Fallið frá nefskatti fyrir ríkisútvarpið í Svíþjóð

Í Svíþjóð hefur nú verið fallið frá áformum um að breyta fjármögnun ríkisútvarpsins þannig að í stað afnotagjalda yrði tekinn upp sérstakur tekjutengdur skakktur sem myndi fjármagna rekstur almannaútvarps. Menningamálaráðuneyti Svía hefur tilkynnt um að þessar hugmyndir verði setta á ís að sinni vegna þess að frekari skoðunar sé þörf.  

Sérstök útvarpsnefnd hefur verið starfandi í meira en ár við að fara í saumana á því hvernig fjarmágna beri Sveriges Radio, Sveriges Television og Sveriges Utbildningsradio, og í síðasta mánuði kynnti nefndin tillögur sínar og þar var meðal annars að finna hugmyndir um sérstakan tekjutengdan sjónvarpsskatt eða nefskatt  sem allir yfir 18 ára aldri ættu að greiða. Nú hafa hugmyndirnar verið sendar út til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, en hugmyndin um tekjutengda nefskattinn er ekki meðal þess sem sent var út.

Sjá einnig hér