blaðið stendur frammi fyrir. Starfsfólkið hefur risið upp í mótmælaskyni og hefur samþykkt nær einróma ályktun og veitt verkfallsnefnd strfsmanna heimild til að boða vinnustöðvun. Blaðið er hluti af fjölmiðlasamsteypunni Prisa Media Group og í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í vikunni kemur fram að fækkað verður um 149 starfsmenn, þar af verður 128 beinlínis sagt upp og 28 fara á eftirlaun fyrir tímann. Þess utan mun allt starfsfókl taka á sig 15% launalækkun. Viðbrögð starfsmanna beinast ekki síst að formanni stjórnar og eins aðaleiganda Prisa Media Group, Juan Luis Cebrian, en samkvæmt ársreikningum má sjá að hann hefur geitt sér arð af fyrirtækinu á umliðnum árum sem nemur um 13 milljónum evra. Nú segir fólkið að kominn sé tími til að setja eitthvað af þessu fé aftur inn í fyrirtækið.Sjá einnig hér
Lesa meira
ESB og íslensk stjórnsýsla

ESB og íslensk stjórnsýsla

Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi viðFélag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu bjóða til málþings sem blaðamenn kynnu að hafa áhuga á. Málþingið hefur yfirskriftina: „Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla:Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands að sambandinu á íslenskar stofnanir og sveitarfélög?“ Málþingi verður haldið fimmtudaginn 18. okt kl. 12-14:15 á Grand hótel Reykjavík. Þátttökugjald kr. 5400.-hádegisverður innifalinn. Dagskrá: 1. Setning og opnunarávarp. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga. 2. Dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu. Umbætur í stjórnsýslu Króatíu í tengslum við inngöngu landsins í ESB. 3. Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Evrópuvæðing íslenskrar stjórnsýslu - samanburður við hin Norðurlöndin. Kynning á niðurstöðum rannsóknar. 4. Frá sjónarhóli sveitarfélaga Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 5. Frá sjónarhóli ríkisstofnana Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Eftir framsögur verða panelumræður með frummælendum og með þátttöku Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og aðalsamningamanns vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB. Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Evrópusamruninn hefur haft afgerandi áhrif á þróun íslensks samfélags í gegnum aðildina að Evrópska efnahagsvæðinu á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Ísland gerðist aðili að EES. Það á ekki síst við um starfsemi og áherslur íslenskrar stjórnsýslu og opinberra stofnana á báðum stjórnsýslustigum. Umsóknarferli Íslands að sambandinu mun hafa í för með sér breytingar á stjórnsýslunni og þá ekki síður kjósi Ísland að ganga í Evrópusambandið. Á fundinum verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1. Að hvaða leyti hefur EES samningurinn, innleiðing regluverks ESB í íslensk lög og umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á og leitt til breytinga á áherslum og verkefnum íslenskrar stjórnsýslu, hjá ríki, sveitarfélögum og opinberum stofnunum? 2. Hefur það leitt til framfara fyrir starfsemina og málaflokkinn eða haft neikvæð áhrif á þróun starfsins? 3. Hver er reynsla Norðurlandanna? 4. Hver er reynsla ríkis sem fær væntanlega aðild að ESB á næsta ári? Frummælendur eru dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu, en hún hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á að skoða umbætur í opinberri stjórnsýslu í Króatíu í tengslum við aðildarumsókn landsins að ESB. Þá mun dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ fjalla um niðurstöður umfangsmikillar samanburðarrannsóknar um Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar á Norðurlöndum. Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun síðan ræða efnið f rá sjónarhóli sveitarfélaga og Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar frá sjónarhóli stofnana sinna. Eftir framsöguerindi verða pallborðsumræður með þátttöku frummælenda, en auk þeirra mun Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið taka þátt í pallborði og bregðast við erindum. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs er Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Dr. Anamarija Musa sem er sérstakur gestur ráðstefnunnar er kennari við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stjórnsýslulögum og opinberri stjórnsýslu m.a. með áherslu á Evrópufræði og evrópska stjórnhætti. Hún hefur tekið þátt í mörgum evrópskum verkefnum á sínu rannsóknarsviði og skoðað m.a. Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar í Króatíu í tengslum við umsókn landsins að ESB og ritað fjölda greina og bókakafla um þessi efni.
Lesa meira
Argentína: Blaðamennskan verður fórnarlambið

