Bikur á lofti hjá dönskum blaðaljósmyndurum

Atvinnuleysi meðal danskra blaðamanna hefur heldur minnkað frá í fyrra en hins vegar hefur atvinnuleysi hjá blaðaljósmyndurum verið að aukast. Er þá ekki talið með dulið atvinnuleysi sem felst í því að ljósmyndarar vinna margir hverjir sem lausamenn og verkefnum hefur fækkað mjög mikið. Þeir mega ekki skrá sig atvinnulausa og vera á sama tíma með virðisaukaskattsnúmer. Jens Tønnesen formaður blaðaljósmyndarafélagsins í Danmörku segir að þetta sé alvarleg staða, ekki síst í ljósi þess að um helmingur af þeim tæplega 700 ljósmyndurum sem séu vikrir sem slíkir sé um helmingurinn lausamenn.

Sjá einnig hér