Fréttir

Tilkynning

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsi

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsiSíðastliðið sumar kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja blaðamanna sem höfðu orðið að sæta ómerkingu ummæla fyrir íslenskum dómstólum og greiða miskabætur vegna skrifa sinna í tvö íslensk blöð. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,  sem verndar tjáningarfrelsið. Dómarnir hafa verið tilefni umræðu og vakið áleitnar spurningar um réttarstöðu blaðamanna, vernd tjáningarfrelsis, samspil stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og hlutverk íslenskra dómstóla á þessu sviði. Um þetta verður fjallað á næsta síðdegisfyrirlestri LOGOS. Dagskrá: 1. Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands - Breyting á réttarstöðu blaðamanna með lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla.2. Jakob Möller, hrl. - Frá Þorgeiri Þorgeirsyni til Bjarkar Eiðsdóttur- Dómaframkvæmd Hæstaréttar um tjáningarfrelsi í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins.3. Almennar umræður.Fundarstjóri verður Fannar Freyr Ívarsson, lögfræðingur. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, milli 16 og 18 fimmtudaginn 25. október. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir en tilkynnið vinsamlegast um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið oddur@logos.is.
Lesa meira
Fallið frá nefskatti fyrir ríkisútvarpið í Svíþjóð

Fallið frá nefskatti fyrir ríkisútvarpið í Svíþjóð

Í Svíþjóð hefur nú verið fallið frá áformum um að breyta fjármögnun ríkisútvarpsins þannig að í stað afnotagjalda yrði tekinn upp sérstakur tekjutengdur skakktur sem myndi fjármagna rekstur almannaútvarps. Menningamálaráðuneyti Svía hefur tilkynnt um að þessar hugmyndir verði setta á ís að sinni vegna þess að frekari skoðunar sé þörf.   Sérstök útvarpsnefnd hefur verið starfandi í meira en ár við að fara í saumana á því hvernig fjarmágna beri Sveriges Radio, Sveriges Television og Sveriges Utbildningsradio, og í síðasta mánuði kynnti nefndin tillögur sínar og þar var meðal annars að finna hugmyndir um sérstakan tekjutengdan sjónvarpsskatt eða nefskatt  sem allir yfir 18 ára aldri ættu að greiða. Nú hafa hugmyndirnar verið sendar út til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, en hugmyndin um tekjutengda nefskattinn er ekki meðal þess sem sent var út. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mótmæla einkavæðingu ríkismiðla í Portúgal

Mótmæla einkavæðingu ríkismiðla í Portúgal

Bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa lýst yfirmiklum áhyggjum vegna áforma stjórnvalda í Portúgal um að einkavæða að fullu eða hluta RPT, Ríkisútvarpið í Portúgal. Í síðustu viku lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir 2013 og þar er að finna áætlun um lokastig undirbúnings fyrir einkavæðingu RTP. Samkvæmt fjárlögunum og greinargerðinni með þeim er hugmyndin að draga saman framlög til RTP um 42,2% á næsta ári og jafnframt að draga úr styrkjum til hinnar hálfopinberu fréttaveitu Lusa um 30,9%. RTP er mjög öflugur fjölmiðill í Portúgal með 8 sjónvarpsrásir og 8 útvarpsrásir auk þess að vera þátttakandi í fjölmörgumöðrum sjónvarp- og útvarpsverkefnum með sjálfstæðum aðilum. Blaðamannafélag í Portúgals hefur fordæmt þessi áform og talar um lýðskrum, talnaleikfimi og rangar upplýsingar sem lið í því að réttlæta þennan gjörning. Ekkert sé gert með sjónarmið stórs hluta þjóðarinnar og spilling sé í spilunum, sem sjáist á því að nú eigi að munstra fyrrum forstjóra Heiniken sem nýjan útvarpsstjóra RTP. Blaðamannafélag Portúgals segir að sú aðgerð að einkavæða jafnvel bara að hluta útvarps og sjónvarpsstöðina myndi gera það ógerlegt að halda uppi fréttum frá öllum landsvæðum sem tilheyra Portúgal með þeim gæðum sem eðlileg verði að teljast hvað varðar upplýsingar, fræðslu, og menningarlegar skyldur. „Portúgalskir félagar okkar sem hafa efnt til andófs og mótmæla til að verja RTP geta reitt sig á stuðning og samstöðu frá EFJ,“ segir Arne König forseti Evrópusambands blaðamanna (EFJ). Við styðjum félaga okkar í öllum aðgerðum þeirra sem og í þeim aðgerðum sem farið hafa fram í fréttastofunni Lusa og á dagblaðinu Publico, en þar sjá menn fram á uppsagnir og niðurskurð á komandi vikum. Á tímum samdráttar, þegar lýðræðið sjálft og gildi þess verða fyrir miklum þrýstingi, teljum við mjög óskynsamlegt að skera niður með þessum hætti og þar með takmarka verulega þau tæki og þann farveg sem til er fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu,“ segir Arne König ennfremur. Sjá einnig hér
Lesa meira
Newsweek hættir prentútgáfu

