Fréttir

Jónas Kristjánsson

Tækifæri í blaðamennsku

Í gær bloggar Jónas Kritánsson um blaðamennsku og þau tækifæri sem í henni felast. Hann segir m.a.: „Blaðamennska býður þeim margvísleg tækifæri, sem áhuga hafa á fjölmiðlun á miklu breytingaskeiði. ..... Einstaklingar geta komið sér upp búnaði, sem um aldamótin var bara á færi voldugra kvikmyndavera. Við slíkar aðstæður verður mikið rót, störf hverfa og önnur koma. Þeir, sem kunna á nútímann, hafa glæsileg tækifæri.“ Jónas býðst til að aðstoða menn við að nýta þessi tækifæri og hefur sett upp námskeið í blaðamennsku á síðu sinni sem eru öllum aðgengileg. Um námskeiðin segir hann:   „Sameiginlegt markmið námskeiðanna er að nemandi fái þekkingu og færni til að stunda allar tegundir blaðamennsku og fjölmiðlunar á prenti, í sjónvarpi, í útvarpi og í nýmiðlun á netinu.“ Sjá meira hér
Lesa meira
NYT íhugar kostun ritstjórnarefnis á vefnum

NYT íhugar kostun ritstjórnarefnis á vefnum

Restur og fjármögnun ritstjórnarefnis er víða vandamál og jafnvel stórblöð eins og The New York Times leita nýrra leiða í þessum efnum. Þau fara jafnvel inn á slóðir sem fyrirfram hefðu þótt ólíklegar hjá fjölmiðlum sem er er mjög vandir að virðingu sinni og trúverðugleika. Þannig berast nú fréttir af því að stjórnendur New York Times íhugi að fara út í kostun á einhverju af ritstjórnarefni á vefsíðu sinni, og fylgja þannig í fótspor nýrri miðla eins og BuzzFeed. Á nokkrum fundum sem haldnir voru sameiginlega með sölumönnum og fulltrúum ritstjórnar í síðasta mánuði munu þessi atriði hafa verið rædd en óljóst er hvort eða hvenær niðurstaða fæst í þessar þreifingar.Sjá meira hér
Lesa meira
Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ

Hallar á konur í blaðamannafélögum Evrópu

Samkvæmt rannsókn sem gerð var sameiginlega af Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) og Evrópusambandi blaðamanna (EFJ), þá eru konur 42% félaga í blaðamannafélögum í Evrópu. Þær eru hins vegar aðeins 36% þeirra sem gegna ábyrgðarstöðum í þessum félögum. Niðurstöður könnunarinnar sem nær til 21 blaðamannafélags og sambanda blaðamannafélaga í álfunni, sýna að hlutfallslega færri konur (3%) eru nú meðlimir í blaðamannafélögum og færri eru í trúnaðarstörfum fyrir félögin en sambærileg könnun frá 2006 sýndi. „Þótt þessar tölur gefi kannski ekki tilefni til að segja að jafnréttisþróunin hafi snúist við, þá er þetta alvarleg áminning um að við verðum áfram að vera vel vakandi þar sem jafnréttismálin eru fjarri því í höfn,“ segir Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ. „Með þessarupplýsingar að vopni munum við geta beitt markvissari að gerðum í að fá konur til að gerast félagar og til að komast í trúnaðarstöður hjá félögunum,“ segir Costa ennfremur. Sjá einnig hér
Lesa meira
James Harding,yfirmaður frétta hjá BBC

Vill fjölga fréttakonum á skjám BBC

James Harding, verðandi fréttastjóri hjá BBC hefur viðurkennt að hann hafi áhyggjur af því hversu fáar fréttakonur séu í útsendingum stofnunarinnar. Í ávarpi hins verðandi yfirfréttastjóra til starfsmanna BBC sagði Harding að sem nyliði hjá BBC – hann var áður ritstjóri á The Tmes – hafi það slegið hann hversu fáar fréttakonur væru í áberandi hlutveki í útsendingum. „Ég tel, sem utanaðkomandi stjórnandi, að spurningin um hversu fáar konur eru í útsendingum – þa hversu fáar eru sýnilegar á skjánum - sé klárlega málefni sem taka þarf föstum tökum,“ sagði hann. Sjá meira hér
Lesa meira

"Skynjunarútvarp" BBC

Þróunin í fjölmiðlatækni er hröð og nú hefur BBC kynnt tilraunaútgáfu af svokölluðu „skyjunarútvarpi“ (e: perseptive radio). Þetta útvarp aðlagar það efni sem í því er og hvernig það er spilað út frá ýmis konar kringumstæðum s.s. hvar það er staðsett, hvað klukkan er, hvar hlustandinn er staðsettur gagnvart tækinu og ýmsum bakgrunnshljóðum sem kunna að heyrast í umhverfinu þar sem tækið er staðsett. Skynjunarútvarpið var kynnt í gær á ráðstefnunni „Thinking Digital“, sem haldin var í Gateshead í Bretlandi. Þetta tæki er hluti af Skynjunarmiðlunar verkefni sem BBC ýtti úr vör í fyrra. Sjá meira hér
Lesa meira
Tilkynning

Myndsýn Íslendinga?

