Fréttir

Túlkun Hæstaréttar gerólík túlkun héraðsdóms

Túlkun Hæstaréttar gerólík túlkun héraðsdóms

Hæstiréttur leggur gjörólíkt mat á það  en héraðsdómari hvað flokkast sem viðunandi tilraun til að ná tali af einstaklingi sem fjallað er um í fréttum. Sömuleiðis er gerólíkur skilningur Hæstaréttar og héraðsdómara á því  hvernig túlka beri framsetningu á frétt og hversu mikið eigi að lesa inn í samhengið og myndmál í frétt. Þetta kemur fram þegar dómur Hæstaréttar yfir Svavari Halldórssyni fréttamanni er skoðaður, en Svavar var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni 300 þúsund króna miskabætur með vöxtum auk þess að greiða honum málskostnað upp á eina milljón króna. Sérstaka athygli vekur sá mikli munur sem kemur fram á túlkun Gunnars Aðalsteinssonar héraðsdómara annars vegar og túlkun hæstaréttardómaranna þriggja sem kváðu upp dóminn, en það voru þau Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson.   Héraðasómarinn telur að mikilvægi tjáningafrelsis og þjóðfélagsumræðunnar skerðist ekki af persónuverndarhagsmunum Jóns Ásgeirs í þessari frétt þar sem Jón Ásgeir er vissulega í aukahlutverki og sé fréttin skoðuð í heild fjalli hún að stofni til ekki um hann. Skoða verðir fréttina í heild en ekki einstaka ummæli.  Því sé fréttin inna marka. Hæstaréttardómararnir hins vegar kjósa að horfa eingöngu til þátts Jóns Ágeirs í fréttinni og skoða myndmál og samhengi út frá honum sem einstaklingi frekar en að líta til samhengis þjóðfélagsumræðunnar.  Þessi ólíka nálgun hefur í för með sér ólíkar niðurstöður, annars vegar almennari og opnari niðurstöðu í héraðsdómi og svo hins vegar þrengri og tæknilegri í Hæstarétti.  Engu að síður tala bæði dómsstig um mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla, en vegna hinnar tæknilegu nálgunar  Hæstaréttar er umræðunni settur miklu þrengri rammi og blaðamanni refsað grimmilega fyrir að fara út fyrir þann ramma sem þarna er settur. Með því eru skilaboðin skýr um aðhaldssemi í frásögn, um að segja frekar minna en meira að koma ekki á framfæri upplýsingum ef hugsanlegt kynni að vera að þær kölluðu á lögsókn. Túlkun Hæstaréttar hefur því ótvírætt kælingaráhrif. Hitt atriðið sem vekur sérstaka athygli í þessum dómi er munurinn á túlkun dómstiga á því hvað telst nægjanlegt þegar verið er að reyna að ná í einstaklinga sem fjallað er um í fréttum.  Fram koma að Svavar hafði reynt að ná Jóni Ásgeiri í síma vegna fréttarinnar, en ekki tekist. Héraðsdómarinn taldi þetta sýna að sjónarmiðum hans hafi verið reynt að koma til skila. Hæstiréttur telur það hins vegar ekki og virðist vera að setja þá reglu að ekki megi segja frétt, að minnsta kosti ekki á RÚV, nema búið sé að fá fram sjónarmið beggja eða allra aðila. Þessi niðurstaða er sérstaklega umhugsunarverð fyrir starfandi blaðamenn sem verða þá hugsanlega að bíða með frétt þar til búið er að ná til allra sem henni tengjast.  Slíkt gæti haft veruleg áhrif á dagleg störf við fréttaöflun og hugsanlega þurfa miðlar að setja sér einhverjar skýrar reglur um hvenær er fullreynt um að ná í menn.  -Birgir Guðmundsson Sjá dóma Hæstaréttar og Héraðsdóms hér
Lesa meira
Tilkynning

Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin

Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin Opinn fundur föstudaginn 16. nóvember kl. 12:15 –13:30 í dómsal Háskólans í Reykjavík, stofu M103 á vegum Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ Nýlega skilaði sérfræðinganefnd niðurstöðum sínum um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum verður vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðinganna kynntar og rætt hvað skuli gera næst í stjórnarskrármálinu. Erindi flytja Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við lagadeild HR, dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ sem áttu sæti í sérfræðingahópnum, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst. Almennar umræður.
Lesa meira
VG styrkir íþróttaumfjöllun til að ná enn betur til yngra fólks

VG styrkir íþróttaumfjöllun til að ná enn betur til yngra fólks

Dagblaðið VG í Noregi er og hefur undanfarin misseri verið eitt öflugasta blaðið þar í landi og þykir raunar til fyrirmyndar hvað varðar fjölbreytileika og notkun á ólíkum miðlunargáttum, en auk prentútgáfu er VG með vefsíðu og öflugt  vefsjónvarp sem hugmyndir eru um að setja inn á stafræna dreifikerfið.  VG hefur  ekki hvað síst vakið athygli fyrir að haf náð til unga fólksins sm annars les ekki mikið dagblöð, og segja talsmenn blaðsins að það megi m.a. rekja til þess hversu hátt íþróttum er gert undir höfði í blaðinu og hvernig ritstjórnin nálgast þann málaflokk. Árið 2005 hóf göngu sína sérstakur íþróttakálfur með blaðinu sem kom á bleikum pappír en síðan þá hefur ekki verið mikið um breytingar á þessum hluta blaðsins. Nú stendur hins vegar til að auka áhersluna á íþróttir og gera á íþróttablaðinu umtalsvreðar breytingar sem íþróttaritstjórinn Trond Johannessen kallar raunar „andlitsliftingu“. Hugmyndin er  að ná enn betur til yngri lesendahópa og styrkja stöðu útgáfunnar. Íþróttablaðið mun í framtíðinni verða sjálfstæðara og virka meira sem ein heild, en þrátt fyrirútlitsbreytingar á það þó áfram að vera hluti af og falla inni í heild VG útgáfunnar. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga

Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13-17. Kennari Kjartan B. Björgvinsson lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Luxemburg. Þátttökugjald kr. 11.800.-. Skráning á námskeiðið. Frekari upplýsingar og lýsing á námskeiðinu HÉRStaðsetning: Húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ við Dunhaga Markhópur námskeiðsins eru: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra.Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum.Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.
Lesa meira
BBC 90 ára í dag

BBC 90 ára í dag

Í dag fagnar BBC útvarpið því að 90 ár eru liðin frá fyrstu útsendingu þess. Af því tilefni munu allar útvarpsrásir BBC sameinast í útsendingu kl 17:33.  Hér er um 60 útvarpsrásir  að ræða, staðbundnar í Bretlandi og á landsvísu og svo útvarp sem starfar í alþjóðlegu samhengi. Alls verður sameiginleg útsending í um 3 mínútur þar sem brotum úr sögulegu efni verður útvarpað. Sjá meira hér
Lesa meira
Baráttudagur fyrir atvinnu