Argentína: Blaðamennskan verður fórnarlambið

Í stórfelldum átökum stjórnvalda og stórra fjölmiðlafyrirtækja í Argentínu er það blaðamennskan sjálf sem er stærsta fórnarlambið, segir í nýrri skýrslu samtakanna „Nefnd til verndar blaðamönnum“. Hér er fyrst og fremst um að ræða átök milli forseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner annars vegar og svo fjölmiðlarisans Grupo Clarin sem m.a. á stærsta og útbreiddasta blað landsins, Clarin. Í Argentínu eru engar formlegar reglur um það hvernig á að dreifa eða koma á framfæri opinberum upplýsingum og þetta hafa stjórnvöld nýtt sér óspart og geðþótti og umbun og refsing af hálfu stjórnvalda getur ráið því hverjir fá hvaða upplýsingar. Sumum miðlum er hyglað en aðrir verða útundan og þetta skapar mjög erfiðar aðstæður í landinu til að vinna á faglegum grundvelli. Samkvæmt skýrslunni þá er ástandið hvað erfiðast fyrir smæri svæðisbundna og staðbundna miðla. Sjá einnig hér
Lesa meira
Fallið frá þaki á styrki til einstakra blaða í Noregi

Fallið frá þaki á styrki til einstakra blaða í Noregi

Útgefendur og starfsfólk á blöðum Dagsavisen og Vårt Land í Noregi anda nokkuð léttar í dag því nýr menningarmálaráðherra, Hadia Tajik, hefur ákveðið að gera breytingar á tillögum um fjölmiðlastyrki og falla frá því að setja þak á styrkveitingar til einstakra blaða. Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni áður þá er hugmyndin um að auka styrki til fjölmiðla í landinu um 440 milljónir íslenskra króna, en á móti voru uppi hugmyndir að setja 40 milljón nkr. þak á styrki til einstakra miðla. Hæstu styrkþegarnir í fyrra voru blöðin Dagsavisen og Vårt Land en bæði þessi blöð eru talin hafa mikið gildi fyrir samfélgsumræðuna í landinu og hafa mikið vægi sem slík. Í fyrra voru þau með 38,7 milljónir og 40,1 milljón nkr. í styrki og hefði því lent uppi í þakinu nú. Það sem e.t.v. er áhugavert fyrir Íslendinga að skoða í þessu samhengi er upphæð styrkjanna sem veittir eru til að varðveita fjölbreytni og fjölræði hjá nágrönnum okkar. Þakið sem nú hefur verið fallið frá nemur 880 milljónum króna á miðlil. Heildar beinir styrkir til dagblaða í Noregi námu í fyrra um 6 milljörðum króna. Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá mótmælum í Túnis í fyrra, hluta af

Blaðamenn ofsóttir í Túnis

Í yfirliti frá samtökunum Fréttamenn án landamæra sem sent var út í gær kemur fram að meira en 130 dæmi eru um alvarlegar árasir á prentfrelsi fjölmiðla í Túnis það sem af er þessu ári. Þar af eru 84 tilvik þar sem um era ð ræða beinar líkamsárásir á blaðamenn. Að sögn Oliviu Grey talsmanns samtakanna í Túnis eru að jafnaði um þrjár árásir af þessu tagi í viku hverri. “Vorið” sem fylgdi því að einræðisherrann Zine El Abidine Ali var rekinn frá völdum í janúar 2011 hefur m.a. birst í því að blaðamenn hafa orðið skotmark jafnt lögreglu sem mótmælenda, einkum róttækra islamista sem segja siðspillingu samofna fréttaflutningi blaðamanna. Fulltrúar stjórnvalda segja hins vegar að hreinsa þurfi til í blaðamannastétt og losna við leynilega stuðningsmenn fyrri stjórnvalda. Sjá einnig hér
Lesa meira
Milljarður á Facebook!

Milljarður á Facebook!

Í gær tilkynnti Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook að milljarður manna væri nú að nota Facebook á mánuði hverjum. Það er gríðarlega mikilvægur áfangi fyrir fyrirtækið sem hefur verið í ólgusjó undanfarið vegna ýmissa mála. Mark Zuckerberg skrifaði á eftirfarnadi á vegg sinn í gær: „Í dag er meria en milljarður manna að nota Faacebook í hverjum mánuði. Ef þú er að lesa þetta: takk fyrir að sýna mér og mínu litla liði þann heiður að fá að þjóna þér. Það að aðstoða milljarð manns við að tengjast er stórkostlegt, og gerir mann auðmjúkan og þetta er það sem ég er stoltastur af í lífi mínu. Ég er staðráðinn í að nota hvern dag til að gera Facebook enn betra fyrir þig og vonandi tekst okkur í sameiningu einhverntíma að tengja saman restina af heiinum.“ Nú í morgun voru komin tæplega 31 þúsund like á þetta. Sjá hér
Lesa meira
Fréttamynd ársins og Mynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár. Myndina tók Daníel R…

