BBC og NYT mest "tístir" virtra miðla

Í nýrri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Arizona í BNA var samfélagsmiðillinn Twitter notaður til að mæla hvaða „yfirvegaða“ fréttastofa (e. serious newswire) nyti mestra vinsælda. Twitter er mikið notaður af fréttamönnum og skoðanaleiðtogum sem fyrst og fremst treysta á vandaðar fréttir og þótti þessi leið því gefa vísbendingar um hvaða fréttastofa af vandaðari gerðinni væri mest notuð. Skoðuð voru „tíst“ með tenglum á fréttir í þrjár vikur og í ljós kon að fréttir frá BBC og New York Times voru mest sendar (e. retweeted). Einnig kom í ljós að fréttir frá BBC, Mashable og NYT höfðu lengstan líftíma.
Sjá einnig hér