IFJ fagnar lausn sænskra blaðamanna

Johan Persson og Martin Schibbye.
Johan Persson og Martin Schibbye.

Sænsku blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru látnir lausir úr fangelsi í Eþíópíu í vikunni ásamt fleiri föngum, sem voru náðaðir af stjórnvöldum í tilefni af áramótum í landinu. Þeir höfðu verið í fangesli í rúmlega eitt ár en þeir voru hnepptir í varðhald á mjög hæpnum forsendum þegar þeir voru að vinna fréttir um uppreisnarmenn. Þeir höfðu verið í fylgd flokks uppreisnarmannanna þegar flokkurinn kom ólöglega inn í landið.

Jim Boumelha forseti Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ) sagði IFJ fagna lausn blaðamannana og að þetta væri mikill léttir fyrir fjölskyldur þeirra og vinnufélaga. Þeir eru búnir að dúsa í meiera en ár í fangelsi á mjög hæpnum ákærum og nú er kominn tími til að halda áfram að lifa lifinu.“

Sjá einnig hér