Globe and mail mun rukka fyrir netaðgang

The-Globe-And-MailStærsta dagblaðið í Kanada, Globe and Mail, hefur nú ákveðið að rukka áskrift fyrir aðgang að blaðinu á netinu. Fylgir kanadíska blaðið þar fordæmi ýmissa annarra stórblaða s.s. New York Times sem á undanförnum misserum hafa farið þessa leið. Netáskriftir eru nú að verða eins konar lausnarorð hjá grónum dagblöðum sem hafa á undanförnum árum staðið frammi fyrir stöðugt minni lestri á prentútgáfum blaðanna. Globe and Mail tilkynnti í síðustu viku að frá og með haustinu yrði farið að rukka fyrir aðgang að efni blaðsins, en eins og t.d. hjá New York Times verður eftir sem áður ákveðinn hluti af ritstjórnarefninu á vefnum í ókeypis aðgangi.
Sjá meira hér