EFJ fordæmir fangelsun blaðamanna í Tyrklandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur í samstarfi við nokkur samtök um fjölmiðlafrelsi sent frá sér yfirlýsingu þar sem áréttuð er gangnrýni á síversnandi stöðu fjölmiðlamála í Tyrklandi. Í yfirlýsingunni er fordæmd áframhaldandi fangelsun 76 blaðamanna á grundvelli ásakana, sem eru augljóslega byggðar pólitískum forsendum. Jafnframt er lýst þungum áhyggjum vegan viðvarandi þrýstings á sjálfstæða og gagnrýna blaðamenn sem hefur leitt af sér andrúmsloft ótta og sláandi minna frelsi og svigrúm fyrir fjölmiðla í landinu.

Sjá meira hér