Ljósmyndakeppni fyrir atvinnumenn

Ljósmyndurum gefst nú tækifæri til að taka þátt í Ljósmyndasamkeppni Canon & Nýherja í samstarfi við Blaðaljósmyndarafélag Íslands, Ljósmyndarafélag Íslands og Félag íslenskra samtímaljósmyndara. Um er að ræða ljósmyndasamkeppni fyrir atvinnuljósmyndara þar sem keppt verður í alls fimm flokkum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir bestu ljósmyndina úr öllum flokkunum. Þátttökurétt hafa félagsmenn í fyrrgreindum félögum auk annarra starfandi atvinnuljósmyndara. Myndir verða að hafa verið teknar á tímabilinu 6. ágúst 2011 – 19. október 2012 og verða bestu myndirnar valdar inn á sýningu sem stefnt er á að halda í lok nóvember. Í verðlaun fyrir sigurvegara í hverjum flokki er Canon EF 40mm f/2.8 STM linsa. Auk þess fær sigurvegarinn fyrir Bestu myndina inneign í Verslun Nýherja að upphæð 80.000 kr. Flokkarnir eru eftirfarandi: Hreyfing & hraðiFangaðu augnablikið, hvort sem er á sviði íþrótta, náttúrulífs og alls þess þar sem hreyfing og hraði kemur fyrir. PortrettSýndu eðli manna, dýra og hluta. LandslagStaður, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Iðnaðar- og auglýsingamyndirLjósmynd sem sýnir framsetningu, framleiðslu, vörur og þjónustu í víðum skilningi. Opinn flokkurAllt annað sem dómnefnd dettur ekki í hug. Besta myndin Reglur eru eftirfarandi: · Þátttökurétt hafa félagsmenn í fyrrgreindum félögum auk annarra starfandi atvinnuljósmyndara. · Ljósmyndin þarf að vera tekin frá 6. ágúst 2011 – 19. október 2012. · Hver ljósmyndari má senda inn að hámarki 10 ljósmyndir. Seríur mega innihalda að hámarki átta ljósmyndir og reiknast serían sem ein mynd. · Skila þarf inn ljósmynd í fullri upplausn (JPEG 8 í 300dpi) á netfangið canon@nyherji.is fyrir lok 19. október 2012. · Heimilt er að vinna myndir í tölvu en meiriháttar breytingar eru ekki heimiliðar. Dómnefnd áskilur sér rétt til að meta það hverju sinni. Óskað er eftir upplýsingum um vinnuferli ljósmyndar í slíkum tilfellum. HDR ljósmyndir eru leyfðar. · Ljósmyndari skal senda inn stuttan texta um sig og sína ljósmyndun sem og um hverja mynd sem hann/hún sendir í keppnina. · Canon og Nýherji áskilja sér rétt til að birta myndir úr keppninni, í tengslum við hana og á sýningu í tengslum við keppnina. Dómnefnd skipa Hallgerður Hallgrímsdóttir, ljósmyndari og fulltrúi FÍSL, Mats Wibe Lund, ljósmyndari og fulltrúi Ljósmyndarafélags Íslands, og Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari og fulltrúi Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Starfsmaður dómnefndar er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon neytendavara hjá Nýherja.
Lesa meira
Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari fréttauppspretta fyrir blaða- og fréttamenn í Bandaríkjunum , samkvæm nýrri könnun frá PEW rannsóknarmiðstöðinni. Ekki er ástæða til að ætlað að þessu sé öðru vísi farið annars staðar í hinum vestræna heimi. Þessi aukning birtist m.a. í því að nú segjast um 19% blaða- og fréttamanna fá fréttir í gegnum samfélagsmiðla, en fyrir tveimur árum sögðust aðeins um 9% blaðamanna fá fréttir sínar úr slíkum miðlum. En hins vegar virðast samfélagsmiðlar fyrst og fremst vera miðlarar frétta, eins og sést á því að aðeins um 3% sögðust notfæra sér fréttir af twitter í eigin fréttum. Netið heldur áfram að breyta því hvernig Bandaríkjamenn fá fréttir. Samkvæmt könnun Pew eru farsímar og samfélagsmiðlar að auka hraðann í breytingunni frá hefðbundnum miðlum yfir á netið. Þannig sögðust nú 39% nú fá sínar fréttir á netinu en fyrir tveimur árum voru þetta 33%. Þetta þýðir að það er aðeins sjónvarpið sem er öflugri fréttamiðill en netið. Þá kom fram í könnuninni að meirihluti þeirra sem hlustuðu, lásu eða sáu fréttir vildu að fréttaflutningurinn væri hlutlaus og ekki kæmu fram nein sérstök sjónarmið af hálfu fréttamanna, en 26% vildu fá fréttir sem sagðar væru af fólki sem hafði sömu pólitísku skoðanir og það sjálft. Yahoo, Google, CNN,staðbundnar fréttir, og MSM voru fimm stærstu fréttaupspretturnar á netinu samkvæmt þeim sem svörðuðu könnunininni. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

