Öryggimál blaðamanna rædd hjá Sþ

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ræddi í dag nýja skýrslu um mikilvægi sérstakrar verndar fyrir blaðamenn og þörf á að uppræta yfirhilmingu með ofbeldi gegn þeim. Í skýrslunni, sem unnin er að skrifstofu mannréttindamála hjá Sþ, koma fram ýmsar tillögur og ábendingar til aðildarríkja um hvernig unnt sé að bregðast við þessu. Þar er bæði talað um hve brýnt sé að sýna pólitískan vilja til að ná þessu fram í ýmis konar löggjöf og ýmis praktísk atriði sem geta aukið á öryggi blaðamanna. Meðal þeirra tillagna sem teknar hafa verið með í skýrsluna er innlegg sem kom frá Alþjóðasambandi blaðamanna og fleiri samtökum fjölmiðlafólks. Þannig er þarna t.d. að finna ábendingar um að áarásir á blaðamenn verði álitnar sérstök ógnun við lýðræði og réttarríkið og slíkt kalli þar með á þyngri refsingar en annars væri.

Sjá einnig hér