Skilgreina þarf blaðamennsku upp á nýtt

Alan Rusbridger, með prentútgáfu Guardian í höndunum
Alan Rusbridger, með prentútgáfu Guardian í höndunum

Blaðamennskan er að ganga í gegnum einhverjar mestu breytingar frá því Gutenberg umbylti prentlistinni.“ Þetta sagði Alan Rusbridger, ritstjóri Guardian í ræðu í síðustu viku, sem hann hélt hjá Sciences Po háskólanum í París, en þess má geta að Rusbridger stýrir blaði sem er með 15 sinnum fleiri lesendur á netinu en í prentútgáfunni. Hann segir brýnt að fjölmiðlar og blaðamenn átti sig á því hvað felist í raun i hugtakinu blaðamennska og hver sé munurinn á því sem fólk úti í bæ geti framleitt af upplýsingum og fjölmiðlaefni og því sem blaða og fréttamenn geta gert.

Þetta verkefni verði fólk að nálgast fordómalaust, en allt of algent sé að blaðamenn líti ekki á bloggara eða lesendur/áhorfaunvendur sem raunverulega samkeppni eða framleiðendur ritsjtórnarefnis. Slík afneitun er beinlínis hættuleg, segir Rusbridger. Hann bendir á mikilvægi "opinnar blaðamennsku" og minnir á að það séu ekki einvörðungu einstaklingar sem séu að bjóða upp á hvers kyns efni inn á fjölmiðlagáttir heldur sé þetta aragrúi samtaka, hagsmunaaðila, áhugamannafélaga, verslana, menningarstofnana o.fl. o.fl.

Hann telur að framtíðin felist í því að virkja alla þessa aðila til þátttöku í fjölmiðluninni og fyrirtæki sem vilji þróast til framtíðar verði að vinna á opinn hátt - með opinni blaðamennsku - frekar en að loka sig af og jafnvel skerma sig af með mikilli gjaldtöku á vefnum. Segir hann að reynsla Guardian og velgengni í slíku opnu samstarfi á ýmsum sviðum sýni að þetta sé skynsamleg leið.

Hér má sjá útdrátt úr erindi Rusbridgers.
Hér er samantekt World Editors Fournum um "opna blaðamennsku".