Fréttir

Leveson lávarður

Vill öflugra sjálfseftirlit

Ákveðnari útfærslur á sjálfseftirliti (self-regulation) sem byggir á almennri löggjöf er það sem þarf til þess að halda upp siðferðilegum gildum í fjölmiðlum, er meðal niðurstaðna í  hinni svokölluðu Leveson-skýrslu um siðferði í breskum fjölmiðlum sem birt var í dag.   Sjá frétt Mbl hér Sjá frétt BBC 
Lesa meira
Höfundur þessarar skopmyndar fékk sekt og fangelsisdóm í heimalandi sínu fyrir að gagnrýna misbeitin…

Vefsíða gegn ritskoðun

Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa sett upp vefsíðu sem heitir “WeFightCensorship” (Við berjumst gegn ritskoðun) og þar verður birt efni sem hefur verið ritskoðað eða bannað eða hefur verið tilefni til refsiaðgerða gegn þeim sem bjó efnið til. Tilganurinn era ð gera ritskoðun tilgangslausa. “Þetta er framtak sem á sér ekkert fordæmi og mun koma til viðbótar þeim aðgerðum sem Blaðamenn án landamæra beita í baráttu sinni fyrir tjáningarfrelsi og frjálsu upplýsingaflæði, s.s. fræðslu, hagsmunagæslu og aðstoð,” segir í tilkynningu frá samtökunum.  Efni frá blaðamönnum eða netverjum, sem hafa orðið fyrir ritskoðun mun koma til greina til birtingar á vefnum óháð því hvort um er að ræða texta, myndir, myndbönd eða hljóðupptökur. Efnið sem fer inn á síðuna er valið af sérstakri ritnefnd og samhliða því að efnið verður birt verður gerð grein fyrir aðstæðum og kirngumstæðum þess sem bjó til efnið. Einnig er hugsanlegt að efninu fylgi viðbótar upplýsingar eða skjöl sem varpa ljósi á það hvers vegan efnið var bannað og hjálpa almenningi til að skilja mikilvægi þess.  Efni alls staðar að úr heiminum verður birt á frummálinu en einnig í þýðingu, (líka á kínversku, persnesku og víetnamísku) og er vefsíðan þannig úr garði gerð að auðvelt á að vera að fjölfalda hana og speglaðar síður verða búnar til þannig erfitt mun verða að blokkera hana eða útiloka. Þá munu fylgja tilmæli til netverja um heim allan að dreifa sem víðast því efni sem þar er að finna.  Sjá nánar hér
Lesa meira
EFJ lýsir eftir félagslegri ábyrgð útgefenda í Þýskalandi

EFJ lýsir eftir félagslegri ábyrgð útgefenda í Þýskalandi

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur lýst yfir stuðningi við samtök þýskra blaðamanna í kalli þeirra eftir félagslega ábyrgri afstöðu útgefenda vegna niðurlagningar Financial Times í Þýskalandi og gjaldþrots Frankfurter Rundschau. „Allt í allt hafa um 800 blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn misst vinnuna og fjölmargir lausamenn tapað verkefnum í Þýskalandi að undanförnu.  Ví tökum við undir með aðildarfélögum okkar í Þýskalandi og skorum á viðkomandi fjölmiðlafyrirtæki að leitast við að bjóða þeim sem missa vinnu önnur störf við hæfi hjá öðrum fjölmiðlum þessara fyrirtækja,“ segir Arne König, formaður EFJ. „Sem betur fer er fjölmiðlamarkaðurinn í Þýskalandi enn sterkur og fjölbreyttur, en það er hins vegar mikilvægt að allir þeir sem koma að og hafa hagsmuna að gæta í fjölmiðlum í Evrópu komi saman og ræði hvernig hægt sé að tryggja ábyrga og vandaða fjölmiðlun á öllum sviðum,“ segir hann enn fremur. Frankfurter Rundschau, sem verið hefur eitt af helstu dagblööðum í Þýskalandi fór fram á gjaldþrotaskipti um miðjan mánuðinn og þar tapast um 500 störf.  Financial Times í Þýskalandi mun hætta að koma út þann 7. desember en þar starfa nú um 300 manns. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Örkynningar um samfélagsmiðla