Newsweek hættir prentútgáfu

Newsweek tilkynnti í gær að prentútgáfa tímaritsins, sem staðið hefur í 80 ár, yrði hætt og þetta fornfræga tímarit yrði nú alfarið á vefnum. Segja má að þetta sé enn eitt táknið um vanda prentiðnaðarins á tímum stafrænnar miðlunar. Newsweek hefur á umliðnum árum verið að berjast við síminnkandi auglýsingatekjur í prentútgáfunni, eins og raunar önnur bandarísk blöð og tímarit, og þurft að horfa á eftir þjóðflutningum lesenda frá prentuðu tímaritinu yfir til hinna meira og minna gjaldfrjálsu frétta á netinu. Útbreiðsla blaðsins hefur hrunið úr meira en fjórum milljónum eintaka fyrir rúmum áratug og niður í 1,5 milljón í fyrra. Síðasta prentaða útgáfa blaðsins mun koma út þann 31. desember næst komandi. Eins og þekkt er hefur Newsweek komið út í ýmsum útgáfum, bandarískri og og alþjóðaútgáfu, en í tilkynningu fyrirtækisins var ekkert fjallað um það mál að öðru leyti en því að vefútgáfan yrði ein heildstæð afurð. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg

Mannréttindadómar á íslensku

Athygli er vakin á því að búið er að setja hér á síðuna tengla á íslenska þýðingu á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Um er að ræða mál sem höfðuð hafa verið gegn íslenska ríkinu, þar á meðal mál  Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Tenglarnir eru í stikunni hér til vinstri undir yfirskriftinni "mannréttindadómar".
Lesa meira

BBC og NYT mest "tístir" virtra miðla

Í nýrri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Arizona í BNA var samfélagsmiðillinn Twitter notaður til að mæla hvaða „yfirvegaða“ fréttastofa (e. serious newswire) nyti mestra vinsælda. Twitter er mikið notaður af fréttamönnum og skoðanaleiðtogum sem fyrst og fremst treysta á vandaðar fréttir og þótti þessi leið því gefa vísbendingar um hvaða fréttastofa af vandaðari gerðinni væri mest notuð. Skoðuð voru „tíst“ með tenglum á fréttir í þrjár vikur og í ljós kon að fréttir frá BBC og New York Times voru mest sendar (e. retweeted). Einnig kom í ljós að fréttir frá BBC, Mashable og NYT höfðu lengstan líftíma.Sjá einnig hér
Lesa meira
Carlos Dada

Blaðamaður frá El Salvador fær Politkovskaya verðlaunin

Carlos Dada, sem er ritstjóri og stofnandi vefmiðilsins El Faro fékk verðlaun Önnu Politkovskayu fyrir rannsóknarblaðamennsku og störf við erfiðar aðstæður, en það er ítalska blaðið Internationale á Ítalíu stendur að verðlaununum. Verðlaunin voru sett voru á fót til að heiðra minningu rússnesku blaðakonunnar og mannréttindafrömuðarins Önnu Politkovskayu sem var myrt árið 2006 í Moskvu. El Faro, eða „Vitinn“ er fyrsti miðillinn í Rómönsku Ameriku sem starfar eingöngu á netinu og hefur hann fjallað mikið um átök milli gengja í höfuðborginni San Salvador sem og lítið gagnsæi stjórnsýslunnar í landinu. Meðal annars hefur miðillinn fjallað um samninga sem stjórnvöld hafa gert við gengin, en sú umfjöllun hefur stefnt öryggi starfsmanna miðilsins í hættu og hafa þeir mátt búa við ógnanir og hótanir. El Faro hefur áður fengið viðurkenningu fyrir afhjúpandi umfjöllun sína um ýmis mál, m.a. um morðið á erkibiskupnum Óscar Romero, sem hersveitir stjórnvalda drápu á sínum tíma. Þá tilnefndi Skrifstofa amerískra mannréttindamála í Wasington miðilinn sem einn af verðlaunahöfum fyrir mannréttindabaráttu í ár og í fyrra var El faro veitt verðlaun Colimbiu haskólans í baðamennsku, „the Maria Moors Cabot Prize“.
Lesa meira
Arne König, forseti EFJ