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, flytur erindi sitt Myndsýn Íslendinga?Hugleiðingar um myndnotkun opinberra aðila, myndbirtingu sjálfsmyndar þjóðarinnar og stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 23. maí kl: 12:05.Þetta er síðasti fyrirlestur vetrarins í fyrirleströðinni. Físl tekur aftur upp þráðinn í haust. Fyrirlesturinn er frír og öllum opin.Frekari upplýsingar má fá hjá Félagi íslenskra samtímaljósmyndar fisl@fisl.is
Lesa meira
Blaðamenn kunni á marga miðla

Blaðamenn kunni á marga miðla

„Breytingin mun hafa í för með sér að talsverður hópur fréttamanna vinnur fréttir fyrir alla miðla fyrirtækisins jöfnum höndum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá 365 í tilefni af því að fréttastofur fyrirtækisins, fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Fréttablaðsins, verða sameinaðar í eina. Ljóst er að við þetta mun fréttastofum í landinu fækka og um leið fjölbreytni í efnistökum og fréttamati. Umtalsverð samvinna hefur þó verið á milli þessara tilteknu fréttastofa. Í tilkynningunni frá 365 kemur fram ákveðin áherslubreyting gagnvart störfum blaðamanna, sem nú þurfa í auknum mæli að tileinka sér stafróf hinna ólíku miðla. Stjórn 365 segir tvennt vinnast með sameiningunni: „Annars vegar verða blaðamenn sérfræðingar í efni málsins fremur en miðlinum og fjölbreytt þekking þeirra á málum nýtist betur. Hins vegar verður til öflugri sýn á það hvaða hliðum stórra fréttamála er best sinnt í hverjum miðli fyrir sig og miðlarnir vinna saman að því að búa til sterka heildarmynd fyrir lesendur, hlustendur og áhorfendur.“  Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Ársfundur ICIJ

Ársfundur ICIJ verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 20 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Síðumúla 23. Meðal þess sem verður rætt á fundinum er uppgjör vegna ráðstefnunnar í apríl sl, fjármögnun og starfsemi Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku næsta vetur og önnur mál.
Lesa meira
Málþing fjölmiðlanefndar um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Málþing fjölmiðlanefndar um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Fjölmiðlanefnd   stendur   fyrir   opnu   málþingi   um   reglur   um   ritstjórnarlegt   sjálfstæði   að Hannesarholti við Grundarstíg  10, í dag   fimmtudaginn  16. maí  kl. 14.00 til  16.30. Fjallaðverður um ákvæði laga um fjölmiðla nr. 38/2011 sem gera fjölmiðlum sem sinna fréttum ogfréttatengdu efni að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði starfsmanna. Fjölmiðlanefndtelur mikilvægt að stuðla að  faglegri umræðu um skyldu  fjölmiðla til að setja sér slíkarreglur  og  efni  þeirra  og tryggja  að mismunandi  sjónarmið  komi  fram,  jafnt  útgefenda,ritstjóra og blaðamanna.  Til   umfjöllunar   á   málþinginu   verður   m.a.   efni   og   inntak   slíkra   reglna   og   hvernigritstjórnarlegu sjálfstæði sé best fyrir komið í slíkum reglum. Þá verður rætt um hvort sömusjónarmið eigi að gilda um setningu slíkra reglna hvað varðar prentmiðla og ljósvakamiðla,einkarekna miðla og ríkismiðla, staðbundna fjölmiðla og fjölmiðla sem ætlað er að ná til allslandsins og frímiðla og áskriftarmiðla? Ber að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði ritstjóra ogblaða­   og   fréttamanna   gagnvart   eigendum   eða  á  eigendum   að   vera   frjálst   að   móta   ogframfylgja eigin ritstjórnarstefnu? Eru aðrar leiðir hentugri til að tryggja réttindi blaða­ ogfréttamanna, t.d. í gegnum kjarasamninga eins og gert er á Norðurlöndunum? Karl   Axelsson,   settur   formaður   fjölmiðlanefndar   verður   fundarstjóri   og   stýrir  jafnframtpallborði. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar mun fara yfir forsögu oginntak ákvæðis laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um skyldu til að setja slíkra reglur. Að þvíloknu mun Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta fjalla um hvortreglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði eigi rétt á sér. Því næst tekur Ólafur Stephensen, ritstjóriFréttablaðsins til máls og fjallar um mikilvægi siðareglna. Að lokum fjallar Björn VignirSigurpálsson   blaðamaður   og   formaður   Siðanefndar   BÍ   um   ritstjóra   í   lykilhlutverkum.Guðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, stjórnarmaður í Félagifréttamanna á Ríkisútvarpinu munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum að loknum erindumásamt frummælendum. Málþingið er öllum opið og án endurgjalds. 
Lesa meira
Pelly flytur ræðuna um helgina

Skammar kollega sína í BNA

Scott Pelly, fréttaþulur kvöldfrétta hjá CBS sjónvarpsstöðinni í BNA, las kollegum sínum pistilinn í ræðu sem hann hélt þegar hann tók við viðurkenningu í Quinnipiac háskóla um helgina. Hann hvatti blaðamenn í Bandaríkjunum til að hætta að hugsa sífellt um að vera fyrstir með fréttirnar og forðast að nota samfélagsvefi sem upplýsingaveitur, enda væru þær lítið annað en „slúður“. „Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir blaðamennskuna,“ sagði hann. „Við förum rangt með í hverju mikilvæga málinu á fætur öðru,“ bætti hann við og var þar að vísa í (eitt af mörgum) dæmið um skotárásina í Newton þar sem fjölmiðlar fullyrtu móðir árásarmannsins hafi verið starfsmaður skólans.   Sjá einnig hér
Lesa meira