Örkynningar um samfélagsmiðla þriðjudaginn 27. nóvember kl. 16:30 -18:00Engjateig 9, kjallara (Verkfræðingahúsið) Stuttar og hnitmiðaðar örkynningar og spjall um samfélagsmiðla (e. Social Media) á vegum faghóps Ský um vefstjórnun. Hvernig ná fyrirtæki árangri með notkun samfélagsmiðla? Hver er tenging þeirra við hefðbundnar markaðsherferðir? Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um áhrif og notkun samfélagsmiðla frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlestrar: Skapaðu samkeppnisforskot með sterkri heild samfélagsmiðla og vefsetraJón Heiðar Þorsteinsson, Advania Að fá fólk til að talaHugmyndir fyrir heimilið/ Good ideas for you Inga og Anna Lísa Þjónusta Vodafone í gegnum samfélagsmiðlaSigrún Ásta Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Vodafone Félagar í Ský fá frítt inn en utanfélagsmenn greiða 1.000 kr. (posi á staðnum).
Lesa meira

EFJ mótmælir niðurskurði í Færeyjum

Hart er nú sótt að Kringvarp Føroya, færeyska ríkisútvarpinu, og hefur Evrópusamband blaðamanna (EFJ) séð sig knúið til að lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. EFJ hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir því hvernig staðið hefur verið að hagræðingaraðgerðum og skorar á stjórnendur að hafa meira samstarf við starfsmenn. 19. nóvember síðastliðinn var starfsmönnum Kringvarp Føroya greint frá því að umtalsverðar breytingar stæðu fyrir dyrum á starfseminni og það án þess að nokkur undirbúningur eða viðræður ættu sér stað. ,,Ekki aðeins er ætlunin að fækka um þriðjung starfsmanna, frá 84 starfsmönnum í 60, heldur komu þessar fyrirætlanir eins og þruma úr heiðskýru lofti, bæði fyrir starfsmenn og samtök þeirra," sagði Jógvan H. Gardar, formaður Blaðamannafélags Færeyja. Bæði félagið og starfsmenn hafa óskað eftir nánari upplýsingum um stöðu mála. Þeim hefur hins vegar verið tjáð að ekki sé hægt að verða við því að svo stöddu. Um leið og ákvörðunin lá fyrir var hætt við nokkra þætti, þar á meðal þá sem byggðust á vinnu sjálfstætt starfandi blaðamanna. ,,Við erum undrandi og áhyggjufullir. Ekki aðeins vegna umfangs endurskipulagningarinnar heldur ekki síður vegna framkomu stjórnenda," sagði Arne König formaður EFJ en hér er stuðst við tilkynningu sem EFJ sendi út vegna málsins. ,,Við skorum á stjórnendur að hefja viðræður við stéttarfélag blaðamanna svo skjótt sem unnt er." Það sem er að gerast í Færeyjum er því miður dæmigert fyrir þróun mála undanfarin ár. Verulegur samdráttur hefur verið á starfsemi almenningsútvarps víða í Evrópu, reglulegur niðurskurður blasir allstaðar við. Hjá Kringvarp Føroya hefur þannig fækkað úr 110 starfsmönnum árið 2007 niður í 84 núna. Og áfram verður fækkað en tekjusamdráttur hefur verið undanfarin ár hjá Kringvarp Føroya. Útvarp Føroya hóf að senda út 6. febrúar 1957. EFJ hefur innan sinna vébanda um 310.000 blaðamenn í yfir 30 löndum.
Lesa meira
Mótmæla niðurskurði og framkomu hjá Kringvarp Föroya

