Óhlutdrægir áhorfendur

Á Þjóðarspegli, ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísidnum, sem haldin er í HÍ í dag kynnir Guðbjörg Hildur Kolbeins forniðurtöður úr rannsókn sem gerð var meðal íslenskra blaðamanna í vor. Rannsóknin kannaði meðal annars  ýmiselgt varðandi   siðferði og  starfsumhverfi íslenskra blaða- og fréttamanna  og er þetta hluti af  84 landa samanburðarrannsókn.

 Niðurstöður sýna að íslenskir blaða- og fréttamenn telja mikilvægt fyrir starf sitt að vera óhlutdrægir áhorfendur sem skýri og greini frá atburðum líðandi stundar, segi frá hlutunum eins og þeir eru og sem leyfi fólki að koma skoðunum sínum á framfæri.  Í útdrætti af erindi sínu segir Guðbjörg Hildur það vekja athygli að tæplega átta af hverjum tíu þátttakendum sögðu að sjálfsritskoðun hefði nokkur, töluverð eða mjög mikil áhrif á starf sitt.

Enn fremur telja þeir að aðgangur að upplýsingum, aðgangur að auðlindum til fréttaöflunar (mannafla, fjármagni og tíma) og tímamörk hafi mestu áhrifin á störf sín en að áhrif skipulagsheildarinnar (eigenda og stjórnenda) séu lítil.

Forniðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á svörum 179 blaða- og fréttamanna en í þýðinu voru 350 manns. Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur, á pappír eða með netkönnun, vorið 2012.

Málstofan umþróun fjölmiðla hefst kl 15:00 í Aðalbyggingu 225