Fréttir

Tilkynning

Málþing um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Málþing fjölmiðlanefndar um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði Fjölmiðlanefnd stendur fyrir opnu málþingi um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði að Hannesarholti við Grundarstíg 10, kl. 14.00 til 16.30 fimmtudaginn 16. maí n.k. Fjallað verður um ákvæði laga um fjölmiðla nr. 38/2011 sem gera fjölmiðlum sem sinna fréttum og fréttatengdu efni að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði starfsmanna. Fjölmiðlanefnd telur mikilvægt að stuðla að faglegri umræðu um skyldu fjölmiðla til að setja sér slíkar reglur og efni þeirra og tryggja að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt útgefenda, ritstjóra og blaðamanna.  Til umfjöllunar á málþinginu verður m.a. efni og inntak slíkra reglna og hvernig ritstjórnarlegu sjálfstæði sé best fyrir komið í slíkum reglum. Þá verður rætt um hvort sömu sjónarmið eigi að gilda um setningu slíkra reglna hvað varðar prentmiðla og ljósvakamiðla, einkarekna miðla og ríkismiðla, staðbundna fjölmiðla og fjölmiðla sem ætlað er að ná til alls landsins og frímiðla og áskriftarmiðla? Ber að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði ritstjóra og blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum eða á eigendum að vera frjálst að móta og framfylgja eigin ritstjórnarstefnu? Eru aðrar leiðir hentugri til að tryggja réttindi blaða- og fréttamanna, t.d. í gegnum kjarasamninga eins og gert er á Norðurlöndunum?  Karl Axelsson, settur formaður fjölmiðlanefndar verður fundarstjóri og stýrir jafnframt pallborði. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar mun fara yfir forsögu og inntak ákvæðis laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um skyldu til að setja slíkra reglur. Að því loknu mun Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta fjalla um hvort reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði eigi rétt á sér. Því næst tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins til máls og fjallar um mikilvægi siðareglna. Að lokum fjallar Björn Vignir Sigurpálsson frá Blaðamannafélagi Íslands um ritstjóra í lykilhlutverkum. Guðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, stjórnarmaður í Félagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum ásamt frummælendum. Málþingið er öllum opið og án endurgjalds. Dagskrá málþings 14.00 Karl Axelsson, settur formaður fjölmiðlanefndar býður málþingsgesti velkomna. 14.10 Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar: Til hvers eru reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði? Forsaga og inntak 24. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 14.25 Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta: Eiga reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði rétt á sér? 14.40 Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins: Mikilvægi siðareglna. 14.55 Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður og formaður Siðanefndar BÍ: Ritstjórar í lykilhlutverki. 15.10 Kaffihlé 15.30 Pallborðsumræður. Karl Axelsson stýrir pallborðsumræðum. Í pallborði sitja auk frummælenda þær Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, sem situr í stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. 16.30 Málþingi lýkur.
Lesa meira
Erfitt hjá götublöðum í NY

Erfitt hjá götublöðum í NY

Vestan hafs tala menn nú um „bleksvartan föstudag“ þegar vísað er til síðasta föstudags en útgefendur í New York luku vinnuvikunni á sérstaklega svörtum nótum. Verulegur niðurskurður með tilheyrandi uppsögnum eru nú yfirvofandi hjá báðum helstu götublöðum borgarinnar, Daily News og New York Post. Í því óvissuástandi sem ríkir í útgáfunni koma fréttirnar frá vikublaðinu Village Voice sem greindi frá því fyrirhelgina að uppsagnir væru í bígerð hjá keppinautunum og þar á meðal yrðu þekktir dálkahöfndar og blaðamenn látnir fara líka. Sjá einig hér
Lesa meira
Sumarverkföllum hótað á BBC

Sumarverkföllum hótað á BBC

BBC hefur fengið aðvörun um að búa sig undir sumarverkföll eftir að árlegu launatilboði stofnunarinnar til starfsmanna var hafnað og það sagt algjörlega óásættanlegt. Starfsmenn BBC sem hafa minna en 60.000 pund í laun áttu að fá 600 punda flata hækun samkvæmt tilboðinu sem fram kom í gær, en í því felst að meira en þriðjungur starfsmanna hefði fengið hækkun sem er undir verðbólgu  eða 2%. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Hvernig stóðu fjölmiðlar sig?

