Fréttir

Sigurður Már Jónsson, nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Sigurður Már víkur úr stjórn BÍ

Sigurður Már Jónsson, varaformaður stjórnar Blaðamannafélags Íslands, hefur óskað eftir að verða leystur undan ábyrgðastörfum hjá félaginu. Í bréfi sem hann hefur ritað formanni BÍ kemur fram að hann telji að það fari ekki saman að gegna starfi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og sitja í stjórn BÍ. Í bréfinu segir Sigurður: "Vegna breytinga á mínum högum óska ég eftir að vera leystur undan ábyrgðarstörfum hjá Blaðamannafélagi Íslands. Það hefur verið mér mikil ánægja að starfa á þessum vettvangi og ég vill fá að þakka núverandi stjórn fyrir samstarfi. Einnig vill ég fá að þakka sérstaklega Hjálmari Jónssyni, formanni félagsins, fyrir sérlega ánægjulegt samstarf síðustu ár. Ég mun áfram verða félagi í BÍ og vonast til að geta snúið aftur á vettvang félagsins síðar meir.”  Blaðamannafélag Íslands þakkar Sigurði fyrir árangursrík störf hans í þágu félagsins á liðnum árum og heilladrjúgt samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi
Lesa meira
Tilkynning

„Réttur til að vita ...“

Hótel Hilton Nordica Reykjavík 27. september kl. 12 - 14 „Réttur til að vita ...“ Skráningarform Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:- Hvað felst í þessum degi?- Hvað gera önnur lönd?- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?- Hver er réttur almennings til upplýsinga?- Hvernig er lagaumhverfið?- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig? Dagskrá: 11:50 Afhending ráðstefnugagna 12:00 Fundur settur - hádegisverður borinn fram 12:20 Hvað felst í alþjóðlegum degi um réttinn til að vita? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 12:30 Persónuupplýsingar Hörður Helgi Helgason, lögmaður og forstjóri Persónuverndar 12:55 Opin gögn á Íslandi í samanburði við önnur lönd Fulltrúi frá Open Knowledge Foundation á Íslandi 13:20 Hvað er nýtt í Upplýsingalögunum? Trausti Fannar Valsson, Háskóla Íslands 13:45 Mat borgaranna: Af hverju leyna stjórnvöld upplýsingum sem eiga erindi við almenning? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 14:00 Fundarlok Ráðstefnustjóri: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Lesa meira
Frá vettvangi skotárásarinnar. ABC mynd

Skannar og samfélagsmiðlar varasamar heimildir

Á vef Washington Post er að finn athyglisverða greiningu á því hvernig lögregluskannar og samfélagsmiðlar geta stuðlað að því að rangar og villandi upplýsingar komist á kreik þegar fréttnæmir atburðir eru að gerast. Þetta gerðist í gær þesgar skothríð átti sér stað í bækistöðvum bandaríska flotans í Wwashington. Á fyrstu klukkutímunum eftir að skothríðin byrjaði var talað um þrjá byssumenn, síðan tvo og þá einn og loks aftur þrjá. Um miðjan dag talaði CNN um “nokkra”. Flestar þessara röngu frétta áttu uppsprettu í heimildum sem virtust nokkuð traustar, s.s. úr lögregluskönnum og fóru þaðan beint inn á twitter og aðra samfélagsmiðla og síðan inn í hefðbundna fjölmiðla og allt gerðist þetta á nokkrum mínútum. Mál þetta er allt áminning um að fréttir eru ekki áreiðanlegri en heimildirnar sem þær byggja á og undirstrikar mikilvægi heimildarrýni meðal blaðamanna. Sjá umfjöllun hér
Lesa meira
Vinningshafarnir Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni umhverfis…

Páll fær umhverfisverðlaun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Páli Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls segir:  Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Fréttablaðið úrskurðað brotlegt

Fréttablaðið úrskurðað brotlegt

Umfjöllun fréttablaðsins um dóm vegna fíkniefnamáls í Danmörku sl. sumar hefur nú verið úrskurðuð sem brot á 3. gr siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði siðanefndar og er brotið sagt ámælisvert. Sjá úrskurðinn hér
Lesa meira
Öryggimál blaðamanna rædd hjá Sþ

