Fréttabréf EFJ fyrir júlí

Í júlí - fréttabréfi Evrópusambands blaðamanna er meðal annars fjallað um þing sambandsins frá því fyrr í sumar. Á þinginu var hugur fólks nokkuð bundinn við aðferðir og leiðir til að svara erfiðu atvinnuástandi meðal blaðamanna í álfunni, en mjög víða hefur fjölmiðlum verið steypts saman eða þeim hreinlega lokað og fjöldi blaðamanna og annars fjölmiðlafólks misst vinnuna í kjölfarið. Þá haf menn ekki síður af samþjöppun eignarhalds og þeim hættum sem það hefur í för með sér bæði fyrir sjálfstæði ritstjórna og almennt fyrir fjölbreytni í fjölmiðlum, sem er jú ein af grundvallarforsendum þess að fjölmiðlarnir geti virkað sem upplýsingakerfi lýðræðisins. Þá má til gamans geta þess að í fréttabréfinu er frétt um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli tveggja blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Fréttin er undir yfirskriftinni: Journalists "right to quote criticism of strip clubs"

Hægt er að skoða fréttabréf EFJ fyrir júlí með því að pdfsmella hér.