Ricardo Gutiérrez ráðinn framkvæmdastjóri EFJ

Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ
Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur ráðið Ricardo Gutiérrez sem framkvæmdastjóra frá og með 1. september 2013. Gutiérrez er gamalreyndur blaðamaður sem starfað hefur í faginu í um 25 ár. Áður en hann hóf störf fyrir EFJ vann hann hjá belgíska dagblaðinu Le Soir og þar hafði hann starfað í 23 ár. Hann hefur verið í stjórn Blaðamannafélags Belgíu (AJP-AGJPB) og fulltrúi þess í landsamtökum stéttafélaga þar í landi. Gutiérrez er þekktur baráttumaður fyrir réttindum stéttarfélaga.

„Það er mér mikil heiður að komast í aðstöðu til að þjóða blaðamennskunni en henni hef ég tileinkað ævistarf mitt,“ segir Gutiérrez. „Framundan eru margar áskoranir og orrustur sem þurfa að vinnast og ég mun einbeita mér að því að því nýja verkefni að standa fast við hliðina á stéttafélögum okkar í þeirra störfum,“ segir hann ennfremur.

Gutérrez er af spænskum ættum en fæddur í Belgíu og talar reiprennandi frönsku,spænsku, ensku og ítölsku.