Fréttir

Ójafnvægi í vali viðmælenda á ljósvakanum

Ójafnvægi í vali viðmælenda á ljósvakanum

Athyglisverð umræða hefur að undanförnu spunnist um þá mynd sem fjölmiðlar, einkum ljósvakamiðlar, draga upp af þjóðfélaginu með vali á viðmælendum í fréttum og dagskrá. Félag kvenna í atvinnulífinu hóf  umræðuna að þessu sinni með því að vekja athygli á hversu lítið hefur breyst varðandi hlutföll kynjanna í fjölmiðlum. Í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr könnun sem CreditInfo gerði fyrir félagið og voru helstu niðurstöður að þrátt fyrir jákvæða þróun séu hlutfall viðmælanda í ljósvakaþáttum og fréttum 70% karlkynsviðmælenda gegn 30% kvenkynsviðmælenda. Talningin náði til tímabilsins frá 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013 og var heildarfjöldi viðmælenda yfir 100.000. Í framhaldinu hafa þessar niðurstöður verið ræddar í Speglinum og í þætti Gísla Marteins í gær og í dag vekur Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis máls á því að þessi þróun sé áhyggjuefni og vill hann víkka hana út og bendir á ójafnvægi í vali á viðmælendum eftir búsetu. Sjá frétt FKAViðtal í SpeglinumAthugasemd forseta Alþingis
Lesa meira
Lík blaðamannanna fær heim til Frakklands

EFJ krefst réttlætis fyrir myrta franska blaðamenn

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur skrifað fjölskyldum tveggja franskra blaðamanna sem drepnir voru í Mali á laugardaginn og vottað þeim samúð sína. Blaðamennirnir Ghislaine Dupont og Claude Verlon voru drepnir með köldu blóði og hafa morðin kallað fram harðorða fordæmingu víða, m.a. frá blaðamannasamtökum í Frakklandi. Í bréfinu sem formaður og framkvæmdastjóri EFJ sendu frá sér er aðstandendum vottuð samúð og þess krafist að ódæðismennirnir verði látinr svara til saka fyrir gerðir sínar. Sjá einnig hér (mín 31:27)
Lesa meira
Hin kærða umfjöllun.

Nýtt líf braut ekki siðareglur

Siðanefnd hefur afgreitt þrjú mál og hafa úrskurðir nefndarinnar verið birtir hér á heimasíðunni. Fyrsta málið er kæra Egils Einarssonar og Guðríðar Jónsdóttur gegn Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs vegna viðtals sem bar yfirskriftina „Ég upplifði þetta sem nauðgun“. Siðanefnd fjallar ítarlega um málið og bendir á að umfjöllun Nýs lífs hafi að sumu leyti verið villandi en þó hafi, þegar allt sé virt saman, þau sjónarmið sem mestu skipti náð að koma fram. Það megin atriði viðtalsins, að fá fram upplifun viðmælandans hafi verið málefnalegt og er úrskurður nefndarinnar að Þóra Tómasdóttir hafi ekki brotið siðareglur Blaðamannafélagsins. Í hinum tveimur málunum var kærum vísað frá en það voru kærur gegn DV vegna viðtals ndir yfirskriftinni „Þú ert á leiðinni til helvítis“ annars vegar og vegna aðsendra greina eftir Guðmund Rafn Geirdal í Morgunblaðinu hins vegar. Hægt er að skoða alla þessa úrskurði hér á siðavef press.is undir yfirskriftinni „Úrskurðir“. Úrskurður í máli gegn Nýju lífi
Lesa meira
Illugi Gunnarsson afhendir Brodda Broddasyni viðurkenninguna í dag. Mynd:ruv.is

Broddi fær viðurkenningu úr móðurmálssjóði

Broddi Broddason fréttamaður á RÚV fékk í dag viðurkenningu úr móðurmálssjóði Björns Jónssonar. Móðurmálssjóðurinn var stofnaður í janúar 1945 í minningu Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra og stofnanda Ísafoldar. Sjá nánar hér
Lesa meira
Morgunblaðið 100 ára - frímerki

Morgunblaðið 100 ára - frímerki

Morgunblaðið verður 100 ára á morgun, en það kom fyrst út 2. nóvember 1913.  Blaðið var til að byrja með 8 síður að stærð og var helsti stofnandi þess, eigandi og ritstjóri Vilhjálmur Finsen.  Vilhjálmur hafði kynnst blaðamennsku og blöðum erlendis og meðal annars komist í kynni við Cavling sem var ritstjóri á Politiken í Danmörku.  Í fyrsta blaðinu sem kom út segir um blaðið: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað.”    Í tilefni af afmælinu hefur Pósturinn gefið út sérstakt frímerki sem  Hörður Lárusson hefur hannað. Verðgildi frímerkisins er 50g innanlands. Þá er von á veglegu afmælisblaði á afmælisdaginn. Sjá umfjöllun um frímerki hér
Lesa meira
Erfiður rekstur margra fjölmiðla

Erfiður rekstur margra fjölmiðla

Umtalsvert tap er hjá fimm af sjö fyrirtækjum í fölmiðlarekstri sem skila hafa ársreikningi fyrir síðasta ár, samkvæmt samantekt Óla Kristján Ármannssonar á visir.is. Aðeins 365 og Viðskiptablaðið skiluðu hagnaði en RÚV, Morgunblaðsins, Skjásins, DV og Fréttatímans voru rekin með tapi. Þar af eru DV og skjárinn með neikvæða eiginfjárstöðu. Tap miðlanna er mismunandi mikið og er tap Skjásins mest eða tæpar 165 milljónir króna. Næstmest er tapið hjá RÚV eða 85,4 milljónir og DV tapaði 65,2 milljónum króna. Sjá nánar hér
Lesa meira
Óli Kristján Ármannsson, varaformaður BÍ