Öryggimál blaðamanna rædd hjá Sþ

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ræddi í dag nýja skýrslu um mikilvægi sérstakrar verndar fyrir blaðamenn og þörf á að uppræta yfirhilmingu með ofbeldi gegn þeim. Í skýrslunni, sem unnin er að skrifstofu mannréttindamála hjá Sþ, koma fram ýmsar tillögur og ábendingar til aðildarríkja um hvernig unnt sé að bregðast við þessu. Þar er bæði talað um hve brýnt sé að sýna pólitískan vilja til að ná þessu fram í ýmis konar löggjöf og ýmis praktísk atriði sem geta aukið á öryggi blaðamanna. Meðal þeirra tillagna sem teknar hafa verið með í skýrsluna er innlegg sem kom frá Alþjóðasambandi blaðamanna og fleiri samtökum fjölmiðlafólks. Þannig er þarna t.d. að finna ábendingar um að áarásir á blaðamenn verði álitnar sérstök ógnun við lýðræði og réttarríkið og slíkt kalli þar með á þyngri refsingar en annars væri. Sjá einnig hér
Lesa meira
EFJ Focus komið út

EFJ Focus komið út

Út er komið fréttabréf Evrópusambands blaðamanna (EFJ). Í þessu tölublaði er víða komið við en í leiðara er fjallað um aðförina að fjölmiðlafrelsi sem birtist í því að stjórnvöld í Bretlandi hafa í tvígang komið gert aðför að því að blaðamenn Guardian noti efni frá uppljósturum. Segir í leiðaranum að því miður sé þetta ekki uppspuni úr vísindaskáldsögu heldur blakaldur veruleiki sem hafi veruleg kælingaráhrif á fjölmiðlafresli í landinu. Sjá fréttabréfið á rafrænu formi hér
Lesa meira
Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ

Ricardo Gutiérrez ráðinn framkvæmdastjóri EFJ

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur ráðið Ricardo Gutiérrez sem framkvæmdastjóra frá og með 1. september 2013. Gutiérrez er gamalreyndur blaðamaður sem starfað hefur í faginu í um 25 ár. Áður en hann hóf störf fyrir EFJ vann hann hjá belgíska dagblaðinu Le Soir og þar hafði hann starfað í 23 ár. Hann hefur verið í stjórn Blaðamannafélags Belgíu (AJP-AGJPB) og fulltrúi þess í landsamtökum stéttafélaga þar í landi. Gutiérrez er þekktur baráttumaður fyrir réttindum stéttarfélaga. „Það er mér mikil heiður að komast í aðstöðu til að þjóða blaðamennskunni en henni hef ég tileinkað ævistarf mitt,“ segir Gutiérrez. „Framundan eru margar áskoranir og orrustur sem þurfa að vinnast og ég mun einbeita mér að því að því nýja verkefni að standa fast við hliðina á stéttafélögum okkar í þeirra störfum,“ segir hann ennfremur. Gutérrez er af spænskum ættum en fæddur í Belgíu og talar reiprennandi frönsku,spænsku, ensku og ítölsku.
Lesa meira
Óska eftir konunglegu liðsinni

Óska eftir konunglegu liðsinni

 Blaðamannafélag Noregs hefur sent nokkuð óvenjulegt bréf til Haraldar Noregskonungs þar sem óskað er eftir liðsinni konungs í baráttunni fyrir réttindum blaðamanna í Tyrklandi. Kóngur er á leiðinni í opinvera heimsókn til Tyrklands 5,-7. Nóvember og í bréfinu sem Thomas Spence formaður félagsins skifar, er óskað eftir að Haraldur taki málið upp við þarlend stjórnvöld. Bent er á að 63 blaðamenn séu í fangelsi um þessar mundir vegna starfa sinna. Sjá bréfið hér
Lesa meira
Bikur á lofti hjá dönskum blaðaljósmyndurum

Bikur á lofti hjá dönskum blaðaljósmyndurum

Atvinnuleysi meðal danskra blaðamanna hefur heldur minnkað frá í fyrra en hins vegar hefur atvinnuleysi hjá blaðaljósmyndurum verið að aukast. Er þá ekki talið með dulið atvinnuleysi sem felst í því að ljósmyndarar vinna margir hverjir sem lausamenn og verkefnum hefur fækkað mjög mikið. Þeir mega ekki skrá sig atvinnulausa og vera á sama tíma með virðisaukaskattsnúmer. Jens Tønnesen formaður blaðaljósmyndarafélagsins í Danmörku segir að þetta sé alvarleg staða, ekki síst í ljósi þess að um helmingur af þeim tæplega 700 ljósmyndurum sem séu vikrir sem slíkir sé um helmingurinn lausamenn. Sjá einnig hér
Lesa meira