Baráttudagur fyrir atvinnu

Í dag, 14. nóvember, er  evrópskur baráttudagur fyrir atvinnuöryggi og samstöðu um réttinn til vinnu sem Samband stéttarfélaga í Evrópu, ETUC, stendur fyrir. Evrópusamband blaðamanna, EFJ, er þátttakandi í þessum degi og styður heilshugar þær kröfur og þau sjónarmið sem þessi baráttudagur snýst um. Líkt og á við um fjölmargar atvinnugreinar á fjölmiðlun og blaðamennska undir högg að sækja í yfirstandandi kreppu á vinnumarkaði  og að mati EJC byrjuðu ekki þessir erfiðleikar á vinnumarkaði árið 2008, heldur miklu fyrr.  Útgefendur voru löngu áður farnir að reyna að kreista meira út úr starfsmönnum sínum með því að krefjast meira ritstjórnarefnis á tæknilegra og flóknara formi af sífellt færra fólki. En á síðustu þremur árum hefur ástandið orðið enn skelfilegra segir í frétt frá EFJ í tilefni dagsins. Vítt um Evrópu eru nú blikur á lofti í atvinnumálum fjölmiðlafólks of full ástæða til að grípa til varna og sýna samstöðu. Meðal þeirra landa sem ástandið er erfitt eru Portúgal þar sem einkavæða á almenningsmiðla;, Grikkland þar sem stórfelldur niðurskurður blasir við á ölllum sviðum, uppsagnir og launalækkanir;  Spánn þar sem uppsagnir blasa við þriðjungi starfsmanna á hinu gamlagróna El Pais; og svo í löndum einsog Noregi, Frakklandi og Bretlandi þar sem stórfelld „hagræðing“ stendur fyrir dyrum á fjölmiðlum. Sjá einnig hér
Lesa meira

"Newsnight málið" nær til fleiri

Ian Overton sem hefur verið ritstjóri hinnar virtu „Skrifstofu um rannsóknarblaðamennsku“ eða Bureau of Investigative Journalism (BIJ) sagði starfi sínu lausu í gær. Ástæðan er að BIJ tengist BBC hneykslinu varðandi fréttir Newsnight um barnaníðing þar sem hátt settur breskur stjórnmálamaður var ranglega tengdur við málið. Áður en Newsnight þátturinnvar sýndur hafði Overton tvítað um málið og sagt að nú væri um það bil að fara í loftir Newsnight þáttur þar sem hátt settur pólitíkus væri afhjúpaður sem barnaníðingur og byggði m.a. á rannsóknarvinnu frá BIJ. Þessu tvíti var síðan „endurtvítað“ um 1500 sinnum.  Eins og fram hefur komið hefur þeta mál allt dregið langan dilk á eftir sér og vakið upp miklar spurningar um ritstjórnarlega ábyrgð og eins um ábyrgðarkeðju á ritstjórnum. Hér má sjá gagnmerka úttekt mbl.is á málinu og frétt frá AFP. Sjá um BIJ og Overton hér
Lesa meira
EFJ styður félaga á El Pais

EFJ styður félaga á El Pais

Evrópusamband blaðamanna, (EFJ) lýsti fyrir helgi yfir stuðningi við kröfur stéttarfélaga starfsmanna við spænska blaðið El Pais, en þar eru viðræður um endurskipulegningu á rekstri  sigldar í strand. Stéttafélögin stóðu fyrir 3ja daga verfalli, og og tóku félög allra starfsmanna þátt í aðgerðum, þar á meðal félög blaðamanna. Blaðið gengur nú í gegnum mikla erfiðleika og hefur þriðjungi starfsfólks verið sat upp eða um 150 manns.  Fyrirtækið hafði gefið sér fram að helgi til að ljúka samningum við starfsfólk um endurskipulagninguna en engir samningar tókust. „Allt of of virðast stjórnendur fjölmiðla telja að laun rekstrarerfiðleika sé að segja upp fólki þó ljóst sé að slíkur niðurskurður skapar yfirleitt meiri vandamál en hann leysir því gæði blaðamennskunnar minnka óhjákvæmilega,“ segir framkvææmdastjóri EFJ Stepen Pearse. „Við höfum ekki einvörðungu áhyggjur af þeim störfum sem félagar okkar missa heldur hér um að tefla framtíð þekkra stórblaða í Evrópu, blaða eins og El Pais,“ segir hann enn fremur. Sjá einnig hér
Lesa meira

Umsögn BÍ um ný upplýsingalög

. Blaðamannafélag Íslands hefur skilað inn umsögn um nýtt frumvarp til upplýsingalaga. Umsögnina má lesa hér. 
Lesa meira

Umsögn BÍ um RÚV frumvarp

Blaðamannafélags Íslands hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið,  194. mál. Nánar í pdf.
Lesa meira