Hvernig stóðu fjölmiðlar sig?

Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga?Blaðamannafélag Íslands boðar til Pressukvölds þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20, í kvöld. Ætlunin er að skoða hvernig fjölmiðlarnir stóðu sig í aðdraganda kosninga. Fundarstjóri er Katrín Pálsdóttir, kennari í HÍ og HR og blaðamaður og félagi í BÍ no: 42!Frummælendur eru:Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræðiKristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins.Fundurinn verður haldinn í húsakynnum BÍ í Síðumúla 23 og er öllum opin.
Lesa meira
Tilkynning

Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga?

Pressukvöld Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga? Blaðamannafélag Íslands boðar til Pressukvölds þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20. Ætlunin er að skoða hvernig fjölmiðlarnir stóðu sig í aðdraganda kosninga. Fundarstjóri er Katrín Pálsdóttir, kennari í HÍ og HR og blaðamaður og félagi í BÍ no: 42! Frummælendur eru: Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum BÍ í Síðumúla 23 og er öllum opin. Heitt verður á könnunni.
Lesa meira
Siðanefnd: Kastljós sýknað

Siðanefnd: Kastljós sýknað

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sýknað starfsmenn Kastljós af kæru forráðamanna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Í úrskurði siðanefndar segir: Kærðu, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kastljós, teljast ekki hafa gerst brotlegir við siðareglur Blaðamannafélags Íslands við umfjöllun Kastljóss um málefni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 15. og 19. febrúar 2013. Sjá nánar. http://www.press.is/index.php/urskurdhir-sidhanefndar/3332-mal-nr-4-2012-2013
Lesa meira
Frelsisdagur fjölmiðla

Frelsisdagur fjölmiðla

Í dag er alþjóðadagur tjáningar- og fjölmiðlafrelsis. Af því tilefni er rétt að minna á mikilvægi fjölmiðla en víða á blaðamennska undir högg að sækja vegna samdráttar, niðurskurðar og versnandi skarfsskilyrða eins og vakið er athygli á í yfirlýsingu Evrópusambands blaðamanna (EFJ). Þar kemur fram að hart er sótt að blaðamennsku vegna breyttra starfshátta og fjölmiðlunar sem horfir fyrst og fremst til þess að skapa auglýsingum farveg en hefur lítinn faglegan metnað. „Við höfum áhyggjur af því að þúsundir blaðamanna hafa misst störf sín síðustu mánuði allstaðar í Evrópu, í sumum tilfellum vegna samdráttar en í öðrum tilfellum vegna skipulagsbreytinga. Versnandi starfsskilyrði og lítil fjárfesting í vinnuafli hefur haft umtalsverð áhrif á gæði upplýsingamiðlunar og frelsi fjölmiðla,” segir Arne König, forseti EFJ í yfirlýsingu. EFJ hefur vaxandi áhyggjur af óöryggi innan stéttarinnar, sérstaklega meðal yngri starfsmanna. Þetta ástand hefur áhrif á fagmennsku, efnahagslegt sjálfstæði og að lokum þá virðingu sem almenningur ber fyrir fjölmiðlum. Jafnvel í hinum ríkari löndum Evrópu er frelsi fjölmiðla áhyggjuefni. Þar hafa samtök blaðamanna varað við því að í þeim miklu breytingum sem eru að verða á fjölmiðlum sé lítil virðing borin fyrir starfi blaðamannsins og starfsskilyrðum hans. Árið 1991 lýsti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna því yfir að með deginum væri ætlunin að vekja athygli á meginreglum um fjölmiðlafrelsi; að leggja mat á stöðu fjölmiðla í löndum heims; að standa vörð um sjálfstæði fjölmiðla og vera virðingarvottur við fjölmiðlafólk sem týnt hefði lífi vegna starfs síns. Á öllum tímum er sótt hart að fjölmiðlafólki og það getur ekki unnið sín störf án stuðnings og tiltrúar lesenda og almennings. Blaðamannafélag Íslands fagnar þessum degi um leið og félagið minnir á að víða um heim er daglega brotið gegn lífi og mannhelgi fjölmiðlafólks.
Lesa meira
Tilkynning

Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?

