Blaðamaður frá El Salvador fær Politkovskaya verðlaunin

Carlos Dada
Carlos Dada

Carlos Dada, sem er ritstjóri og stofnandi vefmiðilsins El Faro fékk verðlaun Önnu Politkovskayu fyrir rannsóknarblaðamennsku og störf við erfiðar aðstæður, en það er ítalska blaðið Internationale á Ítalíu stendur að verðlaununum. Verðlaunin voru sett voru á fót til að heiðra minningu rússnesku blaðakonunnar og mannréttindafrömuðarins Önnu Politkovskayu sem var myrt árið 2006 í Moskvu. El Faro, eða „Vitinn“ er fyrsti miðillinn í Rómönsku Ameriku sem starfar eingöngu á netinu og hefur hann fjallað mikið um átök milli gengja í höfuðborginni San Salvador sem og lítið gagnsæi stjórnsýslunnar í landinu. Meðal annars hefur miðillinn fjallað um samninga sem stjórnvöld hafa gert við gengin, en sú umfjöllun hefur stefnt öryggi starfsmanna miðilsins í hættu og hafa þeir mátt búa við ógnanir og hótanir.

El Faro hefur áður fengið viðurkenningu fyrir afhjúpandi umfjöllun sína um ýmis mál, m.a. um morðið á erkibiskupnum Óscar Romero, sem hersveitir stjórnvalda drápu á sínum tíma. Þá tilnefndi Skrifstofa amerískra mannréttindamála í Wasington miðilinn sem einn af verðlaunahöfum fyrir mannréttindabaráttu í ár og í fyrra var El faro veitt verðlaun Colimbiu haskólans í baðamennsku, „the Maria Moors Cabot Prize“.