Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Meira en fjórðungur breskra blaðamanna segjast ekki geta unnið vinnuna sína án þess að nýta sér samfélagsmiðla. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem unnin var af Cision og Canterbury Christ University i Bretlandi. Jafnframt koma fram í könnuninni umtalsverðar áhyggjur blaðamanna af áhrifum samfélagsmiðla á framleiðni á ritstjórnarefni og eins á persónuverndarmálum. Um 16% svarenda ganga svo langt að telja að samfélagsmiðlar muni ganga af „blaðamennsku dauðri".

Í samanburði við sams konar könnun sem gerð var í fyrra nota blaðamenn nú mun fjölbreyttari tól og tæki samfélagsmiðla við vinnu sína en áður. Upplýsingaöflun hefur tekið við af kynningu á efni og því sem viðkomandi er að gera, sem helsta aðgerð blaðamanna á samfélagsmiðlum.

Könnunin sem hér um ræðir var unnin í júní og júlí síðastliðnum og var netkönnun og svöruðu alls 769 blaðamenn.

Sjá meira hér