IFJ fagnar ályktun mannréttindaráðs Sþ

Á 21sta þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna var samþykkt ályktun þar sem „skorað er á ríki að vinna að öguggu og örvandi umhverfi fyrir blaðamenn að vinna störf sín á sjálfstæðan hátt og án óþarfa afskipta stjórnvalda eða annarra.“ Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur fagnað þessari ályktun og hverur þjóðríki til að innleiða ákvæði hennar í góðri trú innan sinna lögsagnarumdæma. „Þessi ályktun er stórkostlegur stuðningur við alþjóðlega baráttu okkar fyrir vernd og öryggi blaðamanna og við skorum á þjóðríkin sem greiddu henni atkvæði að fylgja henni eftir,“ segir forseti IFJ Jim Boumelha. „En það er jafnframt mikilvægt að ríki sýni að hugur fylgi máli með því að þau innleiði hana til fulls svo ekki sé talað um ef ekkert er gert með hana og hún látin safna ryki í geymsluhillum Sameinuðu þjóðanna í Genf,“ segir Boumelha ennfremur. Ályktunin, sem lögð var fram af fulltrúum Austurríkis, Brasilíu, Marokkó, Sviss og Túnis og studd af meira en 60 sendinefndum til viðbótar var samþykkt samhljóða og án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt henni ber ríkjum að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að vernda og tryggja öryggi blaðamanna. Þar á meðal er „að setja lög og reglur, auka meðvitund um þessi mál í dómskerfinu og hjá löggæslufólki og hermönnum, auk þess að efla fræðaslu almennt bæði hjá blaðamönnum og almenningi.“ Einnig er talað um eftirlit og aðgerðir ef um árásir á blaðamenn er að ræða og opnbera fordæmingu á þeim og nauðsynlega rannsókn og lögsóknir. Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, sem er í forsvari fyrir alþjóðlegu átaki gegn ofbeldi gegn blaðamönnum setur fram ákveðin varnaðarorð samhliða því að ályktuninni er fagnað. Þau varnaðarorð lúta að ofurtrú á lagalegum lausnum á þessu vandamáli, sérstaklega lagaákvæðum og yfirlýsingum sem ekki eru í raun innleiddar. Þannig sagði Jim Boumelha fyrir skömmu að drápum á blaðamönnum og fjölmiðlafólki héldi áfram að fjölga með uggvænlegum ætti um allan heim þrátt fyrir að búið væri að samþykkja ýmis konar ályktanir um mannréttindi og alþjóðleg lagaleg tæki væru til staðar sem ættu að vinna gegn slíku. Þessi lög, samþykktir og yfirlýsingar væru einfaldlega hunsaðar af ríkisstjórnum ýmissa þjóðlanda. Sjá einnig hér
Lesa meira
Arnar Páll Hauksson, nýr umsjónarmaður Spegilsins

Spegill endurskipulagður

Frá og með deginum í dag verða breytingar á Speglinum og kvöldfréttum. Fréttir og Spegillinn verða sameinuð í einn frétta- og fréttaskýringaþátt. Útsendingin hefst klukkan sex og stendur í tæpar 50 mínútur. Ritstjóri nýja Spegilsins er Arnar Páll Hauksson. Aðrir umsjónarmenn eru Gunnar Gunnarsson, Jón Guðni Kristjánsson og Kári Gylfason. Fréttamennirnir Anna Krístín Jónsdóttir, Áslaug Guðrúnardóttir og Pálmi Jónasson starfa einnig við þáttinn. Þá starfa þau Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum og Sveinn Helgason í Bandaríkjunum fyrir Spegilinn. Af öðrum pistlahöfundum má nefna Arthúr Björgvin Bollason í Þýskalandi, Gísla Kristjánsson í Noregi, Kristin R Ólafsson og Kristínu Jónsdóttur í París.
Lesa meira