Tæknibreytingar og blaðamennska

Larry Kilman
Larry Kilman

World Editors Forum, sem er hópur innan Alþjóðasamtaka blaðaútgefenda fundaði á svokölluðum yfirmannafundi ritstjórna (Newsroom Summit) í Hamborg á föstudag. Þar var sérstaklega verið að fjalla um þær breytingar sem ritstjórnir og fréttastofur standa frammi fyrir vegna örra tæknibreytinga og nýrra miðlunarmöguleika, sem og breyttrar notkunar fólks á fjölmiðlum. Larry Kilman hefur á bloggi sínu tekið saman  nokkur ummæli helstu forustumanna á þessu sviði sem féllu á fundinum. Ein ummælin eru frá Paul Lewis verkefnaritstjóra hjá Guardian í Bretlandi. Hann segir: „Aldrei fyrr höfum við haft aðgang að eins miklum upplýsingum og það hafa aldrei áður hafa möguleikarnir til að stunda blaðamennsku verið jafn ótakmarkaðir“.  Sjá meira hér