Til varnar blaðamennsku í Tyrklandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambands blaðamanna hefur ákveðið að hið árlega átak  „Til varnar blaðamennsku“, sem jafnan fer fram þann 5. nóvember, verði helgað áframhaldandi báráttu fyrir því að frelsa tyrkneska blaðamenn úr fangelsi.  Framkvæmdastjórnin segir að þrátt fyrir að ástandið í Tyrklandi sé hugsanlega að versna og þrýstingur á blaðamenn og aðra gæslumenn mannréttinda sé að aukast, þá hafi komið fram ákveðin merki um að átak EFJ og aðildarsamtaka þess um að „ættleiða“ tyrkneskan blaðamann hafi borið árangur. Margir hinna „ættleiddu“ blaðamanna hafa verið látnir lausir þó svo að enn eigi raunar eftir að rétta í máli margra þeirra. Þessar fréttir hafa ýtt undir frekari  aðgerðir af hálfu EFJ í Tyrklandi.

Líkt og fyrir tveimur árum hefur EFJ nú hvatt aðildarfélög sín og félaga þeirra til að senda bréf til tyrkneskra sendiráða vítt um Evrópu og beina þannig athyglinni að þessu vandamáli og er hægt að nálgast form fyrir bréfið á heimasíðu EFJ hér

Síðan mun EFJ, daginn eftir baráttudaginn sjálfan (sem er 5. nómvember) –  eða þann 6. nóvember, standa fyrir aðgerðum utan við Evrópuþingið. Þetta mun gerast að afloknu málþingi sem Evrópuþingið er mun standa fyrir um fjölmiðlafrelsi, þar sem Arne König forsti EFJ verður meðal ræðumanna. Þá hyggjast félagar úr EFJ og aðildarfélögum þess standa fyrir utan þingið og dreifa plaggi sem þeir kalla „Arrested Gasette“ sem þýða mætti sem hin „Handteknu tíðindi“. Í því dreifibréfi verða birtir útdrættir úr ýmsum skrifum þeirra blaðamanna sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi. Hér má sjá á ensku hin „Handteknu tíðindi“