Hádegisfundur miðvikudaginn 8. maí kl. 12-14 á Grand hóteli„Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?“ Twitter umræður: @SkyIceland #islenska Skráningarform Sprenging er að verða í efni og lausnum sem Íslendingar hafa aðgang að á netinu.  Það er sífellt stærri ögrun að íslenska allt þetta efni. Fleiri þjóðir og tungumálasvæði standa frami fyrir sama verkefni. Á Íslandi er hópur einstaklinga sem hefur látið sig mál þetta varða. Á hádegisfundi Ský munum við fá innsýn í verkefni og verkfæri sem gerð hafa verið til að auðvelda okkur það að eiga samskipti við tölvur á íslensku.  Á fundinum verður leitast við að gefa yfirlit yfir íslensk máltækniverkefni. Einnig verður 5. útgáfa Tölvuorðasafns Orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands opnað formlega á fundinum. Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á þýðingum, varðveislu íslenskrar tungu og samskiptum manns og tölvu. Dagskrá: 11:45-12:00  Afhending ráðstefnugagna 12:00-12:20  Fundur settur – matur borinn fram 12:15-12:40  Ávarp og formleg opnun 5. útgáfu Tölvuorðasafns Kynning á 5. útgáfu TölvuorðasafnsinsSigrún Helgadóttir, orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands Kveðja til orðanefndarSigrún Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Ský 12:40-13:00  Settu ríplætúol á meilið og séséaðu á mig                      Eða gætum við kannski talað um tölvur á íslensku?                      Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd 13:00-13:20  Opin málföng í þágu fyrirtækja og almennings                      Eiríkur Rögnvaldsson, Háskóla Íslands 13:20-13:40  Talgreining á íslensku – hvað þarf til?                      Jón Guðnason, Háskólanum í Reykjavík 13:40-14:00  Hvaða þýðingu hefur máltækni fyrir atvinnulífið                      Garðar Þ. Guðgeirsson, Tryggingamiðstöðinni 14:00 Fundi slitið Fundarstjóri: Hjörtur Grétarsson, stjórn Ský Matseðill: Hunangsgljáð kalkúnabringa með ávaxta- og ostafyllingu, rauðlauks confit og supremesósu.Kaffi/te og konfekt á eftir. Verð fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.Verð fyrir fólk utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.
Lesa meira
Norræni blaðamannaskólinn í Árósum (NJC) lagður niður!

Norræni blaðamannaskólinn í Árósum (NJC) lagður niður!

Menningar- og menntamálaráðherrar Norðulandanna hafa ákveðið að hætta stuðningi við Norræna blaðamannaskólann í Árósum frá og með næstu áramótum, eða 1 janúar 2014. Fram kemur í upplýsingum frá Norrænu ráðherranefndinni að ákvörðunin byggir á pólitískri forgangsröðun frá ráðherrum aðildarríkjanna í tengslum við niðurskurð fjárframlaga á næsta ári. Norræni blaðamannaskólinn hafi verið farsæll í starfi sínu og heppilegur samstarfsvettvangur sem hafi gert mikið gagn. Margir tugir íslenskra blaðamanna hafa í gegnum árin sótt aðalnámskeið skólans og hefur skólinn lengi verið helsta tákn um norræna samvinnu á sviði blaðamennsku. "Þessi ákvöðrun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og er mikið áfall," segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir að forusta BÍ hafi verið í sambandi við forustumenn annarra félaga á Norðurlöndum og sameiginlegir fundir séu framundan. "Við munum reyna að samræma viðbrögð og beita okkur sameiginlega í þessu máli," segir Hjálmar. Hann segir þessa ákvörðun sérstaklega slæma fyrir íslenska blaðamenn því Árósarskólinn hafi verið mjög mikilvægur hlekkur í menntun og endurmenntun íslenskra blaðamanna. Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að leysa strax upp stjórn skólans,  enda sé ljóst að skólinn muni ekki geta starfað áfram á næsta ári.
Lesa meira
Bresk vefútgáfa Daily Mail vinsæl í BNA

Bresk vefútgáfa Daily Mail vinsæl í BNA

Samkvæmt vefmælingum ComScore þá er vefútgáfa breska dagblaðsins Daily Mail, eða MailOnline, nú orðin þriðja stærsta vefdagblað í Bandaríkjunum og kemur næst á eftir NYTimes.com og WashingtonPost.com. MailOnline er með um 50 milljon notendur víðs vegar um heimiinn og þar af eru um 19,3 milljónir í Bandaríkjunum. Sjá meira hér
Lesa meira