Stærsti sjónvarpsfréttabanki heims!

Brewster Kahle
Brewster Kahle

Í San Francisco í Kaliforníu er staðastt stafrænt skjalasafn sem heitir einfaldlega "Internet Archive". Stjórnandi skjalasafnsins og einn stofnandi þess, Brewster Kahle, hefur háar hugyndir um möguleika safnsins sem nú þegar er eitt risavaxnasta stafræna skjalasafn í veröldinni. „ Við viljum safna saman öllum bókum, tónlist og myndböndum sem framleidd hafa verið," segir Kahle, en frá og með deginum í gær býður "Internet archive" upp á safn yfir 350 þúsund fréttatíma og fréttaþátta frá um 20 ólíkum sjónvarpsstöðvum og eru það allir fréttaþættir sem til eru á þessum stöðvum. Þetta er lang stærsti sjónvarpsfréttabanki í heimi.

Þessir fréttatímar munu nú verða aðgengilegur gjaldfrítt frétta- og fræðimönnum en auk þess gerir Brewster Kahle ráð fyrir að almenningur muni fletta upp á síðunni og verða umtalsverður hluti af þeim áætluðu 2 milljón daglegu heimsóknum á vefinn. Flestar helstu fréttastofur Bandaríkjanna eru í boði á safninu s.s. CNN, Fox News, NBC News, og PBS.

Sjá einnig hér