Skopteikningar gegn skopteikningum

Franska vikublaðið Charlie Hebdo sem í síðustu viku olli miklu fjaðrafoki með því að birta skopteikningar af spámaninum Múhameð og þóttu særandi fyrir múslima birti í gær tvær útgáfur af blaði dagsins, aðra „ábyrga“ en hina hefðbundna útgáfu blaðsins. Á sama tíma setur egypskt blað af stað herferðina berjumst gegn skopteikningum með skopteikningum.

Fjölmargir stjórnmála- og áhrifamenn í frönsku samfélagi höfðu gagnrýnt blaðið Charlie Hebdo harðlega í síðustu viku fyrir óábyrga útgáfu með því að birta myndir sem væru augljóslega ögrandi í ástandi sem þegar væri gríðarlega eldfimt vegna bandarísku kvikmyndarinnar um „Sakleysi múslima“. Ýmsir höfðu jafnvel á orði að lögsækja blaðið vegna þess að það væri að stefna mannslífum í óþarfa hættu.

Að sögn útgefanda blaðsins, Stephane Charbonnier, eru útgáfur gærdagsins „100% ólíkar“ og önnur ætti þá að falla hinum vandlátu og ábyrgu í geð en hefðbundnir lesendur blaðsins geti hins vegar lesið hina óábyrgu útgáfu, eins og venjulega. Í síðustu viku seldist blaðið upp á nokkrum klukkutímum og þurfti að prenta viðbótarupplag á föstudeginum

Á sama tíma hefur dagblaðið al-Watan í Egyptalandi, sem er ekki trúarlegt blað, nú hafið herferð gegn frönsku skoteikningunum með því að birta sjálft skopteikningar undir yfirskriftinni: „Berjumst gegn skopteikningum með skopteikningum“. Á mánudaginn var sérstakur kálfur í blaðinu helgaður málefninu og þar birtust 13 teikningar og nokkur fjöldi geina eftir virta fræði- og listamenn auk trúarleiðtoga, þar sem fjallað var um málið og eðli þess. Skopteikningarnar sem þarna birtust eru ýmis konar og sýnir ein t.d. tvíburaturnana í björtu báli inni í glerjunum gleraugna og undir stendur „Islam séð með vestrænum gleraugum“.

Sjá meira hér og hér Annað dæmi um mynd frá al Watan herferðinni er hér að neðan.

al watan