Samtök blaðamanna fordæma árás á tjáningarfrelsi í Úkraínu

Úr úkraínska þinginu.
Úr úkraínska þinginu.

Frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu fyrir tveimur dögum, eða þann 18. september, og gerir ráð fyrir að endurvekja ákvæði um að ærumeiðingar séu hegningalagabrot. Þetta ákvæði var teki út árið 2001. „Verði þetta frumvarp að lögum er verið að reka enn einn naglann í líkkistu tjáningarfreslis í Úkraínu, og því skorum við á úkraínska þingmenn að hugsa sig vel um áður en þeir stíga þetta afdrifaríka skref inn í fortíðina," segir Elisabeth Cossta, framkvæmdastjóri IFJ.

Félag fjölmiðlafólks í Úrkaraínu (IMTUU) hefur lagst mjög ákveðið gegn frumvarpinu og segir ljóst að það muni leiða til sjálfsritskoðunar og hindra eðlilegt flæði upplýsinga og þar með draga úr lýðræði í landinu. Benda samtökin einnig á að vegna skorts á sjálfstæðum dómstólum í landinu sé nokkuð ljóst að yfirvöld muni túlka lögin að eigin geðþótta til að kúga og fangelsa fólk sem ástundar rannsóknarblaðamennsku og afhjúpar spillingu í valdastéttinni. „Þessi lagasetning myndi auðvelda þeim sem eru í valdastöðum að þagga niður í gagnrýnendum og koma í veg fyrir að spilling verði dregin fram í dagsljósið. Því styðjum við heilshugar við bakið á félögum okkar sem eru að berjast gegn þessari ógn við faglega blaðamennsku og lýðræðið," segir Arni König, formaður EFJ.