Fjölmiðlar breyttust eftir hrun

„Breyttust fjölmiðlar eftir hrun?“ Þetta er spurning sem þær Valgerður Anna Jóhannsdóttir umsjónarmaður meistaranáms í Blaða- og fréttamennsku við HÍ og María Elísabet Pallé svöruðu í erindi á Þjóðarspegli fyrir helgi. Erindið byggði á meirstararitgerð Maríu. Í stuttu máli er svar þeirra já, fjölmiðlar breyttust eftir hrun hvað varðar umfjöllun þeirra um bankana. Rannsóknin byggði á því að bera saman umfjöllun árið 2011 við það sem var á árunum 2006-2008 en í fylgiriti með Rannsóknarskýrslu Alþingisvar gerð grein fyrir rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um fjármálastofnanir fyrir hrun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ritstjórnir prentmiðla hafi gefið þessum fréttaflokki meira vægi á árinu 2011 heldur en á árunum 2006-2008 þar sem þess konar fréttir birtast hlutfallslega oftar á forsíðum og eru burðarfréttir á innsíðum. Sjálfstæð efnisöflun og greinandi umfjöllun hefur einnig aukist hlutfallslega milli tímabilanna sem borin voru saman. Niðurstöðurnar benda til þess að vinnubrögð prentmiðla hafi tekið jákvæðum breytingum eftir hrun íslenska fjármálakerfisins árið 2008.

Sjá einnig hér