Myndræn túlkun kosningatalna

Dagblaðið „Folha de Sao Paulo“sem gefið er út í Sao Paulo í Brasilíu hefur vakið athygli fyrir nýrsátlega meðferð á gömlum kosningatölum í fréttaskýringu um kosningahegðun og efnahags- og félagslegan bakgrunn kjósenda tiltekinna framboða. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem nú standa fyrir dyrum í Sao Paulo hefur blaðið safnað saman kosningagögnum frá 1994 og sett þær saman í mydband þar sem kosningasaga og kosningalandslag borgarinnar er útskýr með mjög myndrænum hætti. Fréttaskýrandinn fer með áhorfandann í þyrlu yfir borgina og saman fylgjast þeir með hvernig þetta hefur verið.

Þykir þessi aðferð sérstaklega „lesendavæn“ og vera gott dæmi um hvernig hæg er að gæða frekar erfitt efni lífi – efni sem iðulega er sett fram í flóknum töflum eða súluritum þegar best lætur. Myndbandið var síðan birt á netsíðu blaðsins.

Sjá meira hér