Ofbeldisaðgerðir tyrkneskra stjórnvalda gagnvart fréttamönnum halda áfram

Samkvæmt upplýsingum frá IPI fréttastofunni hafa engar sannanir komið fram sem benda til tengsla milli fréttastofunnar og MLKP. Í aðgerðumsínum studdist lögrelan við heimildir sem tyrknesk hryðjuverkalög
veita þeim. Ercan Ipekçi, formaður tyrknesku blaðamannasamtakanna (TNC), gagnrýnir vaxandi notkun lögregluyfirvalda á þessum heimildumsem mjög hefur beinst að starfsemi fjölmiðla og blaðamanna í
Tyrklandi. Hefur gætt vaxandi tilhneigingar hjá tyrkneskum yfirvöldum til þess að tengja blaðamenn og hryðjuverk saman sem hefur komiðalvarlega niður á starfsskilyrðum blaðamanna.

Fyrr á árinu greindi Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (Organisation for Security and Cooperation in Europe (OSCE)) frá rannsókn sinni sem sýndi að blaðamönnum í haldi í Tyrklandi hefur fjölgað um helmingsíðustu ár, meðal annars með vísun í fyrrgreind hryðjuverkalög.

Tyrkland hefur setið undir vaxandi ámælum fyrir ástand fjölmiðlunar í landinu og áhugaleysi stjórnvalda á að vernda tjáningarfrelsi í landinu. Í nóvember síðastliðnum kom fram í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu (European Court of Human Rights) að Tyrkland stæði sig verst allra þeirra 47 ríkja sem falla undirdómstólinn þegar kemur að frelsi fjölmiðla.