Yfirlýsing vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu 10. júlí 2012

 


Ofangreindir dómar fjölluðu um möguleika á mannsali í íslensku samfélagi. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikilvægt það er að opin og hreinskilin umræða fari fram um slíka starfsemi í samfélaginu. Þess vegna taldi þáverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands að þessum dómum gengnum að ekki yrði við þá unað og ákvað að fjármagna að hluta til málskot til Mannréttindadómstólsins í samvinnu við Lögmenn Höfðabakka. Sú samvinna hefur að öllu leyti verið til fyrirmyndar og ástæða til að þakka lögmannsstofunni fyrir vandaða vinnu í þágu tjáningarfrelsis í landinu.

Við hljótum jafnframt að samfagna með þeim félögum okkar, þeim Björku Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, sem fengið hafa svo ósanngjarna meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Þær geta nú borið höfuðið hátt eftir að niðurstaða Mannréttindadómstólsins liggur fyrir.

Við hljótum jafnframt að vonast eftir að úrskurður Mannréttindadómstólsins leiði til hugafarsbreytingar gagnvart tjáningarfreslinu. Ekki er nóg að sú hugarfarsbreyting nái einvörðungu til dómstóla heldur þarf hún einnig að ná til löggjafarvaldsins og stjórnkerfisins, eins og marka má af nýsettum fjölmiðlaögum og tilraunum til þess að takmarka upplýsingarétt í frumvarpi til upplýsingalaga. Fjölmiðlar og blaðamenn þurfa að njóta sannmælis og stuðnings í starfi sínu og skilningur á mikilvægi tjáningarfrelsisins þarf að vera fyrir hendi í helstu stofnunum samfélagsins.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Sigurður Már Jónsson, varaformaður BÍ

Sjá einnig hér