Mótmæla niðurskurði og framkomu hjá Kringvarp Föroya

Evrópusamband blaðamanna sendi nú fyrir helgina frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á endurskipulagningu Ríkisútvarpsins í Færeyjum og þess krafist að þegar yrðu teknar upp raunverulegar samræður og samráð við starfsfólk. Á mánudaginn fyrir viku var starfsmönnum ríkisútvrpsins í Færeyjum, Kringvarp Föroya, tilkynnt að meiri háttar breytingar á starfseminni stæðu fyrir dyrum og að hrinda ætti þessum breytingum í framkvæmd án þess að fram færi neitt samráð við starfsmenn. “Ekki nóg með það að skera á niður í starfsmannahaldi um næstum þriðjung, úr 84 niður í um það bil 60, heldur kom þessi tilkynning sem þruma úr heiðskíru lofti og án þess að nokkur samræða hafi farið fram milli stéttafélaga og stjórnar stofnunarinnar,” segir Jógvan H. Gardar, varaformaður Blaðamannafélagsins. Bæði starfsmenn sjálfir og stéttafélög þeirra höfðu áður óskað eftir því að fá upplýsingar um hver staðan væri hjá stofnuninni, en fengu þau svör að slíkt yrði að bíða þar til stjórnendur væru tilbúnir að ræða það. Strax og tilkynningin var komin var skrúfað fyrir ýmsa starfsemi, m.a. öll kaup á þjónustu frá lausafólki. “Við eru bæði hissa og áhyggjufull, ekki bara vegna þess hversu umfangsmiklar aðgerðirnar eru, heldur líka vegna framkomu stjórnarinnar,” segir Arne König forseti EFJ. “Því skorum við á stjórnina að hefja nú þegar viðræður við starfsfólkið og stéttarfélög,” segir hann ennfremur. Ástandið hjá Kringvarp Föroya er því miður svipað því sem þekkist hjá ýmsum sambærilegum stofnunum í Evrópu; stöðugur niðurskurður (frá 110 starfsmönnum 2007 niður í 84 í dag) og síminnkandi tekjur sem koma fyrst og fremst frá afnotagjöldum. “Við vonum að umræðan um þennan niðurskurð og fækkun starfsfólks muni verða til þess að auka skilning og meðvitund um mikilvægi þess að hafa lífvænlegt almenningsútvarp á eyjunum,” segir König.
Lesa meira
Eins konar

Eins konar "IBAN" kerfi fyrir fjölmiðlaefni

Athyglisvert fjölmiðlaverkefni sem miðar að því að gera ritstjórnarefni og annars konar höfundaréttarvarið efni sem aðgengilegast hinum ýmsu fjölmiðlagáttum á löglegan hátt með því að búa til alþjóðlegt rafrænt miðlunarkerfi er í vinnslu. Stefnt er að því að taka kerfið í gang í byrjun næsta árs. Kerfið á að virka fyrir allar tegundir fjölmiðlaefnis, greinar, hljóðupptökur, tónlist, myndir og myndbönd og hefur fengið nafnið Linked Content Coalition (LCC), sem gæti útlagst sem Samtengda efnis samsteypan eða eitthvað slíkt.  Hugmyndin er að ná fram svipuðu kerfi og banka- og fjármálakerfið hefur í hinu svokallaða “IBAN”. Með því geta bankar átt samskipti og viðskipti um allan heim þrátt fyrir að hver banki og hvert land um sig hafi sitt eigið sjálfstæða samskiptakerfi. Sérhver geiri í efnisframleiðslu hefur sitt eigið kerfi til að halda utan um höfundarrétt og birtingar en með þessu LCC kerfi er vonast til að unnt verði að búa til regnhlíf sem ná muni til allra. Þetta kerfi þykir lofa góðu um að hægt verði að koma meiri reglu og festu á þessa hluti en verið hefur og verkefnið m.a. stutt af Framkvæmdastjórn ESB og ýmis Evrópuríki eru áhugasöm um það. Sjá nánar hér
Lesa meira
Baráttudagur gegn friðhelgi kúgara

