Mál Erlu tekið fyrir í Strassborg

Erla Hlynsdóttir
Erla Hlynsdóttir

Mál sem Erla Hlynsdóttir blaðamaður höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg er komið í gegnum síu dómstólsins og mun verða tekið þar fyrir. Þetta er annað málið sem Erla höfðar sem tekið er fyrir hjá Mannréttindadómstólnum. Málinu sem hér um ræðir var skotið til Mannréttindadómstólsins árið 2010 eftir að dómur hafði fallið í máli Rúnars Þórs Róbertssonar gegn Erlu Hlynsdóttur og Sigurjóni M. Egilssyni. . Þessar upplýsingar koma fram í tilkynningu frá lögmönnum Erlu.

Sjá hér