Bág staða fjölmiðlamanna í Aserbaídsjan


Þessu átaki, sem stutt er af fleiri samtökum fjölmiðlafólks í landinu, var hrint af stað í kjölfar barsmíða öryggisvarða ríkisolíufyrirtækisins á þremur blaðamönnum sem voru á vettvangi að fjalla um mótmæli íbúa gegn því að fyrirtækið væri að rífa hús þeirra á nýju byggingasvæði. Blaðamennirnir máttu sæta miklu ofbeldi og einn þeirra hlaut af varanlegan skaða, en ekkert hefur verið gert í því að rannsaka barsmíðarnar.
Líkamlegt ofbeldi gegn fjölmiðlamönnum er ekki nýtt af nálinni í Aserbaídsjan, en nú hafa bæst við nýjar og útsmognari leiðir til að eyðileggja starfsferla sjálfstæðra blaðamanna. Þetta kom m.a. fram nú í mars þegar reynt var að hóta rannsóknarblaðakonunni Khadija Ismayilova og þegar það gekk ekki varð hún fórnarlamb ófrægingarherferðar í fjölmiðlum sem stjórnvöld hafa í vasa sínum.
Khadija Ismayilova gerði hótanirnar opinberar í mars eftir að hún hafði fengið sendar í pósti myndir af sér við mjög persóulegum athöfnum, og myndunum fylgdu skilaboð um að hún ætti að “hegða sér almennilega” eða þá að hún yrði “niðurlægð”. Í kjölfarið voru svo sett á netið myndskeið af henni og félaga hennar í ástarathöfnum sem tekin höfðu verið með falinni myndavél. Í framhaldinu kom svo ófræingarumfjöllun um hana í stjórnarmiðlum, m.a. flokksblaði stórnarflokksins, Yeni Aserbaídsjan.

Sjá einnig hér