Óli varaformaður- Egill gjaldkeri

Á síðasta fundi stjórnar Blaðamannafélagsins skipti stjórnin með sér verkum upp á nýtt, en Sigurður Már Jónsson, sem verið hafði varaformaður sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir félagið á dögunum þegar hann tók við starfi blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Nýr varaformaður er Óli Kristján Ármannsson sem var áður gjaldkeri stjórnar.  Við starfi gjaldkera tekur Egill Ólafsson.  
Lesa meira
Nýmiðlar jafna lítið stöðu smærri framboða

Nýmiðlar jafna lítið stöðu smærri framboða

„Miðað við reynsluna af kosningunum 2013 virðist tilkoma nýmiðla og sú sprenging sem varð í fjölda fjölmiðlagátta með tilkomu stafrænnar tækni ekki hafa orðið til að valdefla til muna þá sem hallari fæti stóðu varðandi pólitíska boðmiðlun á Íslandi og jafna aðstöðumun milli framboða.“ Þetta er meðal niðurstaðna sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri kemst að í gein sem hann kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ fyrir helgina. Þar byggir hann á könnun sem hann gerði meðal frambjóðenda á fjölmiðlanoktkun þeirra fyrir alþingiskosningarnar síðast liðið vor. Í ljós kom að allir flokkar, bæði fjórflokkurinn og ný framboð nota nýmiðla (netsíður og samfélagsmiðla) í ríkum mæli og er ekki hægt að sjá mikinn mun á notkun þessarar tegundar miðla eftir því hvort um ný eða gömul framboð er að ræða. Tilkoma nýmiðla hefur hins vegar gert fjöpmiðlaumhverfið flóknara og erfiðara fyrir þá sem hafa takmarkaðar bjargir og reynslu að búa til þær heilsteyptu og samþættu áætlanir sem þarf til að ná árangri í pólitískri boðmiðlun. Því sé varla hægt að tala um að nýmiðlar eða samfélagsmiðlar, þar sem formlegt aðgengi er vissulega nokkuð jafnt og margfalt auðveldara (og ódýrara) en á hefðbundnum miðlum , hafi jafnað möguleika framboða til kynningar fyrir kosningar. Facebook er lang mest notaði miðillinn af frambjóðendum og mikilvægi hans er metið mikið. Hins vegar er mikilvægi ýmissa hefðbundinna miðla, einkum sjónvarps, einnig talið mikið þó þeir séu ekki notaðir nema að litlu leyti. Skýring á því ræðst að öllum líkindum af erfiðara aðgengi að slíkum miðlum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Lítil áhersla á erlendar fréttir í íslensku sjónvarpi

Lítil áhersla á erlendar fréttir í íslensku sjónvarpi

Íslensku sjónvarpsstöðvarnar sýna mun minna af erlendum fréttum en sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndunum, og er hlutfall erlendra frétta í fréttatímum Sjónvarpsins og Stöðvar 2 með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Þetta kom fram í erindi Rangnars Karlssonar, Valgerðar Jóhannsdóttur og Þorbjörns Broddasonar sem Ragnar flutti á Þjóðarspegi fyrir helgina. Hlutfall erlendra frétta hjá RÚV er 28,2% erlendra frétta á móti 71,8% innlendra frétta og 8,8% erlendra frétta hjá Stöð 2 á móti 91,2% innlendra frétta. Sambærileg hlutföll hjá sjónvarpsfréttastöðvum í nágrannalöndunum eru mun hærri, t.d. var þetta hlutfall í Noregi árið 2007 40% erlendar fréttir hjá NRK og 32% erlendar fréttir hjá TV2. Umfjöllunarefni erlendra frétta er fyrst og fremst stjórn- og efnahagsmál og náttúruhamfarir hvers konar. Þá er fréttaefnið mjög landfræðilega samþjappað og miðast við Vesturlönd. Þannig eru 47,6% erlendra frétta á íslensku sjónvarpsstöðvunum frá Vestur Evrópu og ESB og ef Bandaríkjunum og NATO er bætt við spanna þessi svæði um 65% af fréttaefninu. Íslensku stöðvarnar virðast að mati höfunda að einhverju marki fylgja alþjóðlegri tilhneigingu í því að leggja tiltölulega litla áherslu á erlendar fréttir og að „heimavæða“ erlendar fréttir, öfugt við það sem búast hefði mátt við á tímum stóraukinnar alþjóðavæðingar og fjölmenningar. Sjá fræðigrein hér
Lesa meira
Lítið traust til fjölmiðla almennt

Lítið traust til fjölmiðla almennt

Aðeins 12,7% þjóðarinnar ber mikið eða frekarmikið traust til fjölmiðla samkvæmt nýrri mælingu MMR. Hins vegar bera rétt rúm 40% þjóðarinnar frekar lítið eða lítið traust til þeirra. Samkvæmt sömu mælinu. Fjölmiðlarnir eru sú stofnun í samfélaginu sem almennigur ber hvað minnst traust til og aðeins bankakerfið og Fjármálaeftirlitið hafa minna traust þjóðarinnar. Hins vegar hefur lögreglan mest traust (77,1%), þá Háskóli Íslands (61,3%) og í þriðja sæti er Ríkisútvarpið með um 52,3% traust að baki sér. Athygli vekur sá mikli munur sem kemur fram á trausti til RÚV annars vegar og svo fjölmiðla almennt hins vegar. Fjölmiðlar höfðu tæplegar 23% traust í desember 2008 samkvæmt mælingum MMR en duttu fljótlega niður og voru lengi á bilinu í kringum 15%. Í fyrra fór traustið almveg niður í 11,7% og er í ár 12,7 eins og áður segir. Sjá einnig hér
Lesa meira