Staða íslenskra blaðamanna styrkist

Mannrétt
Mannrétt

Eiríkur Jónsson, formaður Fjölmiðlanefndar segir að nýlegur sýknudómur Hæstaréttar í máli gegn blaðamanni DV, sé til marks um að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu í sumar sé farinn að hafa áhrif og búast megi við að tjáningarfrelsi aukist í kjölfarið. Eiríkur var annar tveggja framsögumanna á síðdegisfyrirlestri LOGOS á dögunum þar sem fjallað var um áhrif dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum íslenskra blaðakvenna gegn ríkinu.  Eiríkur segir að dómar Mannréttindadómstólsins og nú fjölmiðlalög styrki stöðu íslenskra blaðamanna.
Sjá frétt RÚV um málið hér