Skannar og samfélagsmiðlar varasamar heimildir

Frá vettvangi skotárásarinnar. ABC mynd
Frá vettvangi skotárásarinnar. ABC mynd

Á vef Washington Post er að finn athyglisverða greiningu á því hvernig lögregluskannar og samfélagsmiðlar geta stuðlað að því að rangar og villandi upplýsingar komist á kreik þegar fréttnæmir atburðir eru að gerast. Þetta gerðist í gær þesgar skothríð átti sér stað í bækistöðvum bandaríska flotans í Wwashington. Á fyrstu klukkutímunum eftir að skothríðin byrjaði var talað um þrjá byssumenn, síðan tvo og þá einn og loks aftur þrjá. Um miðjan dag talaði CNN um “nokkra”.

Flestar þessara röngu frétta áttu uppsprettu í heimildum sem virtust nokkuð traustar, s.s. úr lögregluskönnum og fóru þaðan beint inn á twitter og aðra samfélagsmiðla og síðan inn í hefðbundna fjölmiðla og allt gerðist þetta á nokkrum mínútum. Mál þetta er allt áminning um að fréttir eru ekki áreiðanlegri en heimildirnar sem þær byggja á og undirstrikar mikilvægi heimildarrýni meðal blaðamanna.

Sjá umfjöllun hér