Baráttudagur gegn friðhelgi kúgara

Alþjóðasamband blaðamanna hefur skipulagt “dag gegn friðhelgi” (Day against Impunity) þeirra sem gera blaðamenn að skotmörkum.  Dagur gegn friðhelgi verður haldinn á föstudag, þann 23. nóvember. Þetta er í annað sinn sem þessi baráttudagur er skipulagður, en dagsetningin er valin til að minnast Maguindano fjöldamorðanna á Filipseyjum þennan dag 2009, þegar 32 blaðamenn og almennir borgarar voru myrtir án þess að ódæðismönnunum væri í raun refsað fyrir það.  Á sérstakri heimasíðu bráttudagsins er að finna miklar upplýsingar um bæði fórnarlömb og eðli þeirrar friðhelgi sem fjölmargir sem ofsækja blaðamenn njóta, hvort sem það eru stjórnvöld í viðkomandi landi sem standa fyrir ofsóknunum eða einhverjir sem starfa í skjóli stjórnvalda.  Heimasíðan er öll hin athyglisverðasta og þar er einnig hægt að spila hlutverkaleiki sem hjálpa spilurum að setja sig í spor þeirra sem búa við kúgun af þessu tagi. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

Fordæmir árásir á fréttamenn á Gaza

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur krafist þess að fram fari alþjóðleg rannsókn á skipulagðar árásir Ísraelhers á byggingar þar sem fjölmiðlafólk var að störfum á Gaza svæðinu. Að minnsta kosti sex blaðamenn særðust illa í þessum árásum, þar á meðal myndatökumaðurinn Khader as Zarah sem missti annan fótinn, eftir sprengjuárásir Ísraelsmana á tvær byggingar þar sem fjölmargir fjölmiðlar höfðu bækistöðvar sínar  á sunnudagsmorgun. Meðal þeirra fjölmiðla sem þar voru staðsettir voru útvarpssöð á vegum Hamas og ýmisar arabískar útvarpsstöðvar auk alþjóðlegara fjölmiðla s.s. ITN, SKY og fleiri. “Við krefjumst þess að Sameinuðu þjóðirnar hefi allsherjar rannsókn á þessum árásum og að stjórnvöld í Íslarel verði látin svara til saka,” segir Jim Boumelha, forseti IFJ.  “Alþjóðasamfélagið verður að bregðast strax við þessum hneykslanlegu atburðum. Réttindi blaðamanna á átakasvæðum hefur einmitt verið á dagskrá hjá Sameinuðu þjóðunum og nú geta aðildarríki ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar eitt ríki fer fram á svo ófyrirleitinn og hættulegan máta,” segir Jim Boumelha ennfremur. Fleiri samtök blaðamanna hafa fordæmt árásirnar, þar á meðan Blaðamannasambandið í Palestínu og Blamannafélagið í Ísrael hefur harmað að stjórnvöld skuli ekki virða öryggi blaðamanna á átakasvæðum. Spurningin um öryggi blaðamanna á að koma til umræðu á þingi stofnana Sameinuðu þóðanna sem haldið verður í Vín í næstu viku. Alþjóðasamband blaðamanna hefur hvatt til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér á því þingi og beini spjótum sínum að ríkisstjórnum þar sem þessi mál eru í ólestri.  “Það verða að verða eftirmálar að þessari ófyrirleitnu árás ísraelsks herliðs og fyrir hana verður að refsa. Verði það ekki gert standa blaðamenn og fjölmiðlar varnarlausir gagnvart sambærilegum árásum á átakasvæðum framtíðarinnar,”? segir Jim Boumelha.
Lesa meira

