Ómar hættir sem ritstjóri Frétta

Ómar Garðarsson
Ómar Garðarsson

Ómar Garðarsson hefur látið af starfi ritstjóra hjá Fréttum í Vestmannaeyjum eftir 20 ára setu í stólnum. Ómar hefur unnið á blaðinu í ein 25 ár og segja má að nafn hans og nafn blaðsins séu orðin samofin í huga almennings. Ómar átti sjálfur frumkvæði að breytingum, en Júlíus G. Ingason hefur nú tekið við ritstjórastarfinu. Í samtali við Fréttir segir Ómar að blaðið standi á ákveðnum tímamótum og því eðlilegt að nýr maður taki við ritstjórninni.

Július þekkir vel til á Fréttum, en hann hefur unnið þar síðan 1999 og síðasta áratuginn í fullu starfi sem blaðamaður. Auk þess hefur hann víðtæka reynslu af fjölmiðlastörfum frá ýmsum miðlum. Ómar Garðarsson verður þó áfram á blaðinu, nú sem almennur blaðamaður.

Sjá hér