Sýna austurískum blaðamönnum samstöðu

Forustumenn blaðamannasamtaka í Evrópu sem voru samankomnir á ráðstefnu í Berlin í vikunni hafa sameinast um mótmæli gegn einhliða uppsögn kjarasamninga blaðamanna í Austurríki. Samband blaðaútgefenda í Austurríki (VÖZ) hefur lýst því yfir að það hygðist einhliða segja upp gildandi samningum frá og með áramótum. “Útgefendur eru með þessu að vinna gegn hagsmunum og sjálfstæði blaðamanna í landinu og þar með að vinna gegn almannahagsmunum,” sagði Arne König formaður EFJ á fundi forustumannanna. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa austurrískir blaðamenn komið upp um fjölmörg pólitísk hneykslismál og samtök útgefenda hafa einmitt nýlega gefið frá sér yfirlýsingu um mikilvægi sjálfstæðrar blaðamennsku fyrir lýðræðið. Fulltrúar á fundi forustumannanna í Berlín sögðu að það væri skömm til þess að vita að útgefendur vildu nú kippa burt lágmarksgrundvelli launa blaðamanna og setja þannig mikinn þrýsting á blaðamenn og samtök þeirra sem fyrir höfðu sýnt umtalsverðan samningsvilja. “Samtök blaðamanna um alla Evrópu styðja við félaga sína í Austurríki,” er haft eftir einum þeirra. Búið er að koma upp hlekk til að koma mótmælum bein til austurísku útgefandanna og er hann þessi: Smellið hér
Lesa meira
Hertogynjan af Cambridge er sú kona sem oftast er á forsíðum breskra blaða.

Karlaforsíður á breskum blöðum

Karlrembulegar staðalmyndir, lílillækkandi myndir af konum og fréttir sem skrifaðar eru af körlum eru það sem einkennir forsíður breskra blaða samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á vegum samtakanna Kvenna í balaðamennsku (e. Women in Journalism). Karlar skrifuðu 78% af öllum forsíðufréttum sem skoðaðar voru og 84% af þeim sem vitnað var til í forsíðufréttum voru karlar. Rannsóknin byggði á könnun á 9 dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu og stóð í eina viku eða frá mánudegi til laugardags. Sú kona sem oftast var nefnd eða sýnd á forsíðum blaðanna var hertogynjan af Cambridge. Þessar niðurstöður eru mjög í samræmi við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið bæði í Bretlandi og raunar annars staðar líka þó ástandið sé eitthvað misjafnt eftir löndum.Sjá einnig hér
Lesa meira
Keir Stramer, saksóknari

Brýnt að vernda réttin til að "stuða"

Skrifstofa Ríkissaksóknara í Bretlandi (e: Crown Prosecution Service) hefur í hyggju að setja upp nýjar viðmiðunarreglur um hvað má og hvað má ekki varðandi yfirlýsingar í samfélagsmiðlum. Að sögn Keir Starmer, eins reyndasta og virtasta saksóknara embættisins eru núgildandi lög ekki nógu skýr og því brýnt að setja skýrari reglur. Hann segir jafnframt að slíkar reglur þurfi að vernda rétt manna til að vera “stuðandi”, því annars sé hætta á kælingaráhrifum, sem hafi slð almennt.sið alframt að það sla og virtasta saksæm áhrif á tjáningarfrelsið almennt. Þessi yfirlýsing saksóknarans og áform embættisins koma í kjölfar mikillar umræðu um mál þar sem fólk hefur verið dæmt til refsingar vegan ummæla í samfélagsmiðlum. Einkum eru tvö mál í umræðunni. Annars vegar var Matthew Wood settur í fangelsi í 12 vikur sl. mánudag vegna ummæla sem hann lét falla um táningsstúlkuna, April Jones, sem var týnd. Hins vegar var Azhar Ahmed dæmdur til samfélagsvinnu fyrir að láta ummæli falla á samfélgamiðli um látna breska hermenn. Ríkissaksóknaraembættið hyggst bjóða til almennrar umræðu um málið áður en reglurnar eru settr og fá til þeirra bæði háskólafólk og fólk frá samfélagsmiðlunum s.s. frá Facebook og Twitter. Í Bretlandi hefur fjöldi klögumála vegna ummæla á samfélagsmiðlum farið heldur vaxandi undanfarin ár og segja má að á vegum sakóknara víðs vegar í landinu sé að meðaltali fjallað um 50 slík mál á viku. Sjá meira hér
Lesa meira