Blaðamannafélagið 115 ára

Á þessum degi fyrir 115 árum eða 19. nóvember 1897 komu saman fulltrúar nokkurra helstu blaða í Reykjavík og samþykktu að stofna með sér blaðamannafélag. Var félagsstofnunin síðan formlega staðfest hinn 4. janúar 1898 þegar lög voru samþykkt fyrir Hið íslenska blaðamannafélag, nú Blaðamannafélag Íslands. Helsti forgöngumaður þessarar félagsstofnunar var Jón Ólafsson, ritstjóri, sennilega litríkasti blaðamaður íslenskrar fjölmiðlasögu, en hann var þá tiltölulega nýkominn heim eftir aðra dvöl sína í Vesturheimi. Jón hafði daginn áður sent út bréf til að boða til þessa stofnfundar. Þar stóð: Það eru vinsamleg tilmæli mín við yðr, að þér vilduð gera svo vel að koma niðr á salinn á Hotel Island (þar sem stúdentafélagið er vant að halda fundi) á föstudaginn 19. nóv. kl. 8 1/2 síðdegis. Tilgangr minn er, að bera upp við yðr tillögu um stofnun blaðamanna-félags, bæði í því skyni að efla hagsmuni stéttar vorrar á ýmsa lund og efla félagslega umgengni og viðkynning blaðamanna á milli. Skal ég á fundi þessum reyna að skýra fundarefnið ýtarlegar og benda á ýmisleg verkefni, er mér hafa hugkvæmzt sem sennileg viðfangsefni fyrir blaðamannafélag, ef það komist á. Bréfið stílaði Jón á Hannes Þorsteinsson, útgefanda og ritstjóra Þjóðólfs, Björn Jónsson, útgefanda og ritstjóra Ísafoldar, Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran) meðritstjóra Ísafoldar, hjónin Valdimar Ásmundsson, útgefanda og ritstjóra Fjallkonunnar, og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, útgefanda Kvennablaðsins, Einar Benediktsson, útgefanda og ritstjóra Dagskrár, Þorstein Gíslason, útgefanda og ritstjóra Íslands, og Jón Jakobsson, útgefanda Nýju aldarinnar sem Jón Ólafsson ritstýrði. Stofnfundurinn var síðan haldinn samkvæmt fundarboðinu og mættu þar allir nema Einar Benediktsson og Hannes Þorsteinsson, en sá síðarnefndi átti þá einmitt í harðvítugum málaferlum við Björn í Ísafold. Þetta bréf Jóns Ólafssonar með fundarboðinu var fært Blaðamannafélagi Íslands til eignar hinn 20. mars 1950 á 100 ára afmælidegi Jóns Ólafssonar af dóttursyni hans, Hákoni Bjarnasyni, þáverandi skógræktarstjóra. Bréfið er nú varðveitt meðal ýmissa annarra skjala blaðamannafélagsins á Landsbókasafninu. Starfsemi blaðamannafélagsins var skrikkjótt framan af síðustu öld, oft vegna deilna blaðanna og ritstjóra á milli en segja má að samfelld saga félagsins sé til í fundargerðabókum frá því 1942. Skjöl félagsins sem eru varðveitt í Landsbókasafni eru frá tímabilinu upp úr 1930 en þó aðallega frá 1942 til um 1960. Þau eru flest hver úr fórum Jóns Bjarnasonar á Þjóðviljanum sem var formaður félagsins um skeið og lengi ritari þess. Meðal þess sem er að finna í þessu safni er vísir að blaðamannatali sem félagið hefur á þessum tíma verið byrjað að láta taka saman. Prentað hefur verið sérstakt eyðublað sem bæði starfandi blaðamenn og eins nýir umsækendur um aðild að félaginu hafa átt að fylla út. Fylgir það hér til fróðleiks í tilefni dagsins, en rétt að ítreka að það er engan veginn tæmandi þar sem enn vantar margan blaðamanninn í talið sem vitað er að voru starfandi á þessum tíma. Hins vegar eru af hálfu félagsins uppi áform um að gera þar bragarbót á með því að fylla upp í eyðurnar ásamt fróðleik um blaðamenn fyrri tíma. Til hamingju með daginn, íslenskir blaðamenn!
Lesa meira