Frakkar íhuga afnotagjöld af tölvuskjám

Frönsk stjórnvöld er nú að íhuga að víkka út afnotagjaldið fyrir sjónvarpið þannig að það nái til tölvuskjáa líka, og auk þannig tekjur sem renna til ríkisstyrkts almannaútvarps í landinu. Þetta er haft eftir menningarmálaráðherranum á laugardag.  Vinstristjórn Francois Hollande  stefnir að því að auka skatttekjur um 7,5 milljarða evra á þessu ári með skattahækkunum og verða þessar hækkanir kynntar í endurskoðuðum fjárlögum síðar í vikunni. Afnotagjaldið sem nú 125 evrur í Frakklandi og 80 evrur í fylkjum sem lúta franskri stjórn utan Frakklands hafa farið óskipt í að fjármagna almannaútvarp og sjónvarp.  En samkvæmt könnun sem Global TV birti fyrr á þessu ári eru það meira en 11 milljón manns sem reglulega horfa á sjónvarp af tölvuskjá, spjaldtölvum eða snjallsímum og hefur sú tala hækkað um 41% frá því á sama tíma í fyrra.