Nýtt vefsetur Blaðamannafélagsins

Eins og lesendur press.is hafa séð hefur vefsetri Blaðamannafélagsins verið gjörbreytt og það endurnýjað frá grunni. Breytingarnar hafa staðið yfir í talsverðan tíma og á að vera tryggt að allt sem máli skiptir af gamla vefnum hafi flust yfir á nýja vefinn. Markmiðið með breytingunum var að gera vefinn einfaldari og skýrari og þar með auðvelda fólki að finna hina einstöku þætti sem vefurinn hefur að geyma. Samhliða hefur verið bætt við ýmsum nýjungum og munar þar trúlega mest um nýjan orlofsvef sem tekur gamla kerfinu langt fram að öllu leyti. Á nýja vefnum geta félagsmenn þannig sjálfir séð hver staðan er á útleigu orlofshúsa, hvað er laust og hvað ekki, og síðan pantað hús eða bústað eftir atkvikum á vefnum. Einnig eru ýmsar aðrar upplýsingar mun aðgengilegri á þessum vef en þær voru áður. Áfram verður félagið að sjálfsögðu með viðveru á samfélagsmiðlum og auðveldara á nú að vera að deila upplýsingum af press.is á slíkum miðlum en áður. 

Það er von  stjórnar og forustu B.Í. að þessar breytingar falli félagsmönnum vel í geð og að þær verði til þess að gera upplýsingagjöf og upplýsingastreymi enn skilvirkara en áður.